Fréttablaðið - 27.01.2016, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 27.01.2016, Blaðsíða 42
Stjórnar - maðurinn @stjornarmadur Markaðurinn Miðvikudagur 27. janúar 2016fylgirit fréttablaðsins um Viðskipti og fjármál | Íslenska úrvalsvísitalan 1.789,42 7,88 (0,44%) Viðskiptavefur Vísis @VisirVidskiptiwww.visir.is 1,9 prósent atVinnuleysi Atvinnuleysi var 1,9 prósent í desember sam- kvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Atvinnuleysi hefur ekki mælst minna frá nóvember 2007 þegar það mældist 1,3 pró- sent. Atvinnuleysi í desember fyrir ári var 4,3 prósent og hefur vinnuafli fjölgað um 4.800 á einu ári. Starfandi fjölgaði um 9.100 og hlutfallið af mannfjölda jókst um 2,9 prósent. Atvinnu- lausum fækkaði um 4.300 manns og hlutfall þeirra af vinnuaflinu minnkaði um 2,4 stig. 21.01.2016 Maður getur alltaf verið vitur eftir á en við teljum að við höfum gætt okkar hagsmuna ágætlega í þessu máli, það er að segja að hags- munir okkar vegna yfirtöku á Visa Europe séu ágætlega tryggðir. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans 6,4 prósent lækkun Úrvalsvísitalan í Sjanghæ lækkaði um 6,4 prósent í gær og lækkaði Shenzen- úrvalsvísitalan um 7,1 prósent. Í kjöl- farið lækkaði hlutabréfaverð í öðrum Asíulöndum. Erfið byrjun á árinu á hlutabréfamarkaði í Kína virðist enn ekki á enda. Ástæða lækkunar hlutabréfa í Kína er rakin til svartsýni á uppgjör hjá tölvufyrirtækjunum Apple og Alibaba. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands tók dýfu eftir áramótin og lækkaði um rétt tíu prósent á tveggja vikna tímabili. Hún hefur nú að einhverju leyti rétt úr kútnum, þótt nokkuð sé í land að tap fyrstu daga ársins vinnist til baka. Eins undarlega og það kann að hljóma er þetta senni- lega hraustleikamerki á íslenska markaðnum. Verðþróunin er nefnilega að mestu í samræmi við þá sem orðið hefur á alþjóðamörkuðum. Þannig hefur sambærilegt verðfall orðið á hlutabréfavísitölum í New York og London. Verst hafa Kínverjar þó orðið úti en hlutabréfavísitalan í Sjanghæ féll um rétt 19 prósent á fyrstu tveimur vikum ársins. Ástæðurnar fyrir verðhruninu eru, eins og gengur og gerist, margþættar. Fyrir það fyrsta þá hefur olía hrunið í verði og er nú fatið á rétta þrjátíu dali sem er einungis fjórðungur þess verðs sem fékkst í árslok 2014. Alla- jafna á lágt olíuverð ekki að verða til þess að fella hlutabréfamarkaði, enda mörg fyrirtæki sem dafna á tímum ódýrari olíu. Líklegt er að bætt lausafjárstaða slíkra fyrirtækja skili sér í leiðréttingu á hlutabréfa- mörkuðum þegar fram líður. Til skamms tíma eykur olíuverðið þó á óvissuna á mörkuðum. Blikur eru á lofti um efnahagsástandið í Kína sérstaklega, en einnig í Rúss- landi og mörgum olíuríkja Austur- landa nær. Þessi lönd hafa gegnt mik- ilvægara hlutverki en áður í að snúa hjólum alheimshagkerfisins í kjölfar lausafjárkreppunnar árið 2008. Við þetta bætist svo að afkomutalna nokkurra félaga er beðið með eftir- væntingu. Þar vegur Apple þyngst sem stærsta fyrirtækið vestanhafs og ágætis mælieining á stemningu meðal neytenda hverju sinni. Hvað ástæður fyrir falli hluta- bréfa hér á landi varðar þá sér nú fyrir endann á gjaldeyrishöftunum, en brotthvarf þeirra ætti að gera íslenskan hlutabréfamarkað háðari erlendum sveiflum en verið hefur. Auk þess hefur komið fram að skuld- sett hlutabréfakaup hafa aftur færst í aukana hér á landi. Þeir sem fjár- magna kaup sín með slíkum hætti hafa meiri hvata til að selja þegar syrtir í álinn. Áhugavert er að fylgjast með ein- stökum félögum. Sennilega má rekja tíu prósenta lækkun N1 það sem af er ári til titrings á olíumarkaði, neikvæðrar umfjöllunar um einn stjórnarmanna félagsins og umræðu um skort á samkeppni á innlendum olíumarkaði. Erfiðara er hins vegar að rýna í lækkun á bréfum Ice- landair, en allajafna hefði sögulega lágt olíuverð og hvert metárið í ferðamennsku á fætur öðru talist til jákvæðra tíðinda. Merki um hraustleika 2 6 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 4 7 -B 4 7 8 1 8 4 7 -B 3 3 C 1 8 4 7 -B 2 0 0 1 8 4 7 -B 0 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.