Fréttablaðið - 27.01.2016, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 27.01.2016, Blaðsíða 28
Inga Birna Ragnarsdóttir, fram­ kvæmdastjóri Kosmos & Kaos, segir að hugmyndin að fyrirtæk­ inu hafi orðið til út frá því að fleiri lyfta þyngra hlassi en einn getur gert. „Efnahagshrunið kveikti í eigendum eld til að skapa vinnu­ stað sem gæti gert áhugamál og vinnu að lífsviðurværi með það að markmiði að sameina fjöl­ skyldulíf og vinnu. Þeirra hug­ sjón var að gera fínt fyrir Inter­ netið handa öllum, kynna nýjustu lausnir í hönnun og viðmóti, ásamt því að hafa ávinning fyrirtækja að leiðar ljósi þegar kemur að notenda­ viðmóti og fallegri framsetningu á ásýnd fyrirtækja. Vefurinn er orð­ inn mikilvægasta andlit fyrirtækja út á við og okkur leiðarljós hefur verið að fegra hann enn frekar, skapa ávinning fyrir notendur og bæta framsetningu og upplýsinga­ gildi á vefsíðum. Frá upphafi hefur hugmyndafræðin verið sú að skapa samfélagslega ábyrgan vinnustað, þar sem manngæska og umhverfis­ vitund er höfð að leiðarljósi til að laða að gott starfsfólk og viðskipta­ vini í eftirsóknarvert starfsum­ hverfi,“ útskýrir Inga Birna. Fyrirtæki í útrás Stofnandi fyrirtækisins, Guð­ mundur Bjarni, hafði verið í verk­ takavinnu sem vefhönnuður í tvö ár og í lok árs 2010 kom fyrrver­ andi samstarfsmaður hans, Krist­ ján Gunnarsson, inn í reksturinn. „Sautján manns starfa hjá Kos­ mos & Kaos í dag. Starfsmenn eiga það sameigin legt að vera gæddir hæfileikum til að tileinka sér nýja þekkingu, vera hugmyndaríkir, elska internetið og þau tækifæri sem þar skapast,“ segir Inga Birna. Sumarið 2014 keypti bandaríska vefstofan UENO LLC. þriðjungs hlut í í félaginu. UENO hefur getið sér gott orð vestanhafs og komið að hönnun vefsíðna fyrir netrisa á borð við Google, Pinterest, You­ Tube og Dropbox, og er með höfuð­ stöðvar í San Francisco. Í kjölfarið var Inga Birna Ragnarsdóttir ráðin framkvæmdastjóri fyrirtækisins þar sem hún hefur náð einstökum árangri í rekstri og uppbyggingu fyrirtækja. „Viðbrögðin hafa verið frá­ bær,“ segir hún. „Kosmos & Kaos hefur notið þess frá stofnun að þurfa næstum aldrei að auglýsa eftir verkefnum og samstarfs­ fólki. Markaðssetning fyrirtæk­ isins hefur byggt á orðspori sem berst manna á milli. Það eru for­ réttindi að vinna með fyrirtækj­ um sem hafa treyst vinnu okkar til að skapa fallegar vefsíður, hag­ ræði og verðmæti. Sérstaklega í at­ vinnugrein sem er ný og þróast svo hratt að lítið er um sérfræðinga sem standast tækninni snúning. Skera sig úr fjöldanum Fyrirtækið hefur alla tíð verið þekkt fyrir framúrskarandi fallega hönnun, en Guðmundur Bjarni er leiðandi í mótun hönnunarstefnu sem kallast rómantískt pönk. Í rómantíkinni er allt á sínum stað og framsetning á vörunni eða upp­ lýsingum virkar eins og fólk býst við og hönnunin er falleg og gríp­ andi. Pönkið er það óvænta, eitt­ hvað sem notandinn hefur ekki séð áður eða bjóst ekki við; X­faktor­ inn. Það er lykillinn að því að skera sig úr fjöldanum og skapa sér­ stöðu,“ greinir Inga Birna frá og bætir við að þróunin í tæknigeiran­ um undanfarin ár hafi verið gífur­ leg. „Nýir miðlar og snjallsíma­ væðingin hefur haft mikil áhrif á vinnuumhverfi Kosmos & Kaos, þar sem viðskiptavinir eru enn að stíga það skref að aðlaga markaðs­ setningu sína að nýrri tækni og byltingu í samfélagsmiðlun. Fyrirtæki gera sér betur og betur grein fyrir mikilvægi þess að vera með vefsíðu sem virkar í öllum tækjum, notkun snjalltækja vex gríðarlega og því mjög mikil­ vægt fyrir fyrirtæki að fjárfesta í því. Vefsíður eru andlit fyrir­ tækjanna út á við og það sem við­ skiptavinir skoða fyrst til að afla sér upplýsinga um vörur eða þjón­ ustu fyrirtækja. Svo helst þetta allt í hendur við samfélagsmiðlavæð­ inguna og leitarvélabestun. Prentið er ekki á útleið en klárlega er vöxt­ urinn meiri í stafrænum miðlum. Fjárfestingin í prentmiðlum er þó enn miklu stærri og ekki í sam­ ræmi við þróunina í breyttri hegð­ un neytenda.