Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Page 46
föstudagur 21. nóvember 200846 Helgarblað DV
Hjúkrunarfræðingur með köllun Colin norris
er fyrsti hjúkrunarfræðingurinn í bretlandi sem dæmdur hefur verið fyrir morð
síðan benjamin geen fékk sautján ára dóm fyrir að myrða tvo sjúklinga árið
2006. Það var talið að ástæðan fyrir morðum Colins hefði verið sú að honum
hefði einfaldlega verið illa við aldrað fólk. Í hans augum var aldrað fólk bara til ama
og engum greiði gerður með því að halda því á lífi. Colin var ákærður fyrir morð á
fjórum konum og eina morðtilraun og álitið að hann hefði haldið áfram að myrða gamalmenni ef
ekki hefði komist upp um hann. Lesið um hjúkrunarfræðinginn sem myrti í næsta helgarblaði dv.
Banvænt hryggBrot
Ricardo Navarro hafði ekki hugsað sér að sleppa hendinni af Svetlönu Orlova. Ofbeldishneigð Navarros
hafði gert hana afhuga honum en hann hugðist nýta sér rauveruleikaþátt til að vinna hjarta hennar aftur.
Frammi fyrir milljónum sjónvarpsáhorfenda fór hann á hnén og bað hennar.
Raunveruleikaþátturinn Diar-
io de Patricia var vinsæll þáttur í
spænsku sjónvarpi. Mögulegum
þátttakendum var gert að nefna til
sögunnar einhvern sem þeir vildu
gjarna hitta og þá yfirleitt í rómant-
ískum tilgangi. Fundinum er síðan
komið á án þess að sú persóna sem
óskað er eftir hafi minnstu hug-
mynd um hvað sé í vændum.
Þetta skipulag gerði Ricardo
Navarro kleift að koma Svetlönu
Orlova í opna skjöldu. Svetlana
var frá Pétursborg í Rússlandi og
hafði búið í Alicante í átta ár og
unnið sem herbergisþerna á hótel-
um. Lífið var ekki létt og hún þurfti
að ala önn fyrir syni sínum, af-
urð sambands hennar og spánsks
manns sem heyrði sögunni til. Þau
höfðu verið nágrannar 2004 og eft-
ir að hafa kynnst nánar hófu þau
búskap.
Svetlönu fannst að lífið brosti
við sér, en það var skammgóður
vermir. Áður en langt um leið kom í
ljós að í Navarro bjó ofbeldishneigð
og hann bæði barði hana og beitti
hana kynferðislegu ofbeldi. Svetl-
ana lét það yfir sig ganga í einhvern
tíma, en síðan varð henni nóg boð-
ið og kærði hann til lögreglunnar.
Navarro fékk sex mánaða skilorðs-
bundinn dóm.
Lofaði bót og betrun
Navarro lofaði bót og betrun og sór
að hann myndi aldrei leggja hend-
ur á Svetlönu á ný. Loforð og iðrun
hans entust jafnlengi og nýársheit
og fyrr en varði hófust barsmíðarn-
ar á ný. Kvöld eitt í október 2007
flýði Svetlana úr íbúð þeirra, blóð
gusaðist úr skurði á höfði hennar,
hár vantaði þar sem Navarro hafði
gripið í hana og ljótt mar var á hálsi
hennar.
Svetlana lagðist grátandi á bekk
í garði þar til vegfarandi einn misk-
unnaði sig yfir hana og kom henni
á spítala.
Í þetta sinn var iðrun Navarros
svo yfirþyrmandi að engu líkara
var en hann meinti það sem hann
sagði. Símhringingum rigndi yfir
Svetlönu, sem hún svaraði ekki,
og sms-skilaboð fylgdu í kjölfar-
ið. Svetlönu sýndist að eina lausn-
in væri að fara heim til Rússlands,
en vegabréfsvandræði vegna sonar
hennar komu í veg fyrir það.
Navarro fékk ellefu mánaða
fangelsisdóm, enn og aftur skil-
orðsbundinn, og var auk þess
bannað að koma í innan við fimm
hundruð metra fjarlægð frá Svet-
lönu.
Navarro leggur á ráðin
Það var þá sem Navarro datt í hug
að notfæra sér raunveruleikaþátt-
inn Diario de Patricia. Hann hafði
sambandi við þáttastjórnendur og
sagði að hann langaði að laga sam-
band sitt og kærustunnar. „Við höf-
um glímt við nokkur vandamál,
en nú langar mig að nota þáttinn
ykkar og biðja hana að giftast mér,“
sagði Navarro við einn þáttastjórn-
andann.
