Fréttablaðið - 27.01.2016, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 27.01.2016, Blaðsíða 13
Misskilnings gætir í leiðara Fréttablaðsins þann 25. janúar sl. þar sem fram kemur að grunn- og framhalds- skólum sé gert að umreikna ein- kunnir nemenda sinna úr bók- stöfum yfir í tölustafi. Svo er ekki. Það er engin skylda og í raun ekki ætlast til þess nema að skólarnir kjósi það sjálfir. Samkvæmt upp- lýsingum frá skólameisturum framhaldsskóla munu þeir fyrst og fremst raða einkunnum umsækj- enda eftir bókstöfum við innritun í vor. Úr leiðaranum má einnig lesa að inntaka í framhaldsskóla verði hugsanlega flóknari og erfiðari en verið hefur. Svo er ekki. Þvert á móti ætti framhaldsskólum að reynast auðveldara að innrita nemendur eftir nýja matskvarð- anum þar sem einkunnir á honum eru sambærilegri milli skóla en var í gamla kerfinu. Svo dæmi sé tekið þurfa nemendur með einkunnina B að hafa hæfni til að geta hafið nám á hæfniþrepi tvö í fram- haldsskóla. Þetta er mikil bót frá því sem var, þar sem mismunandi forsendur lágu að baki einkunna- gjöf í gamla kerfinu og einkunnir úr ólíkum skólum þýddu ekki endilega það sama. Til dæmis gat mismunandi hæfni legið að baki einkunnarinnar 8 á milli skóla og má því nærri geta að samanburður á meðaltalseinkunnum, þar sem ekki er gengið út frá sömu for- sendum, er ekki góður grunnur til inntöku nemenda. Auðveldar samanburð Í nýrri aðalnámskrá er öllum gert að ganga út frá sömu forsendum í einkunnagjöf. Það auðveldar samanburð á einkunnum nem- enda milli skóla og þar með inn- töku nemanda í framhaldsskóla þar sem fleiri umsóknir eru um skólavist en skólar geta tekið við. Auðveldara er fyrir nemendur að átta sig á því hvaða hæfni ligg- ur að baki útskriftareinkunnum þeirra en áður. Þeir geta einfald- lega flett upp hæfniviðmiðum í viðkomandi námsgrein til að átta sig á því hvaða hæfni er krafist til að fá einkunnina B, svo dæmi sé tekið. Framhaldsskólarnir eru flestir, ef ekki allir búnir að setja sér viðmið um inntöku nemenda í framhalds- skóla út frá bókstafseinkunnum og birta á heimasíðum sínum. Þeir munu standa vel að innritun líkt og þeir hafa gert hingað til. Vert er að geta þess að langstærstur hluti nemenda fær þá skólavist á fram- haldsskólastigi sem hann óskar eftir. Þannig fá 85 prósent nem- enda inni í þeim skóla sem þeir tiltaka sem fyrsta val og 13 prósent til viðbótar í þeim sem þeir tiltaka í annað val. Á því verður engin breyting þótt nýr matskvarði hafi verið tekinn upp. Til að auðvelda kennurum að gefa einkunnir eftir nýja náms- matskvarðanum með áreiðan- legum og réttmætum hætti mun starfsfólk Menntamálastofnunar og mennta -og menningarmála- ráðuneytis funda með kennurum og skólastjórnendum um land allt í febrúar og gefa ráð um hvernig best sé að standa að einkunnagjöf í vor. Samtímis verður birt fræðslu- efni á heimasíðu Menntamála- stofnunar sem ætlað er kennurum. Einnig verður gefið út kynningar- efni fyrir nemendur og foreldra. Kjósi Fréttablaðið að kynna sér málið betur verða frekari upp- lýsingar fúslega veittar. Bókstafir eða tölur? Stutt athugasemd við leiðara Ríkisstjórnin boðaði bætta lýðheilsu þegar hún tók við völdum. Lýðheilsunefnd var stofnuð þar sem lýðheilsa og for- varnarstarf er sagt vera meðal for- gangsverkefna ríkisstjórnarinnar. Af einhverjum ástæðum hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið stefnu gegn forvarnarstarfi með því að leggja fram áfengisfrumvarpið. Hvernig virka forvarnir? Því hefur verið haldið fram að með því að samþykkja áfengisfrumvarp- ið verði hægt að leggja meira í for- varnir. Okkur langar því að útskýra í hverju bestu áfengisforvarnir fel- ast samkvæmt rannsóknum. 1. Að hækka verð. Því dýrari sem varan er, þeim mun færri neyta hennar. 2. Að takmarka aðgengi. Eftir því sem minna aðgengi er, þeim mun færri neyta vörunnar. 