“ Einstakt viðskiptaumhverfi Inga Birna segir að fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum leiti til Kosmos & Kaos. „Við erum að vinna fyrir stór og lítil fyrir­ tæki; tryggingafélög, fjarskipta­ fyrirtæki, fjármálafyrirtæki, góðgerðarsamtök, ferðaþjónustu, sveitar félög, opinberar stofnanir og einyrkja svo eitthvað sé nefnt. Markaðurinn hér á landi er ekki stór og þar af leiðandi er sérhæf­ ing í ákveðinni tegund fyrirtækja ekki eins mikil og þekkist erlend­ is. Það hefur sýnt sig að vera mik­ ill styrkur í vinnu með erlendum viðskiptavinum sem eru ekki vanir svo breiðri þekkingu á viðfangs­ efninu í ráðgjöf og úrlausnum. Við­ skiptaumhverfið á Íslandi er ein­ stakt að því leyti að fyrirtæki hafa tækifæri til að vinna með ólík við­ fangsefni sem skapa breiða þekk­ ingu og frábæran grundvöll fyrir tilraunir, nýbreytni og markaðs­ rannsóknir. Viðskiptavinir eru spenntastir fyrir því sem slær í gegn og nær athyglinni. Fyrirtæki eru að sækj­ ast eftir hnitmiðuðum lausnum sem gerir viðskiptavinum kleift að sækja þjónustu í gegnum vefinn án þess að þurfa að hringja eða koma á staðinn. Einnig skiptir einfald­ leiki miklu máli, þar sem við erum alltaf að keppast við að halda at­ hygli og áhuga notenda. Við höfum verið að vinna fyrir erlenda aðila og munum fókusera á vöxt erlend­ is á komandi mánuðum. Það hefur mjög mikið að segja að fyrirtæk­ ið sé nú að hluta til í eigu erlends fyrirtækis og eykur það mögu­ leika okkar gríðarlega á vexti þar, en UENO LLC. hefur margfaldast að stærð síðastliðna mánuði. Góðir atvinnumöguleikar Við sérhæfum okkur í því að veita alhliða þjónustu sem passar við þá þörf sem viðskiptavinurinn hefur óháð því hvort þekkingin er til innan fyrirtækisins eða hvort sé leitast eftir því að við stjórnum öllu ferlinu. Við vinnum gjarnan með vefdeildum og markaðsdeild­ um fyrirtækja eða öðrum verk­ tökum að því að styðja við þá verk­ þætti sem þörf er á hverju sinni. Styrkleiki okkar liggur í framúr­ skarandi hönnun og frumlegum lausnum.“ Inga Birna segir að atvinnu­ möguleikar séu góðir í þessu fagi. „Það vantar fleiri hönnuði sem sér­ hæfa sig í vefsíðugerð. Það er mik­ ill munur á því að hanna prentefni eða statískar auglýsingar og vefi sem eru síbreytilegir. Það krefst reynslu og útsjónarsemi að hanna útlit sem heldur glæsileika sínum og hughrifum þótt efnið geti breyst eftir að hönnun er „lokið“. Þetta er helsta áskorun þeirra hönnuða sem eru skólaðir í grafískri hönnun þar sem verkið er búið þegar það er prentað út eða komið upp á vegg. Hönnun á vefsíðu lýkur aldrei því að myndefni og texti uppfærist jafn­ vel á nokkurra mínútna fresti sem breytir grundvelli fagurfræði og miðlunar á lifandi vef. Tækniskól­ inn hóf kennslu í vefþróun á síð­ asta ári, sem er mjög jákvætt fyrir þennan geira og fögnum við því,“ segir Inga Birna Ragnarsdóttir. Efnahagshrunið kveikti í okkur eld Kosmos & Kaos var stofnað árið 2010 af Guðmundi Bjarna Sigurðssyni hönnuði og Kristjáni Gunnarssyni. Reksturinn hefur dafnað og blómstrað með höfuðstöðvar í Keflavík og útibú í Reykjavík. Sumarið 2014 keypti bandaríska vefstofan UENO LLC. þriðjungs hlut í félaginu en við það stækkaði starfsumhverfið til muna. UENO LLC. hefur margfaldast að stærð síðastliðna mánuði og fer vaxandi. Fyrirtækið hefur stækkað ört og starfsmönnum fjölgað. Inga Birna og annar eigandi Kosmos & Kaos, Kristján Gunnarsson. Á myndina vantar Guðmund Bjarna Sigurðsson sem var staddur við vinnu í San Francisco. MYND/ANTON BRINK Frá upphafi hefur hugmyndafræðin verið sú að skapa sam- félagslega ábyrgan vinnustað. Inga Birna Ragnarsdóttir l l l l vEFlAuSNIR Kynningarblað 27. janúar 20166 2 6 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 4 7 -C 8 3 8 1 8 4 7 -C 6 F C 1 8 4 7 -C 5 C 0 1 8 4 7 -C 4 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.