Fréttablaðið - 27.01.2016, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.01.2016, Blaðsíða 6
Loft innan fárra mínútna Ilmur af mentól og eukalyptus Andaðu með nefinu Otrivin Menthol ukonserveret, nefúði, lausn. Inniheldur xýlómetazólínhýdróklóríð. Ábendingar: Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Otrivin Menthol 1,0 mg/ml er ætlað fullorðnum og börnum eldri en 12 ára. Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 úði í hvora nös 3 sinnum á sólarhring eftir þörfum, lengst í 10 sólarhringa og ekki úða oftar en að hámarki 3 úða í hvora nös á sólarhring. Fyrir fyrstu notkun á að ýta 4 sinnum á úðarann til að undirbúa dæluna. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Frábendingar: Ofnæmi fyrir xýlómetazólíni eða einhverju innihaldsefnanna. Ekki má nota Otrivin Menthol eftir heiladingulsnám, skurðaðgerðir um nef/munn, hjá sjúklingum með þrönghornsgláku eða nefslímubólgu með óeðlilega þurri nefslímhúð eða með slímhúðarvisnun. Varnaðarorð og varúðarreglur: Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, ert með skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, hjarta og æðasjúkdóma, slagæðargúlp, erfiðleika við þvaglát, æxli í nýrnahettum, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Má ekki nota handa börnum yngri en 12 ára og ekki lengur en í 10 sólarhringa. Sérstaklega skal gæta þess að fara ekki yfir ráðlagðan skammt hjá börnum og öldruðum. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi:Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. Otrivin-Andadu-5x10.indd 1 22/12/15 13:40 MENNTAMÁL Samtök foreldra grunn- skólabarna í Reykjavík, SAMFOK, hafa miklar áhyggjur vegna boðaðs niður- skurðar hjá skóla- og frístundasviði á þessu ári. Hagræðingarkrafan á árinu hljóðar upp á 670 milljónir króna. Ekki liggur fyrir hversu mikill niður- skurður lendir á grunnskólunum. „Við vitum að skólastjórar hafa bar- ist í bökkum við að halda starfseminni gangandi svo vel sé eftir niðurskurð fyrri ára. Frekari niðurskurður mun bitna enn meira á grunnþjónustunni. Mestar áhyggjur höfum við af því að stuðningur við börn með sérþarfir verði ekki nægur,“ segir Bryndís Jóns- dóttir, framkvæmdastjóri SAMFOKS. Skólastjórar hafa áhyggjur af því að fjármagn til reksturs grunnskóla í Reykjavík sé alls ekki í takt við lög- boðið hlutverk hans og skyldur. Þeir segja að niðurskurður í kreppunni hafi ekki verið bættur. Enn frekar hafi verið skorið niður síðustu ár. Fjár- magnið hafi ekki fylgt launaþróun. Þorsteinn Sæberg, skólastjóri Árbæjarskóla, telur þjónustustig í sínum skóla orðið of lágt. „Ég reyni að jafna út þeim gæðum sem ég hef í starfinu til að láta hlut- ina bitna sem minnst á nemendum. En hópar nemenda í kennslu verða stærri og einstaklingsbundin þjónusta minni,“ segir Þorsteinn. Skólastjórinn segir niðurskurðinn líka ná til sérkennslu. „Ég vil meina að sérkennsla í Reykjavík hafi á síðasta ári verið skorin beint niður um 20 prósent. Með boðun um yfirfærslu á halla og frekari niðurskurði spyr maður sig á hvaða leið við erum.“ Frá 2008 hefur ekki fengist fjárveit- ing til að endurnýja áhöld og tæki að því er Þorsteinn greinir frá. Grunnskólar hafa almennt ekki fengið úthlutað fé til búnaðarkaupa í mörg ár, fyrir utan tölvukost. „Þetta hefur auðvitað áhrif á aðstöðuna. Hún er víða töluvert bág- borin,“ segir Guðlaug Erla Gunnars- dóttir, skólastjóri Ingunnarskóla og formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík. Guðlaug getur þess að margir skólar hafi ekki náð utan um rekst- urinn, eins og hún orðar það. „Þjón- ustan hefur kallað á meiri fjármuni en hefur verið úthlutað. Þetta er mikið áhyggjuefni. Við náum ekki utan um starfið eins og við viljum hafa það. Það er til dæmis minni sveigjanleiki til að hafa fámennari hópa í kennslu.“ Guðlaug segir unnið að nýju líkani sem úthluta á eftir. „Okkur finnst að það eigi að klára þá vinnu áður en við tökum á okkur halla á milli ára. Reksturinn er misþungur eftir skóla- gerðum.“ ibs@frettabladid.is Segja niðurskurð bitna á nemendum Samtök foreldra og skólastjóra hafa verulegar áhyggjur vegna boðaðs niðurskurðar hjá skóla- og frístundasviði í Reykjavík á þessu ári. Óttast mest að stuðningur við börn með sérþarfir verði ekki nægur. Skólastjórar segjast berjast í bökkum og segja ástandið bágborið. Guðlaug Erla Gunnarsdóttir er skólastjóri Ingunnarskóla. FréttablaðIð/anton EfNAhAgsMÁL Horfur eru á auknu ójafnvægi í þjóðarbúskapnum næstu misseri að því er fram kom á fundi fjármálastöðugleikaráðs 22. janúar. Vöxtur útlána í lánakerfinu er innan hóflegra marka en líkur á meiri eftirspurn eftir útlánum í náinni framtíð. Viðnámsþróttur bankanna er töluverður en vel er sagt fylgst með lausafjárstöðu þeirra, sérstaklega vegna uppgjörs nauðasamninga slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja og útboðs í tengslum við losun og bindingu aflandskróna. Fjármálastöðugleikaráð hefur beint því til Fjármálaeftirlitsins að bregðast við þessum horfum með viðeigandi hætti. Meðal annars með því að settur verði aukinn eiginfjár- auki á helstu bankastofnanir. – srs Sjá teikn um að ójafnvægi aukist Fjármálastöðugleikaráð spáir auknum útlánum. FréttablaðIð/PjEtur Með boðun um yfirfærslu á halla og frekari niðurskurði spyr maður sig á hvaða leið við erum, Þorsteinn Sæberg, skólastjóri Árbæjarskóla Kanslari á karnivali Angela Merkel Þýskalandskanslari og Volker Wagner, forseti Karnivalsamtaka Þýskalands, fylgjast með karnivalhátíð í Berlín. FréttablaðIð/EPa 2 7 . j A N ú A r 2 0 1 6 M I Ð V I K U D A g U r6 f r é T T I r ∙ f r é T T A B L A Ð I Ð 2 6 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 4 7 -D 7 0 8 1 8 4 7 -D 5 C C 1 8 4 7 -D 4 9 0 1 8 4 7 -D 3 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.