3. Að banna auglýsingar á vörunni. Því minna sýnileg sem varan er þeim mun  ólíklegra er að fólk kaupi hana. 4. Að fræða. Eftir því sem fleiri fræðast um skaðsemi vörunnar, þeim mun færri neyta hennar. Forvarnir hafa sýnt sig virka best með þessum fjórum aðferðum. Við sannreyndum það hérlendis þegar unnið var í tóbaksforvörnum. Áfengisneysla mun aukast ef frumvarpið nær í gegn. Það hefur fjöldi rannsókna sýnt, enda stendur það í frumvarpinu sjálfu. Beint samband er á milli aukinnar áfengis neyslu og fjölgunar sjúk- dóma og samfélagsvandamála. Okkur þykir það undarlegar for- varnir sem miða að því að fjölga til- fellum heimilisofbeldis til að geta lagt meiri pening í forvarnir gegn heimilisofbeldi, fjölga krabba- meinstilfellum til að geta komið í veg fyrir krabbamein og fjölga tilfellum ölvunaraksturs til að geta sent fleiri lögreglumenn út á götuna. Bestu áfengisforvarnir samkvæmt rannsóknum eru til staðar hérlendis í dag. Enda hefur árangurinn verið góður hingað til. ÁTVR og áfengisforvarnir ÁTVR rekur skýra forvarnarstefnu sem hefur leitt af sér minni neyslu og lægri sjúkdómatíðni vegna áfengisneyslu og þar af leiðandi minni kostnað fyrir samfélagið. Ísland er í fararbroddi í forvörnum gegn áfengisneyslu eins og fyrir- komulagið er í dag. Hérlendis hefur tekist að minnka tíðni áfengis- neyslu meðal ungmenna úr 42% í undir 5% á rúmum 15 árum. Til okkar leita aðrar borgir í Evrópu. Ljóst er að verði ÁTVR lagt niður mun áfengisneysla í samfélaginu aukast, enda stendur það skýrum stöfum í áfengisfrumvarpinu. Hvað með börnin? Unglingar eru þrefalt líklegri til að geta keypt sér áfengi í matvöru- búð en áfengisbúð og með auknu aðgengi hefja þeir áfengisneyslu yngri en ella og þeir sem neyta áfengis innbyrða meira magn. Líkur á að þeir leiðist út í fíkniefni aukast því sýnt hefur verið fram á beina fylgni á milli ungs aldurs við áfengisneyslu og fíkniefnaneyslu. Sjálfstæðisflokkurinn vill auka aðgengi að áfengi sem leiðir af sér að neysla unglinga eykst. Hvers konar forvarnarstarf er það? 1,4 milljarðar arður ÁTVR í ríkissjóð ÁTVR hefur alla tíð verið rekið með hagnaði og árið 2014 fékk ríkissjóður 1,4 milljarða í arð- greiðslu frá ÁTVR. Það er því eðli- legt að Hagar og aðrir einkaaðilar hafi áhuga á að fá áfengissöluna til sín. Þá fer allur ágóðinn beint í vasa þeirra en ekki til samfélags- ins. Samfélagið situr uppi með kostnaðinn en fær ekki tekjurnar af sölunni. Væri ekki nær að þessir 1,4 milljarðar færu í uppbyggingu heilbrigðiskerfisins og stofnana eins og Vogs? Hver á að sjá um sölu á áfengi og tóbaki? Það er vel þekkt fyrirkomulag að einkaaðilar sjái um rekstur áfengis- sölu en af hverju vilja sjálfstæðis- menn endilega fá áfengi í mat- vörubúðir þegar viðvörunarbjöllur hringja úr öllum áttum? Það er vel hægt að selja ÁTVR til einkaaðila án þess að áfengi komi nokkurn tíma í matvörubúðir. Að færa áfengi í matvörubúðir er dæmi um ólýðheilsulegustu stefnu sem hugs- ast getur. Það eru allir sérfræðingar í áfengisforvörnum sammála um. Erum við að horfa upp á tíma þar sem þingmenn treysta ekki mati sérfræðinga og taka eiginhagsmuni fram fyrir hagsmuni alls samfélags- ins? Þegar um svona mikilvæg mál- efni er að ræða þá skiptir engu máli hvaða tilfinningar eða skoðanir hver og einn hefur. Staðreyndir og rannsóknir eiga að fá að njóta vafans þegar um er að ræða mál- efni sem snertir alla þjóðina. Ríkisstjórn með lýðheilsu eða á móti? Auðveldara er fyrir nem- endur að átta sig á því hvaða hæfni liggur að baki út- skriftareinkunnum þeirra en áður. Gylfi Jón Gylfason sviðsstjóri mats­ sviðs hjá Mennta­ málastofnun Það er vel hægt að selja ÁTVR til einkaaðila án þess að áfengi komi nokkurn tíma í matvörubúðir. Að færa áfengi í matvörubúðir er dæmi um ólýðheilsulegustu stefnu sem hugsast getur. Lára G. Sigurðardóttir læknir hjá Krabbameinsfé­ laginu og doktor í lýðheilsuvís­ indum Sigríður Kr. Hrafnkelsdóttir lýðheilsufræðing­ ur og Formaður félags lýðheilsu­ fræðinga s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 13M i ð V i k u D A G u R 2 7 . j A n ú A R 2 0 1 6 2 6 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K _ N Ý.p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 4 7 -C 3 4 8 1 8 4 7 -C 2 0 C 1 8 4 7 -C 0 D 0 1 8 4 7 -B F 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.