Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Page 38
Arsenal Bolton Wanderers Chelsea Everton Aston Villa Blackburn Rovers Fulham Hull City Middlesbrough Newcastle United Sunderland Liverpool Manchester City Manchester United Portsmouth Stoke City Wigan AthleticWest Bromwich AlbionTottenham Hotspur West Ham United föstudagur 21. nóvember 200838 Sport Torres heill heim rafael benitez var mikið létt þegar ljóst varð að spán- verjarnir fimm í liði Liverpool komust heilir í gegnum landsleik spánar og Chile. benitez þurfti að horfa upp á fernando torres togna í síðasta landsleikjahléi en ekkert lið má við því að missa slíkan leikmann í meiðsli. torres kom inn á fyrir david villa í seinni hálfleik og skoraði eitt af þremur mörkum spánverja í leiknum. alonso og riera spiluðu allan leikinn, reina kom inn á í hálfleik og arbeloa spilaði í seinni hálfleik. Leikmennirnir fimm verða því klárir í slaginn gegn fulham en ekki er reiknað með því að steven gerrard verði leikfær. umsjón: tómas þór þórðarson, tomas@dv.is / sveinn Waage, swaage@dv.is Það kaupa öll lið einhvern tímann leikmenn sem teljast vera „flopp“. Stórliðin á Englandi eru þar til dæmis hvergi undanskilin. Hver man ekki eftir Juan Verón hjá Manchester United, Fernando Morientes hjá Liver- pool, Francis Jeffers hjá Arsenal og auðvitað konungi allra floppa, Andriy Shevchenko hjá Chelsea. Eitt lið er þó allra liða duglegast að kaupa leikmenn sem ekki standa undir væntingum. Newcastle. Það var ekki mikið mál að taka til átta leikmenn sem hafa floppað þar. Þurfti ekki að horfa lengra til baka en þrjú ár. Bestir í að finna floppin CaCapa brasiLía Aldur: 32 ára Staða: varnarmaður Núverandi lið: newcastle Tímabil hjá Newcastle: 2007-? Leikir með Newcastle: 24 Árið 1999 var Cacapa valinn besti varnarmaður brasilísku deildarinnar. Hann fór þaðan til Lyon og var fyrirliði þess í fimm af þeim sjö árum sem hann spilaði þar og vann franska meistaratitilinn öll þau ár. það var því enginn aukvisi sem newcastle var að fá til sín þótt ekki margir vissu hver hann væri þegar hann kom til englands. þarna var á ferðinni fyrirliði langbesta liðs frakklands og hafði spilað reglulega í meistaradeildinni. að hann sé ennþá á samningi er eiginlega ótrúlegt. að hafa ekki náð sér á strik er svo vægt til orða tekið að það hálfa væri nóg. Á síðasta tímabili tókst honum meira að segja að vera tekinn af velli eftir sautján mínútur þegar newcastle var 3-0 undir gegn Portsmouth á heimavelli. ótrúleg umskipti hjá manni sem nú kemst ekki í liðið. og er það engin furða. abdoulaye Faye senegaL Aldur: 30 ára Staða: varnarmaður Núverandi lið: stoke Tímabil hjá Newcastle: 2007-2008 Leikir með Newcastle: 22 það var góð ástæða fyrir því að sam allardyce tók þennan risavaxna miðvörð með sér frá bolton þegar hann tók við stjórnartaumunum hjá newcastle. þetta tröll hafði verið ein stærsta ástæða þess að bolton var lið sem svo erfitt var að skora hjá. allardyce sá þar leik á borði að styrkja vörnina með manni með reynslu af úrvalsdeildinni og hafði sannað sig. en eins og svo margir varnarmenn sem klæðast hvíta og svarta búningum var eins og faye hefði aldrei áður spilað vörn þegar kom að leikjum með newcastle. ráðvilltur í liði sem var langt frá því að vera með sama leikskipulag og aga og bolton átti faye eflaust versta knattspyrnuár ævi sinnar. byrjunarliðsmaður hjá bolton er hann núna kominn á bekkinn hjá stoke. allardyce gerði honum gott í bolton, óleik hjá newcastle. david rozehnal tékkLand Aldur: 28 ára Staða: varnarmaður Núverandi lið: Lazio Tímabil hjá Newcastle: 2007-2008 Leikir með Newcastle: 7 rozenhal hafði átt fínan feril þangað til hann gekk til liðs við newcastle. Lék með Club brugge í belgíu í tvö ár áður en hann færði sig til frakklands og lék með París st. germain í önnur tvö. Hjá Psg var hann valinn besti leikmaður liðsins af stuðningsmönnum. Hann er tékkneskur landsliðmaður og á að baki 43 landsleiki. Lék bæði alla leiki tékklands á Hm 2006 og em í sumar. en hjá newcastle var sagan ekki jafnmikið ævintýri. ömurlegar frammistöður hans skiluðu aðeins sjö leikjum og var hann lánaður eftir aðeins hálft síðasta tímabil til Lazio á ítalíu. geri aðrir betur. skipti svo endanlega yfir í sumar. var einmitt maðurinn sem kom inn á fyrir Cacapa eftir sautján mínútur í leiknum fræga gegn Portsmouth. Átti að fá á sig víti aðeins mínútu eftir að hann kom inn á. slapp með það greyið. josé enrique sPÁnn Aldur: 22 ára Staða: varnarmaður Núverandi lið: newcastle Tímabil hjá Newcastle: 2007-? Leikir með Newcastle: 29 kannski ekki jafnmikið flopp