Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2008, Side 15
miðvikudagur 26. nóvember 2008 15Umræða
Hver er maðurinn? „margrét
Pétursdóttir.“
Hvað drífur þig áfram? „réttlætis-
kennd.“
Hvar ólstu upp? „Í reykjavík.“
Við hvað lékstu þér helst sem
barn? „Það voru bara útileikir með
krökkunum í hverfinu held ég.“
Hvað er uppáhaldsmaturinn
þinn? „villibráð.“
Ertu vön að halda ræðu fyrir
svona stóran hóp? „nei, þetta var í
fyrsta skipti sem ég geri það.“
Hvernig var tilfinningin? „Hún var
mjög góð um leið og ég sá fólkið í
salnum og gat horft framan í það.“
Hefurðu fengið einhver
viðbrögð við ræðunni á
borgarafundinum? „Já, ég hef
fengið rosalega mikil og góð
viðbrögð alls staðar að og ég þakka
fyrir það.“
Er von á kvennaframboði? „nei.
Það er ekki ákveðið en það er í
gerjun. Ég get þó sagt að kosninga-
skrifstofa verður opnuð mjög
fljótlega.“
Mætir þú á mótmælin á
Austurvelli á laugardögum? „Já.
Ég hef ekki mætt í öll skiptin en ég
klifraði upp í styttuna á þeim
síðustu.“
Hvað er fram undan? „Það er
margt í boði. Það er búið að bjóða
mér margt og meðal annars að vera
með ræðu á næsta útifundi á
austurvelli. Svo eru fjölmiðlar á
bakinu á mér.“
Hver er draumurinn? „réttlátt,
jafnt og húmorískt þjóðfélag.“
TreysTir þú ríkissTjórninni?
„Ég treysti henni ekki mjög vel. en ég
er ekki á því að kjósa strax, það á frekar
að gera í vor. en það er rétt að kjósa
aftur. Ég verð samt að viðurkenna að
þeir voru seinir að bregðast við.“
Gylfi ÓskArsson
58 ára bÍlvirki.
„Já, vegna þess að mér finnst
maðurinn bröndóttur. Og við höfum
ekkert skárra. Sjálfsagt hafa þeir ekki
séð alla hluti fyrir frekar en margir aðrir.
dálítið flókið allt saman.“
JÓnAs GunnlAuGsson
80 ára ellilÍfeyriSÞegi.
„Já, ég geri það nú. Það á hins vegar að
kjósa aftur. Þá til þess að endurnýja
umboðið.“
ÓlAfur siGurðsson
52 ára vÉlStJóri.
„Ég treysti þeim ekki. Öllu sem þau
hafa gert hafa þau klúðrað, eiginlega
bara gert illt verra. Ég vil kosningar.“
GunnlAuGur Atli tryGGVAson
18 ára nemi.
Dómstóll götunnar
MArGrét PétursdÓttir
verkakona sló í gegn á borgarafundi
sem haldinn var í Háskólabíó
síðastliðið mánudagskvöld. margrét
er mjög virk í pólitíkinni og er í flokki
vinstri-grænna sem og femínistafé-
lagi Íslands. einnig er hún virk í
fjölmiðlahópi neyðarstjórnar kvenna.
á borgarafundinum talaði hún í
fyrsta skipti frammi fyrir hópi.
Klifraði upp
í styttuna
„Ég treysti ríkisstjórninni, en það á að
skipta um stjórnina í seðlabankanum.
Það finnst mér. ekki tímabært að kjósa
enn sem komið er.“
MArtin GrAbowski
56 ára læknir.
Launakjör bankastjóra nýju ríkis-
bankanna hafa vakið mikla andúð
og fordæmingu alls almennings og
ekki að ástæðulausu. Fyrir liggur að
mánaðarlaun þeirra eru frá 1.700.000
kr. á mánuði upp í 1.950.000 kr. auk
ýmissa hlunninda sem meta má til
tugþúsunda á mánuði. Ganga má út
frá því að launakjör annarra æðstu
stjórnenda ríkisbankanna, sem ekki
taka laun samkvæmt kjarasamn-
ingum, dragi dám af þessum öfga-
fullu ofurlaunum bankastjóranna
sem vel að merkja eru ríkisstarfs-
menn. Björgvin G. Sigurðsson, við-
skiptamálaráðherra og æðsti yf-
irmaður ríkisbankanna sem réð
ríkisbankastjórana, hefur gagnrýnt
þessi launakjör opinberlega og Ág-
úst Ólafur Ágústsson, formaður við-
skiptanefndar Alþingis, hefur tek-
ið í sama streng. Þeir segja réttilega
launin vera alltof há og sérkennilegt
að bankastjórarnir taki laun sem
nemi tvöföldum mánaðarlaunum
ráðherra.
