Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2008, Síða 56
„Við náttúrlega þekkjumst öll frek-
ar vel og þetta var bara nokkuð sem
okkur langaði til að gera,“ segir Birgir
Ísleifur Gunnarsson, söngvari hljóm-
sveitarinnar Motion Boys, um tildrög
stórtónleika sem fram fara á NASA í
kvöld, föstudagskvöld. Þar koma fram
ásamt Motion Boys hljómsveitirnar
Hjaltalín, Sprengjuhöllin og nýliðarn-
ir í hljómsveitinni Sykur sem sjá um
upphitun.
„Í Sykur er einmitt strákur sem
heitir Halldór Eldjárn og er bróðir
vinar míns, Ara Eldjárn, en ég og Ari
vorum saman í hljómsveitinni Lond-
on þegar við vorum í MH. Svo það
verður spennandi að sjá hvernig litli
bróðir félaga míns stendur sig á svið-
inu í kvöld.“
Birgir segir að sveitirnar ætli að
reyna að koma sem mest inn í giggið
hver hjá annarri og þeir í Motion Boys
séu meðal annars að vinna í því að fá
Sprengjuhöllina til liðs við sig í einu
lagi. „Við ætlum að vera með eitthvað
óvænt í kvöld. Svo erum við að reyna
að dobla strákana í Sprengjuhöllinni
til að sjá um raddir með okkur í ein-
hverju laginu og jafnvel að fá krakk-
ana í Hjaltalín með okkur í það líka.“
Hjaltalín, Motion Boys og
Sprengjuhöllin hafa ekki spilað sam-
an síðan í Iðnó á síðasta ári en það
voru einmitt fyrstu tónleikar Motion
Boys. „Þá fór einmitt rafmagnið af
húsinu þegar við vorum að spila. Svo
það var kominn tími til að kýla aftur
á eitthvað svona skemmtilegt,“ segir
Birgir.
Tónleikarnir hefjast klukkan ell-
efu í kvöld og standa yfir fram á rauða
nótt. Miðasala er í fullum gangi á
midi.is en auk þess er hægt að kaupa
sig inn við innganginn á NASA.
krista@dv.is
föstudagur 21. nóvember 200856 Tónlist
Forhlustun á Myspace
Hljómsveitin guns n‘ roses ætlar að bjóða aðdá-
endum sínum upp á forhlustun á langþráðri plötu
sveitarinnar, Chinese democracy, á myspace í
dag. Platan sjálf, sem hefur verið í heil sautján ár í
bígerð, kemur hins vegar ekki út fyrr en tuttugasta
og fjórða nóvember. Hægt verður að hlusta á plöt-
una á síðunni: myspace.com/gunsnroses.
umsjón: krista Hall, krista@dv.is
Vinahljómsveitirnar Hjaltalín, Motion Boys
og Sprengjuhöllin spila saman á NASA í
kvöld. Birgir Ísleifur, söngvari Motion Boys,
segir að sveitunum hafi fundist tími til kom-
inn að kýla á eitthvað skemmtilegt.
Kýla á góða
sKeMMtun
Á útgáfutónleikum
í Íslensku óperunni.
sprengjuhöllin sendi
nýlega frá sér plötuna
bestu kveðjur.
dv mynd: rakel ósk
Hjaltalín á Airwaves. Hljómsveitin átti
vinsælasta lag sumarsins.
Gleðipoppararnir í Motion Boys.
vinasveitirnar þrjár ætla að spila sem
mest hver með annarri í kvöld.