Fréttablaðið - 27.01.2016, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 27.01.2016, Blaðsíða 23
 Hjá TM Software starfa um 70 sérfræðingar með áratuga reynslu víðsvegar úr atvinnu- lífinu. Starfsmenn fyrirtækisins hafa skapað TM Software sér- stöðu á markaði í ráðgjöf, þjón- ustu og hugbúnaðarþróun fyrir íslensk sem og erlend fyrirtæki. Veflausnir 27. janúar 2016 Kynningarblað TM Software | Stefna | Kosmos og Kaos | Tækniskólinn | Netheimur | Davíð og Golíat TM Software hefur unnið að fjölda verkefna á sviði þjónustuvefsvæða með sjálfsafgreiðslu og fer sá þáttur í starfsemi TM Software sí­ fellt vaxandi. Verkefnin eru margvísleg og eru unnin fyrir stór sem smá fyrirtæki í öllum geirum atvinnulífsins. Árang urinn hefur ekki látið á sér standa og var þjónustu­ vefurinn heilsuvera.is kosinn besti íslenski vefurinn á síðasta ári af Samtökum vefiðnað­ arins á Íslensku vefverðlaununum. Fjölbreytni verkefna „Rafræn samskipti í gegnum þjónustuvefi frá TM Software eru mjög fjölbreytt,“ segir Brynjar Kristjánsson, forstöðumaður sér­ lausna hjá TM Software. „Allt frá því að skrá inn álestur á orku­ notkun hjá Orkuveitu Reykjavíkur og skila inn tekjuáætlun hjá Tryggingastofnun rík­ isins yfir í að skoða lyfseðla, bólusetningar og skrá sig sem líffæragjafa á heilsuvera.is“. Sjálfsafgreiðsla á vefnum „Þjónustuvefir eru opnir allan sólarhring­ inn og fólk getur sinnt sínum erindum á þeim tíma sem hentar, og hver og einn er fremstur í röðinni,“ bætir Brynjar við. „Fyrirtæki og stofnanir sem bjóða upp á þjónustu og sjálfs­ afgreiðslu í gegnum „Mínar síður“ eða þjón­ ustuvefi geta náð miklu samkeppnisforskoti. Þjónustustigið vex til muna með tilkomu sjálfsafgreiðslu á vefnum. Til viðbótar við aukið þjónustustig er hægt að ná fram mik­ illi hagræðingu innan fyrirtækja og stofnana með öflugum þjónustuvef,“ segir Brynjar. Örugg rafræn samskipti Þjónustuvefir sem unnir eru af TM Softw­ are eru settir upp í vefumsjónarkerfinu WebMast er sem þróað er af Veflausnasviði TM Software og er rík áhersla lögð á öryggis­ mál. Hægt er að tengja þjónustuvefina við aðgangsstýringar eins og rafræn skilríki og Íslykil. Hver eru fyrstu skrefin? „Áður en ráðist er í smíði og uppsetningu þjónustuvefs er lykilatriði að greina vel hver þörfin er hjá viðskiptavinum,“ segir Brynj­ ar. „Hjá TM Software starfa reynslumikl­ ir ráðgjafar sem koma að upphafsvinnunni og greiningu í náinni samvinnu við við­ skiptavini. Sú greining skilar þá prótótýpu af fyrstu útgáfu lausnarinnar sem síðan er farið með í vefhönnun og svo setur hugbún­ aðarteymi TM Software þjónustuvefinn upp,“ segir Brynjar. TM Software í mikilli sókn með Þjónustuvefi og „Mínar síður“ Þjónustuvefsvæði, eða svokallaðar „Mínar síður“, og rafræn samskipti hafa aukist til muna undanfarin ár. TM Software býður upp á öflugar lausnir til að byggja upp þjónustuvefsvæði til notkunar fyrir sjálfsafgreiðslu viðskiptavina. Brynjar Kristjánsson er forstöðumaður sérlausna. brynjar Kristjánsson forstöðumaður sérlausna hjá TM Software, segir að fyrirtæki sem bjóða upp á öfluga þjónustuvefi geti náð miklu samkeppnisforskoti. Mynd/Ernir Dæmi um þjónuStuveFi Hjá tm SoFtware l Á þjónustuvef Orkuveitu reykjavíkur er hægt að skrá álestra, fylgjast með orkunotkun og bera saman eigin orkunotkun við aðra notendur. Einnig er hægt að skoða reikninga og viðskiptastöðu. www.veitur.is l Heilsuvera er þjónustuvefur þar sem notandi getur átt í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna eins og til að bóka tíma hjá heimilislækni. Þar er hægt að nálgast gögn sem skráð eru um hann í heilbrigðiskerfinu á Íslandi, eins og t.d. lyfseðla og bólusetningar. Heilsuvera var valinn besti íslenski vefurinn 2014 af Samtökum vefiðnaðarins á Íslensku vefverðlaununum. www.heilsuvera.is l Á þjónustusíðum Tryggingastofnunar ríkisins eru allar helstu þjónustuleiðir stofnunarinnar í boði. Hægt er að skila inn umsóknum og tekjuáætlun og sjá niðurstöður bráðabirgðaútreiknings. Einnig er aðgangur að öllum rafrænum skjölum sem tilheyra viðkomandi notanda í samskiptum hans við TR. minarsidur.tr.is orkuveita reykjavíkur: tryggingastofnun ríkisins: Heilsuvera 2 6 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 4 7 -F 4 A 8 1 8 4 7 -F 3 6 C 1 8 4 7 -F 2 3 0 1 8 4 7 -F 0 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.