Fréttablaðið - 27.01.2016, Page 22

Fréttablaðið - 27.01.2016, Page 22
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Umsjónarmenn efnis: Sólveig gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351, Vera einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 | Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 2447, Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434, Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Steindór Grétar Jónsson og Salóme R. Gunnarsdóttir mynda dúóið Pocket Disco. Þau blása til frumsýningarpartís á Kexi host­ eli í kvöld klukkan 21. mynD/Stefán „Við þekktumst ekkert áður en við ákváðum að verða hljómsveit en smullum svona vel saman. Við höfum ekkert rifist enn, sem veldur mér í rauninni talsverðum áhyggj- um,“ segir Salóme R. Gunnarsdótt- ir, söngkona Pocket Disco, en hljóm- sveitin blæs til útgáfuhófs í kvöld á Kexi hosteli þar sem frumsýnt verð- ur nýtt tónlistarmyndband í leik- stjórn Emils Ásgrímssonar. Poc- ket Disco er tveggja manna band og er annar meðlimurinn, og upp- hafsmaður þess, Steindór Grétar Jónsson. „Steindór langaði til að búa til band með front-manneskju og back-manneskju og ætlaði sjálfur að vera back-manneskjan. Bandið yrði innblásið af italo-diskói, sem er mjög áhugaverður vasi af tón- list og gaman að vinna með. Sam- eiginleg vinkona okkar, Margrét Erla Maack, sagði strax þegar hún frétti af þessu: „Ég veit alveg hvað þú þarft, þú þarft að hitta Sal- óme.“ Hún á meira að segja nafn- ið á hljómsveitinni! Hann hnippti svo bara í mig eitt kvöldið þegar ég var að labba út af Harlem og sagði: „Viltu vera með mér í hljómsveit?“ Ég sagði bara, jamm,“ segir Salóme. Eftir þetta hafa þau Salóme og Steindór átt í tónlistarlegu sam- tali eins og hún orðar það og æft grimmt. Tónlistin er eins og áður sagði innblásin af italo-diskó og af kettinum hans Steindórs sem Sal- óme kallar listagyðju hjómsveitar- innar. „Við höngum yfirleitt heima hjá Steindóri og kærustunni hans, Kristjönu Björgu Reynisdóttur, að semja og kötturinn er alltaf skríð- andi yfir okkur og upp í kjöltuna. Það hafa ófá lög verið samin um köttinn en óvíst að þau komi nokk- urn tímann út. Það má í raun segja að Pocket Disco sé samstarfsverk- efni milli mín, þeirra hjónaleys- anna og kattarins þeirra. Kristjana er búningahönnuður og algjör snill- ingur. Hún gerði meðal annars bún- inginn minn í myndbandinu.“ Frumsýningarpartíið fer fram í Gym og Tonic salnum á Kexi klukk- an 21 í kvöld og lofar Salóme góðu stuði. Þá eigi Pocket Disco fleiri lög í pokahorninu sem komi út á næstu vikum. „Næsta tónlistarmyndband- ið okkar verður tekið upp í febrú- ar. Þetta er rosalega spennandi allt saman.“ óVíSt að lögin um köttinn komi út Pocket Disco er nýtt tónlistarverkefni Salóme R. Gunnarsdóttur og Stein- dórs Grétars Jónssonar. Þau halda útgáfuhóf í kvöld á Kexi hosteli. Þau rífast aldrei, semja lög um kött sem aldrei koma út og fíla bæði italo-diskó. Fáðu Fréttablaðið ókeypis í símann eða spjaldtölvuna. Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum NÝTT OG BETRA APP Smelltu þér á Fréttablaðsappið og lestu blaðið hvar og hvenær sem er. Fáðu Fréttablaðið ókeypis í símann eða spjaldtölvuna. Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum NÝTT OG BETRA APP Smelltu þér á Fréttablaðsappið og lestu blaðið hvar og hvenær sem er. 2 fÓLK XXXXXXXXX 27. janúar 2016Viðburðir 27. janú r 2016 2 6 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 4 7 -F 4 A 8 1 8 4 7 -F 3 6 C 1 8 4 7 -F 2 3 0 1 8 4 7 -F 0 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.