Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Page 34
föstudagur 21. nóvember 200834 Helgarblað
Íslenskir þingmenn eru misseinheppnir, spilltir og heiðarleg-
ir. Vafalítið eru þeir flestir hinir vænstu menn en þó nokkrir
hafa ritað nafn sitt í sögubækurnar fyrir eitthvað sem þeir
vilja án efa ekki láta minnast sín fyrir. Þetta eru ýmist mis-
mæli, aðsvif, harðorðir tölvupóstar, ölvunarakstur eða jafnvel
brot á ýmsum lagaflokkum í einu. Nýjasta tilvikið er rýtings-
stunga Bjarna Harðarsonar, þáverandi þingmanns Framsókn-
arflokksins, í bak samherja síns í formi tölvupósts sem fyrir
handvömm Bjarna fór á alla fjölmiðla landsins. DV rifjar upp
ýmsar neyðarlegar aðstæður sem þingmenn hafa lent eða kom-
ið sér í síðustu ár.
Neyða legar aðstæður
þingmanna
Mislukkuð rýtingsstunga
eitt ferskasta dæmið um slæm mistök alþingismanns er mislukkuð
rýtingsstunga bjarna Harðarsonar framsóknarmanns í bak samherja
og varaformanns síns, valgerðar sverrisdóttur. Þannig vildi til að
kvöld eitt á dögunum ætlaði bjarni sér að senda póst sem innihélt
heldur niðrandi orð í garð valgerðar á aðstoðarmann sinn og óska
eftir því að bréfið yrði sent nafnlaust á alla fjölmiðla. ekki vildi þó
betur til en svo að bjarni sendi óvart póstinn beint á alla fjölmiðla,
og ekki bara íslenska fjölmiðla heldur líka erlenda. Í kjölfarið sendi
hann svo annan póst þar sem hann óskaði eftir því að fjölmiðlar
myndu ekki fjalla um þessi mistök sem honum hefði orðið á en þess
í stað varð þetta hitamál í öllum fjölmiðlum morguninn eftir. Lyktir
málsins urðu að bjarni sagði af sér þingmennsku.
Rassaspörk og mútuþægni
Árni Johnsen hefur líklegast einna oftast þingmanna komist í fjölmiðla fyrir undarlega hegðun
og skapvonsku. eitt af eftirminnilegustu skapofsaköstum Árna var án efa á alþingi árið 1996.
össur skarphéðinsson hafði nýlokið við að flytja ræðu sem Árni var augljóslega ósammála og
segir össur þá eitthvað á þá leið að hann heyri í hæstvirtum þingmanni Árna Johnsen hrista
höfuðið. Árni brást illa við og á leiðinni út úr salnum lét Árni fótinn vaða beint í afturendann á
össuri. síðan þá hefur Árni af og til misst stjórn á skapi sínu, meðal annars kýlt Hreim Heimisson,
söngvara Lands og sona, neglt öxlinni í tökumann sjónvarpsins og lamið sjómann. að því
ógleymdu að hafa verið dæmdur til fimmtán mánaða fangelsisvistar á Kvíabryggju fyrir
fjárdrátt, umboðssvik, rangar skýrslur til yfirvalda og mútuþægni í opinberu starfi.
Áhyggjur eða ekki áhyggjur ...
Í maíbyrjun 2007, skömmu fyrir þingkosningar, lýsti sjálfstæðiskonan Ásta möller
á heimasíðu sinni yfir áhyggjum af afskiptasemi forseta Íslands af stjórnarmynd-
un eftir kosningarnar. fréttastofa stöðvar 2 óskaði eftir viðtali við Ástu um málið
morguninn eftir að færslan birtist. Hún samþykkti það en afboðaði stuttu síðar.
fréttamaður stöðvar 2 hitti hins vegar á Ástu skömmu seinna og spurði hana út í
áhyggjurnar, en hún svaraði því til í afar vandræðalegu viðtali að það sem hún
hefði viljað segja stæði á heimasíðu hennar. skömmu síðar hafði þingkonan
samband við fréttastofuna og vildi fá að tjá sig nánar um málið. Þá sagði hún að
hún hefði hugleitt málið nánar og rætt við fólk og niðurstaðan þá verið að hún
hefði haft óþarfa áhyggjur af þessu. Ásta kom enn kjánalegri út úr seinna
viðtalinu en því fyrra. Þeir sem til þekkja segja að skinið hafi í gegn að hæstráð-
endur í valhöll hafi sagt Ástu að skipta um skoðun í málinu.
Margruglaðist á nafni
Halldór blöndal, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, kann ófáar
stökurnar og limrurnar sem runnið hafa upp úr honum við hin
ýmsu tækifæri í gegnum tíðina. af því mætti ætla að Halldór
hefði stálminni. ef svo er brást það honum að minnsta kosti
illilega dag einn í þinginu fyrir nokkrum árum. Þá var Halldór í
ræðustól að svara fyrir eitthvað sem Ásta ragnheiður Jóhannes-
dóttir, þingkona samfylkingarinnar, baunaði á hann. Í svarinu
kallaði sjálfstæðismaðurinn reyndi þingkonuna að minnsta kosti
þrisvar ragnheiði Ástu við mikil hlátrasköll þingheims. Þegar
Halldóri hafði verið bent á mismælið sagði hann að honum
fyndist þessi útgáfa nafnsins fallegri. Halldór beit svo höfuðið af
skömminni með því að rangfeðra Ástu, loksins þegar honum
tókst að hafa fyrra og seinna nafn á réttum stað, sagði Ásta
ragnheiður „Pétursdóttir“. Þess má geta að eina kunnustu rödd
ríkisútvarpsins á kona að nafni ragnheiður Ásta Pétursdóttir
sem að líkindum flækti málin fyrir Halldóri.