Fréttablaðið - 27.01.2016, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.01.2016, Blaðsíða 22
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Umsjónarmenn efnis: Sólveig gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351, Vera einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 | Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 2447, Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434, Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Steindór Grétar Jónsson og Salóme R. Gunnarsdóttir mynda dúóið Pocket Disco. Þau blása til frumsýningarpartís á Kexi host­ eli í kvöld klukkan 21. mynD/Stefán „Við þekktumst ekkert áður en við ákváðum að verða hljómsveit en smullum svona vel saman. Við höfum ekkert rifist enn, sem veldur mér í rauninni talsverðum áhyggj- um,“ segir Salóme R. Gunnarsdótt- ir, söngkona Pocket Disco, en hljóm- sveitin blæs til útgáfuhófs í kvöld á Kexi hosteli þar sem frumsýnt verð- ur nýtt tónlistarmyndband í leik- stjórn Emils Ásgrímssonar. Poc- ket Disco er tveggja manna band og er annar meðlimurinn, og upp- hafsmaður þess, Steindór Grétar Jónsson. „Steindór langaði til að búa til band með front-manneskju og back-manneskju og ætlaði sjálfur að vera back-manneskjan. Bandið yrði innblásið af italo-diskói, sem er mjög áhugaverður vasi af tón- list og gaman að vinna með. Sam- eiginleg vinkona okkar, Margrét Erla Maack, sagði strax þegar hún frétti af þessu: „Ég veit alveg hvað þú þarft, þú þarft að hitta Sal- óme.“ Hún á meira að segja nafn- ið á hljómsveitinni! Hann hnippti svo bara í mig eitt kvöldið þegar ég var að labba út af Harlem og sagði: „Viltu vera með mér í hljómsveit?“ Ég sagði bara, jamm,“ segir Salóme. Eftir þetta hafa þau Salóme og Steindór átt í tónlistarlegu sam- tali eins og hún orðar það og æft grimmt. Tónlistin er eins og áður sagði innblásin af italo-diskó og af kettinum hans Steindórs sem Sal- óme kallar listagyðju hjómsveitar- innar. „Við höngum yfirleitt heima hjá Steindóri og kærustunni hans, Kristjönu Björgu Reynisdóttur, að semja og kötturinn er alltaf skríð- andi yfir okkur og upp í kjöltuna. Það hafa ófá lög verið samin um köttinn en óvíst að þau komi nokk- urn tímann út. Það má í raun segja að Pocket Disco sé samstarfsverk- efni milli mín, þeirra hjónaleys- anna og kattarins þeirra. Kristjana er búningahönnuður og algjör snill- ingur. Hún gerði meðal annars bún- inginn minn í myndbandinu.“ Frumsýningarpartíið fer fram í Gym og Tonic salnum á Kexi klukk- an 21 í kvöld og lofar Salóme góðu stuði. Þá eigi Pocket Disco fleiri lög í pokahorninu sem komi út á næstu vikum. „Næsta tónlistarmyndband- ið okkar verður tekið upp í febrú- ar. Þetta er rosalega spennandi allt saman.“ óVíSt að lögin um köttinn komi út Pocket Disco er nýtt tónlistarverkefni Salóme R. Gunnarsdóttur og Stein- dórs Grétars Jónssonar. Þau halda útgáfuhóf í kvöld á Kexi hosteli. Þau rífast aldrei, semja lög um kött sem aldrei koma út og fíla bæði italo-diskó. Fáðu Fréttablaðið ókeypis í símann eða spjaldtölvuna. Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum NÝTT OG BETRA APP Smelltu þér á Fréttablaðsappið og lestu blaðið hvar og hvenær sem er. Fáðu Fréttablaðið ókeypis í símann eða spjaldtölvuna. Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum NÝTT OG BETRA APP Smelltu þér á Fréttablaðsappið og lestu blaðið hvar og hvenær sem er. 2 fÓLK XXXXXXXXX 27. janúar 2016Viðburðir 27. janú r 2016 2 6 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 4 7 -F 4 A 8 1 8 4 7 -F 3 6 C 1 8 4 7 -F 2 3 0 1 8 4 7 -F 0 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.