tvískinnungur orða og athafna
Í ljósi þessara ummæla er ámælis-
verður tvískinnungur fólginn í því
að hvorki viðskiptaráðherra né for-
maður viðskiptanefndar Alþingis
hafa lyft litla fingri til að samræma
launakjör bankastjóranna og ann-
arra yfirmanna bankanna við starfs-
kjör annarra æðstu starfsmanna
ríkisins. Þeim var og er í lófa lagið,
aðeins með því að beita fyrirmæl-
um, að sjá til þess að samræmis
sé gætt í starfskjörum bankastjóra
og þjóðkjörinna manna, dómara,
ráðherra, ráðuneytisstjóra, skrif-
stofustjóra í Stjórnarráði Íslands,
forstöðumanna ríkisstofnana og
annarra ríkisstarfsmanna sem svo
er háttað um að þau geta ekki ráð-
ist með kjarasamningum á venju-
legan hátt vegna eðlis starfanna eða
samningsstöðu. Björgvin G. og Ág-
úst Ólafur hafa haft ærin tækifæri
til úrbóta í tæpar sjö vikur. Þeir gátu
einnig stýrt ráðningakjörum ríkis-
bankastjóranna. Það er einfaldlega
svo að hér fylgir hugur ekki máli.
Verkin tala annað mál en tungutak-
ið.
tillögur til úrbóta felldar
Fimmtudaginn 6. nóvember síðast-
liðinn mælti viðskiptaráðherra fyr-
ir frumvarpi til laga um breytingu á
lögum um fjármálafyrirtæki. Ég tók
þátt í störfum viðskiptanefndar um
málið fyrir hönd Vinstrihreyfing-
arinnar - græns framboðs og lagði
meðal annars til eftirfarandi tillögur
um breytingu á lögunum:
„Kjararáð ákveður laun og starfs-
kjör bankastjóra fjármálafyrirtækja
sem eru í meirihlutaeigu ríkisins og
annarra starfsmanna þegar svo er
háttað um laun þeirra og starfskjör
að þau geta ekki ráðist með samn-
ingum á venjulegan hátt vegna eðlis
starfanna og samningsstöðu“ og enn
fremur: „Um fjármálafyrirtæki sem
eru í meirihlutaeigu ríkisins gilda
ákvæði stjórnsýslulaga nr. 37/1993,
og upplýsingalaga nr. 50/1996.“
Fyrri tillöguna rökstuddi ég með
því að með henni væri í eitt skipti
fyrir öll snúið af braut öfgafullrar
launaþróunar innan einkabankanna
sálugu, burt af braut ofurlauna, bón-
usgreiðslna og kaupréttarsamninga.
Síðari tillögunni var ætlað að tryggja
réttaröryggi og jafnræði borgaranna
í samskiptum við ríkisbankana og
auka gegnsæi. Sá leyndarhjúpur
sem umlukti starfsemi einkabank-
anna var gróðrarstía græðgi og mis-
réttis og leiddi ásamt öðru til efna-
hagshrunsins. Þessar tillögur voru
felldar af þingmönnum og ráðherr-
um ríkisstjórnar Samfylkingarinn-
ar og Sjálfstæðisflokksins. Björgvin
G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og
Ágúst Ólafur Ágústsson, formað-
ur viðskiptanefndar, snerust einnig
gegn þessum tillögum. Þeir segja
eitt en gera annað. Ég læt lesendum
eftir að dæma um trúverðugleika
þeirra og heilindi.
Ríkisstjórnin blessar ofurlaunin
kjallari
Atli
GíslAson
alþingismaður skrifar
„Björgvin G. og Ág-
úst Ólafur hafa haft
ærin tækifæri til úr-
bóta í tæpar 7 vikur.
Þeir gátu stýrt ráðn-
ingarkjörum.“
svona er íslanD
1 nauðgunaratriði úr
dagvaktinni endurgert
Ottó gunnarsson hefur endurgert
umdeild atriði úr dagvaktinni þar sem
gugga nauðgar ólafi. Hann hefur hins
vegar snúið við kynjahlutverkunum, nú
er nauðgarinn karl og fórnarlambið kona.
2 Geir: Við steingrímur
erum svo góðir félagar
forsætisráðherra gerir lítið úr því að
Steingrímur J. Sigfússon virtist ýta við
honum á alþingi í fyrradag. Steingrímur
reiddist þegar björn bjarnason sakaði
hann um að tefja fyrir rannsókn á
bankahruninu.
3 Þingmenn fá meiri
aðstoð en hungraðir
mun meiri fjármunum er varið í
aðstoðarmenn þingmanna en ríkið veitir
til fjölskylduhjálpar Íslands.
4 Morðið á Hrafnhildi
enn óupplýst
lögreglan í dóminíska lýðveldinu bíður
eftir dna-rannsókn áður en frekar verður
aðhafst vegna morðsins á Hrafnhildi lilju
georgsdóttur.
5 börnum Pamelu strítt
villt líferni Pamelu anderson hefur bitnað
á sonum hennar sem hafa orðið fyrir
aðkasti.
6 ofbeldisstrákum vísað úr skóla
Piltarnir þrír sem réðust á jafnaldra sinn
fyrir helgi hafa verið reknir úr skóla.
7 Geir: fólk var bara að fá útrás
forsætisráðherra segir fundinn í
Háskólabíói ekki hafa verið átakafund.
mest lesið á dv.is maður Dagsins