Þáttastjórnendur elskuðu hug-
myndina og leituðu að Svetlönu.
„Hann er náinn þér og kemur langt
að,“ var Svetlönu sagt. Í hennar
huga gat langt að aðeins þýtt Rúss-
land og hún sá tækifæri til að kom-
ast jafnvel heim til Rússlands á ný.
Án þess að hika samþykkti hún að
koma fram í þættinum, sem senda
átti út 14. nóvember.
Svetlana sat í myndverinu og
beið í eftirvæntingu og maðurinn
sem vildi svo ákaft hitta hana nálg-
aðist að baki hennar.Þegar hún sá
hver maðurinn var fór um hana
skjálfti. Hún reyndi að mæla, en
kom ekki upp einu orði.
Kynnirinn, Patricia, talaði fjálg-
lega um Ricardo Navarro, þennan
unga rómantíska mann og ærleg-
an ásetning hans, en Svetönu lang-
aði mest til að öskra, en var það um
megn.
Bónorð og afsvar
Svetlana gat ekki horft á Navarro,
það var líkt og augu hennar væru
sveipuð mistri, en hún skynjaði
að hann kraup fyrir framan hana
og dauðaþögn ríkti í myndverinu.
Navarro rétti hring að henni, rödd
hans var silkimjúk og klökk.
„Þú ert eina konan fyrir mig. Þú
ert mér allt, allt,“ sagði hann með
leikrænum tilþrifum. Svetlana var
sem frosin af skelfingu og fyrir-
munað að stynja upp einu orði.
„Nú, hverju svararðu honum,
Svetlana?“ heyrði hún Patriciu
spyrja, og ekki laust við að óþols
gætti í rómnum.
Svetlana beitti sig hörðu og
tókst loks að finna röddina: „Nei,“
hvíslaði hún.
Þetta var ekki svarið sem Patr-
icia vildi heyra, og ekki svarið sem
Navarro átti von á frammi fyrir
milljónum sjónvarpsáhorfenda.
Hann stóð niðurlægður á fætur og
þátturinn sem átti að enda á stór-
kostlegum nótum rann sitt skeið
vandræðalega á enda.
Hnífur í stað hrings
Nokkrum dögum síðar tók Svetlana
eftir BMW-bifreið sem fylgdi henni
eftir. Hún velti því ekkert frekar fyr-
ir sér. Sonur hennar, sem var orð-
inn fimm ára, átti að vera hjá föður
sínum um helgina.
Á sunnudeginum fór Navarro
heim til Svetlönu, hann vissi að
hún var ein heima. Þegar hún opn-
aði dyrnar sagði hann blátt áfram:
„Ég vil að þú komir til baka og búir
með mér.“ Svar Svetlönu var skor-
inort: „Aldrei!“
Án frekari málalenginga
smeygði hann hendinni inn und-
ir frakkann sinn. En það var ekki
hringur sem hann otaði að henni
í þetta sinn, heldur hnífur. Eftir að
hafa stungið Svetlönu skar hann
hana á háls.
Nágrannar heyrðu ópin í Svet-
lönu og hringdu á sjúkrabíl. Hún
dó morguninn eftir. Lögreglan
handtók Navarro örfáum klukku-
stundum síðar. Hann hafði rakað
á sér höfuðið, kannski í undarlegri
tilraun til að gera sig ósýnilegan.
Ricardo Navarro er í fangelsi og
bíður dóms.
„Við höfum glímt við nokkur vandamál, en
nú langar mig að nota þáttinn ykkar og biðja
hana að giftast mér,“ sagði Navarro við þátta-
stjórnandann.
umsjón: koLbeinn Þorsteinsson, kolbeinn@dv.is
HPI Savage XL
fjarstýrður
bensín
torfærutrukkur, sá stærsti og
öflugasti til þessa.
Nethyl 2, sími 587-0600, www.tomstundahusid.is
SAVAGE XL
Nýkominn
H
ild
ur
H
lín
Jó
ns
dó
tt
ir
/ h
ild
ur
@
dv
.is
Ricardo Navarro með
hringinn virtist fyrirmunað að
skilja að svetlana vildi ekkert
með hann hafa.
Svetlana Orlova varð
skelfingu lostin þegar hún
sá hver það var sem
kominn var í myndverið.