Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1910, Page 232
226
1896- -1900 (meðaltal) ...... 10900
1901—1905 ( -»— ).......... 13000
1905— 6................. 14255
1906— 7 16458
1907— 8................. 19067
Nokkru meiri eru útgjöld sveitarsjóðanna til greiðslu vaxta oij afborgana a/
lánum. Var þelta fyrst tekið upp sem sjerstakur liður í sveitarreikningunum 1904
—5, en ennþá vantar sundurliðun á, hvað mikið af þessu eru vexfir og hvað mikið
afborganir. Pessi útgjöld hafa verið samkvæmt sveitarsjóðsskýrslunum:
1904— 5 ................... 20987 1906—7 ......................... 17229
1905— 6 ................... 17156 1907—8 ......................22982
Kostnaðnr við refaveiðar er minsti útgjaldaliðurinn, sem tilgreindur er sjer-
staklega. Hann nam 8670 kr. árið 1907—8.
Þá er enn einn úlgjaldaliður, sem vafasamt er, hvort rjett er að telja með
hreinum útgjöldum sveitarsjóðanna. Það er fje, sem sett er á vöxtu eða varið til
kaupa á fasteignum. í rauninni er það Ije einungis flutt til, brej'tl í höfuðstól og
flutl sjer í reikningnum yfir tekjur og gjöld yfir í efnahagsreikninginn. Þetta fje hef-
ur numið samkvæmt sveitarsjóðaskýrslunum síðan 1904—5, að byrjað var að setja
það í sjerstakan lið:
1904— 5 ...
1905— 6
8464 1906—7 .................... 8534
8127 1907—8 ....... .......... 15247
Þá eru loks ijinisleg útgjöld, sem ekki eru tilgreind sjerstaklega á öðrum liðum.
Er það hæsti útgjaldaliðurinn, þá er útgjöldin lil fátækraframfæris eru skilin undan
1904—5 voru 2 nýir liðir aðgreindir frá þessum lið, greiðslur vaxta og afborgana, og
fje seltá vöxtu eða varið til fasteignakaupa, en liann er samt enn svo hár, að ekki
mun vanþörf á að sundurliða þessi gjöld nánar. Samkvæmt sveitarsjóðaskýrslunum
hefur þessi liður verið:
1904— 5................... 61838 1906—7 .................... 89984
1905— 6 ................ 66180 1907—8 ................. 71576
Að liður þessi er svo miklu hærri 1906—7 lieldur en hin árin er ekki ólík-
legt að stafi af ónákvæmni í skýrslunum. Benda má á í því sambandi, að úr
Reyðaríirði vantaði skýrslu það ár og er ekki ósennilegt, að töluvert aí þeirri upp-
hæð, sem þar hefur verið selt i ýmisleg útgjöld, ætti að vera annarstaðar, einkum í
eftirslöðvum, enda þótt skýrslurnar næsta ár á eftir ekki tilgreindu neinar eftirstöðv-
ar i byrjun þess fardagaárs.
3. Efnahagur. Skýrslurnar um eignir og skuldir hreppanna munu vera þær,
sem minst verður bygt á, því að þar sem sumir hreppar ekki telja aðrar eignir held-
ur peninga, sem lil eru í sjóði, eða jafnvel ekki einu sinni það, þá telja aðrir jafn-
vel allt það sem veitt hefur verið til fátækraframfæris með eignum sem útistandand
skuldir, á meðan þeir eru á lífi, sem það liafa þegið. Sumir hreppar telja engar
fasteignir með eignum, aðrir einungis þær, sem gefa arð af sjer, svo sem jarðir, en
aðrir einnig þær, sem eru óarðberandi, svo sem þinghús o. íl. Þegar svo allar þess-
ar ósamræmu stærðir eru lagðar saman, verður auðvitað ekki heil brú í útkomunni.
Auðvitað er það alveg rjett, að telja allar þær legundir eigna, sem nefndar hafa ver-
ið, en ekki allar í einu lagi, heldur hverja út af fyrir sig. Fj’ren það er gjört verð-
ur ekki hægt að gjöra sjer nokkra ljósa grein fyrir efnahag sveitarsjóðanna af sveit-
arsjóðaskýrslunum. Samkvæmt skýrslunum voru eignir hreppanna:
í fardögum 1901 523 þús. kr.
- — 1908 579 — —