og hinir kollegar hans en enn einn varnarmaðurinn á listanum. eftir ágætistímabil með villarreal á spáni aðeins tvítugur að aldri sá allardyce mikið í honum. Hann hefði kannski sloppið við sæti á listanum þar sem honum er nú aðeins að vaxa ásmegin stráknum. en það hversu mikið newcastle hélt ekki vatni yfir honum gerir hann að frekar miklu floppi. Hann áttaði sig engan veginn á að mikill munur er á enska og spænska boltanum. þegar hann hafði lokið hlaupum sínum fram skokkaði hann oft létt til baka og skildi stöðu sína eftir auða. þar biðu nú ekki mikið skárri menn til að bjarga því sem bjargað varð eins og listinn sýnir fram á. „stórkost- legur sóknarbakvörður,“ var sagt um hann við undirskriftina. joey barTon engLand Aldur: 26 ára Staða: miðjumaður Núverandi lið: newcastle Tímabil hjá Newcastle: 2007-? Leikir með Newcastle: 28 Hvar er hægt að byrja? tuktúslimurinn og vandræðagemlingurinn joey barton. Hefur leikið fleiri leiki með fótboltaliði fangelsis síns en newcastle. maður sem bryddaði upp á þeirri nýjung að berja liðsfélaga sinn í klessu. ekki gamaldags stympingar, heldur barði hann ousmane dabo í klessu. það „skondna“ í því er að þá snilld fram- kvæmdi hann hjá manchester City og þarf newcastle að súpa seyðið af því. inni á vellinum hefur hann einnig lítið getað enda með það á bak við eyrun að hann sé nýkominn úr fangelsi eða á leið í það. Hversu mikil vandræði hann hefur skapað einu liði á einu og hálfu ári er hreint ótrúlegt. þó að ljótt sé að segja er hann þó ágætur í götuslagsmál- um eins og sást á myndbandi af honum berja einhvern ungling sem átti það ekkert skilið. þetta er eins og ef dabbi grensás væri í breiðabliki. alan smiTh engLand Aldur: 28 ára Staða: framherji Núverandi lið: newcastle Tímabil hjá Newcastle: 2007- Leikir með Newcastle: 33 glöggir lesendur taka eftir að smith er titlaður fram- herji. það er vegna þess að hann er framherji. Lék sem framherji hjá Leeds og keyptur sem framherji til manchester united. þegar allt var með versta móti í herbúðum united og roy keane farinn hélt alex ferguson að smith gæti orðið úrvals harður miðjumaður því hann hafði svipað keppnisskap og keane. Honum skjátlaðist. því keypti sam allardyce hann til newcastle en hann vissi sjálfur ekki alveg hvort hann væri að kaupa hann sem miðjumann eða framherja. þess vegna hefur hann spilað báðar stöður á víxl og verið hreint út sagt ömurlegur. ekki skorað eitt einasta mark. það var hræðilegt fyrir smith að Leeds skyldi falla því þar lék hann best. Hann þarf að færa sig um set einu sinni í viðbót og leika sem framherji. Hann er nefnilega alls ekki slæmur leikmaður (framherji). alberT luque sPÁnn Aldur: 28 ára Staða: vængmaður Núverandi lið: malaga Tímabil hjá Newcastle: 2005-2007 Leikir með Newcastle: 21 Æ, æ, æ. spænski hrellirinn. Luque kom upp í gegnum unglingastarf barcelona en fór snemma til mallorca. þaðan fór hann til deportivo La Coruna þar sem hann varð einn af bestu vængmönnum spænsku deildarinnar. Hraði hans, tækni og ekki síst öll mörkin sem hann skoraði af vængnum héldu mörgum augum stórra liða á þessum fína leikmanni. enska úrvalsdeildin heillaði og peningaflæðið sem þar er. Hans versta ákvörðun hingað til en hann auðvitað vissi það ekki þá. meiðslum þjáður nær allan tímann sem hann var hjá newcastle átti hann ekki sjö dagana sæla. þegar hann svo loksins spilaði gat hann ekkert og var aldrei í takt við neitt sem liðið var að gera. eftir eitt ár á bekknum hjá ajax er Luque núna í malaga á spáni og hefur leikið þrjá leiki á þessu tímabili. Hæðir og lægðir. jean-alain boumsong frakkLand Aldur: 28 ára Staða: varnarmaður Núverandi lið: Lyon Tímabil hjá Newcastle: 2005-2006 Leikir með Newcastle: 47 auðvelt er að ímynda sér stuðningsmenn newcastle fá hroll þegar þeir líta á þá staðrend að boumsong lék 47 leiki fyrir newcastle. eftir frábær ár hjá auxerre í frakklandi hélt hann til bretlands árið 2004. stoppaði þó í tvö ár hjá rangers þar sem hann var þeirra besti maður og vann sér inn landsliðssæti hjá frakklandi. Hann á að baki 24 landsleiki með því svo það sé hér skjalfest. með reynslu af breskum fótbolta og landsleiki fyrir ekki ómerkara landslið en frakkland á bakinu virtist sem newcastle væri að fjárfesta í öflugum miðverði. öflugur eða ekki öflugur gat hann nákvæmlega ekki neitt og kostaði newcastle tvö mörk gegn manchester united á sínu fyrsta tímabili. endalaus vandamál í einkalífinu hjálpuðu ekkert til og þegar að sumri kom var newcastle fljótt að taka tilboði juventus sem þá lék í seriu b.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.