Fréttablaðið - 22.01.2016, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.01.2016, Blaðsíða 4
 ÚTSALA Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Skoðið úrvalið á www.grillbudin.is Opið laugardag kl. 11-16 VELDU GRILL SEM EN DAST OG ÞÚ SPARA R • Orka 18,7 KW = 64.000 BTU • 4 brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • Tvöfalt einangrað lok m. mæli • Postulínsemaleruð efri grind • Rafkveikja fyrir alla brennara • Gashella • Auðveld þrif Landmann gasgrill Avalon 4ra brennara Er frá Þýskalandi FULLT VERÐ 139.900 104.925 18,7 KW Úts ölu nni lýk ur á la uga rda g 25% afslátt ur Heilbrigðismál „Það endurspeglast í svari ráðherra að það sé lítill áhugi á þessum málaflokki,“ segir Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks. Hún sendi fyrir- spurn til umhverfis- og auðlindaráð- herra eftir frétt Fréttablaðsins um svartan markað húðflúrara. Í frétt- inni kom fram óánægja þaulvanra húðflúrara með eftirlitsleysi yfir- valda á húðflúrmarkaðnum enda stundi margir greinina án þekking- ar, réttra tækja eða tilskilinna leyfa. Jóhanna spyr meðal annars hvort ráðherra hafi kynnt sér löggjöf annarra Norðurlanda um húðflúrun og hvort ráðherra hafi í hyggju að leggja til að starfsheiti húðflúrara verði löggilt. Svar ráðherra við spurningunum tveimur er stutt og skýrt. Einfaldlega nei. Í svarinu við hvort ráðherra muni beita sér fyrir setningu reglna um starfsemi húðflúrstofa kemur fram að Embætti landlæknis telji þörf á frekari fræðslu fyrir húðflúrara. Fulltrúar frá Embætti landlæknis, Umhverfisstofnun og heilbrigðis- nefndum sveitarfélaga þyrftu að fræða um sýkingarhættu, sótt- hreinsun, dauðhreinsun og hvað beri að varast. Einnig um lög og reglur, starfsleyfisskilyrði og eftirlit. Fram kemur að Umhverfisstofnun muni taka málið aftur upp í kjölfar fyrirspurnar Jóhönnu. „Ég vonaðist til þess að það yrði farið í að kanna þetta enn frekar. Til dæmis að gera þetta að löggildu starfi og læra af nágrönnum okkar. Ég vonaði líka að tekið yrði betur undir skoðanir landlæknis. Það er til dæmis ekkert sem bannar mér að kaupa tattúvél og byrja að húðflúra, ég má bara ekki selja þjónustuna,“ segir Jóhanna María. Í svari ráðherra kemur enn fremur fram að sextán húðflúrstofur séu með starfsleyfi hér á landi og að ekki sé haldin sérstök skrá yfir tilvik í heilbrigðiskerfinu sem rekja má til húðflúrunar. – ebg Ráðherra stefnir ekki að því að löggilda starfsheiti húðflúrara skólamál Síðustu daga hafa verið fluttar fréttir af þrjátíu kennurum Melaskóla sem hótað hafa uppsögn við skólann ef skólastjórinn, Dagný Annasdóttir, kemur aftur til starfa í lok mars eftir veikindaleyfi. Þó er enn mjög á huldu hvar vandinn nákvæmlega liggur. Í Stundinni var birt nafnlaust viðtal við kennara í Melaskóla sem sagði Dagnýju leggja kennara í ein- elti og stjórna með harðri hendi. Engin sértæk dæmi eru tínd til. Dagný vill ekki tjá sig um málið í fjölmiðlum. „Með hagsmuni barnanna í skólanum að leiðarljósi tel ég ekki rétt að tjá mig um málið,“ útskýrir hún. „Afstaða mín byggist líka á því að halda eins mikinn frið um skólastarfið og mögulegt er við þessar aðstæður.“ Mætti strax mikilli andúð Í fimm áratugi, frá árinu 1959 til 2013, tók innanhússmaður við stöðu skólastjóra í Melaskóla. Í flestum tilfellum erfði aðstoðarskólastjóri stöðuna. Fyrir þremur árum var sú hefð brotin þegar Dagný var ráðin skólastjóri en sextán sóttu um stöð- una, þar á meðal starfandi aðstoðar- skólastjóri Melaskóla. Kennari við Melaskóla sem Frétta- blaðið ræddi við segir Dagnýju aldrei hafa fengið tækifæri innan veggja skólans og hún hafi strax mætt mikilli andúð. Hann segir kennararæði ríkja í skólanum og fólk alls ekki tilbúið að taka stjórn. Því hafi tilburðir Dagnýjar til að taka stjórnina fallið í grýttan jarð- veg. Hún hafi þurft að fara í erfiðar aðgerðir, niðurskurð og fylgja kjara- samningum, en uppskorið persónu- lega óvild í sinn garð. Kennarinn vill ekki koma fram undir nafni af ótta við útskúfun í kennarahópnum en hann segir mik- inn þrýsting vera meðal kennara- hópsins að koma Dagnýju úr starfi. Fullyrðir hann að margir kennarar sem skrifuðu undir undirskrifta- listann hafi verið beittir þrýstingi til þess og ótti sé ríkjandi við sterka kennaraklíku sem gangi hvað harð- ast gegn Dagnýju. Ómöguleiki í kringum Dagnýju Annar kennari sem Fréttablaðið ræddi við segir upplifun sína af skólastjóranum stangast á við það sem komið hefur fram í fjöl- miðlum. Hann segir Dagnýju vissu- lega hafa viljað gera breytingar þegar hún hóf störf – en margar hafi verið mjög af hinu góða – enda tækjakostur og húsnæði í niður- níðslu. Kennarinn tekur dæmi um kaffistofu kennara. Hún hefur alltaf verið tvískipt og lengi verið vilji kennara að sameina stofuna. Þegar Dagný réðst í það verk þá varð mikil óánægjubylgja meðal kennara. Segir kennarinn að þetta sé dæmi um þann ómöguleika sem ríkir í kringum skólastjórann. Síðustu ár erfið fyrir skólastjóra Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, for- maður Skólastjórafélags Reykja- víkur, fordæmir einhliða umfjöllun fjölmiðla síðustu daga. „Mér finnst þetta óvægið og fjölmiðlar eiga ekki að vinna svona. Þetta snýst um manneskju og þetta eru alvarlegar ásakanir. Þessi einhliða umfjöllun hefur áhrif á traust til skólans og getur skaðað starfsemina,“ segir hún. Aðspurð hvort ábyrgðin liggi ekki hjá kennurum Melaskóla, játar hún því. „Þetta á að fara í eðlilega ferla. Ef fólk hefur áhyggjur af stjórnun í skólanum á það að láta vita á réttum stöðum. En ekki fara í fjölmiðla.“ Guðlaug segir síðustu ár hafa verið erfið fyrir skólastjórnendur. Það hafi hún heyrt úr fleiri en einni átt. „Við erum oft í því hlutverki að ganga inn í mál, skera niður og semja við okkar fólk um önnur kjör og aðrar aðstæð- ur. Þetta er ekki alltaf vinsælt.“ Frá hruni hefur verið skorið niður í skólakerfinu og nýir kjarasamning- ar hafa ekki farið vel í alla kennara. „En stjórnandi þarf að taka ábyrgð- ina og taka erfiðar ákvarðanir. Það er hans starf.“ Guðlaug ítrekar að það eigi að fara réttan farveg í svo viðkvæmum málum. „Mér finnst þetta forkastan- legt og að draga foreldra út í þetta finnst mér skelfilegt. Svo eru stjórn- endur bundnir trúnaði og geta ekki varið sig.“ erlabjorg@frettabladid.is Gagnrýna einhliða og grimma umræðu Kennarar við Melaskóla segja framgang samkennara undarlegan og vegið að mannorði skólastjórans. Formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur segir umræðuna forkastanlega. Síðustu ár hafi niðurskurður og nýir kjarasamningar verið óvinsæl verkefni skólastjóra. Börn í Melaskóla standa hönd i hönd á skólalóðinni en samheldnin virðist minni meðal starfsmanna skólans. FréttaBlaðið/VilhelM En stjórnandi þarf að taka ábyrgðina og taka erfiðar ákvarðanir. Það er hans starf. Guðlaug Erla Gunn- arsdóttir, formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur stjórnsýsla Fjármálaráðuneytið hefur tekið þá ákvörðun að bjóða út farmiðakaup stjórnarráðsins í febrúar og í framhaldi af því verði kaupum annarra ríkisstofnana á flugfarmiðum boðin út. Félag atvinnurekenda hefur ítrekað sent fyrirspurnir til ráðu- neytisins um málið þar sem ríkið hafi brotið lög um opinber inn- kaup með því að bjóða ekki út flugfarmiða opinberra stofnana ríkisins. Í tilkynningu ráðu- neytisins segir að ráðuneytið hafi í samstarfi við önnur ráðuneyti, Fjársýslu ríkisins og Ríkiskaup unnið að undirbúningi undan- farin misseri. „Við fögnum því að fá loksins einhver viðbrögð úr ráðuneytinu. Það er fagnaðarefni að hreyfing sé að komast á málið eftir meira en þriggja ára brot ríkisins á lögum um opinber innkaup,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. – sa Ríkið býður út farmiðakaup í febrúar Það er til dæmis ekkert sem bannar mér að kaupa tattúvél og byrja að húðflúra, ég má bara ekki selja þjónustuna. Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Fram- sóknarflokksins Framiðakaup ríkisins verða boðin út. FréttaBlaðið/VilhelM Það er fagnaðarefni að hreyfing sé að komast á málið eftir meira en þriggja ára brot ríkisins á lögum um opinber innkaup. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Með hagsmuni barnanna í skól- anum að leiðarljósi tel ég ekki rétt að tjá mig um málið. Dagný Annasdóttir, Skólastjóri Melaskóla 2 2 . j a n ú a r 2 0 1 6 F Ö s t U D a g U r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð 2 1 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 3 D -0 E F 8 1 8 3 D -0 D B C 1 8 3 D -0 C 8 0 1 8 3 D -0 B 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 2 1 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.