Fréttablaðið - 27.01.2016, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 27.01.2016, Blaðsíða 40
Ársæll Valfells lektor við Viðskipta- fræðideild Háskóla Íslands Fjármál Brennandi reiði Í liðinni viku birti Samkeppniseftir­ litið ákvörðun nr. 1/2016, tengda samruna Gæðabaksturs ehf. og Brauðgerðar Kr. Jónssonar ehf. Í stuttu máli var niðurstaðan sú að samruninn var samþykktur. Samkeppniseftirlit og biðin langa Heiðrún Lind Marteinsdóttir Hin hliðin Í bókum um verðmat fyrirtækja er ekki óalgengt að rekast á setningar á borð við „Banks are among the most complex businesses to value, especially from the outside in“. Þó ársreikningar banka gefi einhverja mynd af rekstri, eignum og skuldum stofnunarinnar þá ræðst skýrleiki reikninganna mest af reikningshalds­ legum ákvörðunum sem stjórnendur bankans taka. Oft þarf þá að gefa sér forsendur og geta sér til um gjörðir stjórnenda til að geta myndað sér skoðun á hlutabréfaverði bankans. Bankar eru einnig með skuldsettustu fyrirtækjum sem til eru og gerir það því verðmat mjög næmt fyrir breyt­ ingum í ytra umhverfi og spár um framtíðarvirði óvissar. Enn fremur selja bankar margs konar þjónustu og því tekjumyndun oft ekki einhlít. Verð hlutabréfa banka hefur ekki farið varhluta af þeim óróa sem nú ríkir á hlutabréfamörkuðum. Hluta­ bréf Deutsche Bank hafa til að mynda fallið um 40% frá byrjun árs 2015. Framangreind vandkvæði í verð­ lagningu banka gera hvert stakt verð­ mat óáreiðanlegt. Því er mikilvægt að líta til hvernig markaður verðleggur skráða banka og að nota einfaldan kennitölusamanburð. Vandinn við kennitölusamanburðinn er að bankar eru oft sérhæfðir í útlánastarfsemi og því auðvelt að bera saman epli og appelsínur. Því standa menn oftar en ekki frammi fyrir því að reyna að byggja verðmat sitt á óskráðum banka með þeim rökum að skráði bankinn sé appelsína og hinn óskráði sé lím­ óna en af sömu plöntuættkvísl. Kennitölusamanburður byggður á markaðsvirði sýnir okkur svartsýni eða bjartsýni fjárfesta á raunvirði bók­ færðra eigna. Fjárfestar eru í dag svart­ sýnir á Deutsche Bank sem er með gildið 0,35 og Barclays með gildið 0,5. Fjárfestar meta DNB heilbrigðari með gildið 0,9. Danske Bank lítur hraustur út með 1,1 og hinn ofurhressi Ens­ kilda með hlutfallið 1,3. Nú stöndum við frammi fyrir því að hugsanlega verða einn eða fleiri bankar skráðir í íslensku kauphöllina. Þeir eru nokkuð sérstakir fyrir þær sakir að nýlega er búið að endurskipuleggja eignahlið þeirra og eiginfjárstaða þeirra er há og rekstur nokkuð traustur líkt og kemur fram í síðasta riti Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika. Þar kemur einnig fram að fjármögnun þeirra nú er mest í innlánum, innan hafta og einsleit. Helsta áskorunin fyrir íslensku bankana verður að aðlaga sig að nýju fjármögnunarumhverfi „eftir“ höft. Þegar kemur að því að verðmeta íslenska banka er spurningin sem fjár­ festar þurfa að spyrja sig því þessi: Ef órói ríkir áfram á erlendum fjármála­ mörkuðum, hvernig mun íslensku bönkunum ganga að sækja sér fé alþjóðlega í framhaldinu? Svar við því ræður því hvort niðurstaðan verður mandarína eða mögulega dúrían. Að kaupa, banka eða ekki? Hvor er betri seðlabankastjóri – sá sem er mjög upptekinn í starfi sínu eða sá sem eyðir mestum tíma sínum á golfvellinum? Svarið er að seðlabankastjórinn sem spilar golf er betri, því ef hann er önnum kafinn hefur hann senni­ lega ekki unnið vinnuna sína á rétt­ an hátt. Verkefni seðlabankastjóra ætti að vera að tryggja það sem kalla mætti „nafnvirðisjafnvægi“ og ekki skekkja hlutfallsverð í hagkerfinu. Besta leiðin til að tryggja nafn­ virðisjafnvægi er að framfylgja pen­ ingamálastefnu sem byggist á mjög skýrum, gegnsæjum og sjálfvirkum reglum. Seðlabankastjórar sem gera það munu ekki hafa mikið að gera þar sem markaðirnir sjá um mestu vinnuna. Þetta er það sem gerðist á hinu svokallaða „mikla stöðugleikatíma­ bili“ frá því snemma á 10. áratugnum til 2007/8 – bæði í Bandaríkjunum og mestum hluta Evrópu. Á stöðug­ leikatímabilinu mikla báru markað­ irnir mikið traust til seðlabankanna í Bandaríkjunum og Evrópu, og almennt var þess vænst að þessir seðlabankar myndu tryggja stöðug­ leika. Reyndar höguðu markaðirnir sér eins og Seðlabanki Bandaríkj­ anna og Seðlabanki Evrópu hefðu sett sér markmið um nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Þetta þýddi að það sem seðla­ bankastjórar þurftu í raun að gera var að fara í búning seðlabankastjóra (dökk jakkaföt og ekki of skrautlegt bindi) og segja síðan hluti sem stað­ festu væntingar markaðanna um að seðlabankinn myndi tryggja stöðug­ leika. Ef seðlabankinn er fyllilega trú­ verðugur og peningamálastefnan fylgir skýrum reglum (til dæmis markmið um stig nafnvirðis vergrar landsframleiðslu) er ólíklegt að seðlabankastjórarnir hafi mikið að gera – að minnsta kosti ekki varðandi peningamálastefnuna. Peningaeftirspurn – í stað pen­ ingaframboðs – myndi einfaldlega hreyfast upp og niður og að meira eða minna leyti tryggja að nafn­ virðismarkmiðið næðist. Hins vegar, ef seðlabankinn er ekki trúverðugur er enginn tími til að vera á golfvell­ inum. Segjum að seðlabankinn sé með markmið um nafnvirði vergrar landsframleiðslu og að nafnvirði vergrar landsframleiðslu fari upp fyrir markmiðið. Í tilfelli trúverðugs seðlabanka myndu markaðirnir vænta þess að bankinn gripi til aðgerða til að færa nafnvirði vergrar landsframleiðslu niður að markmið­ inu. Þess vegna myndu þátttakendur á mörkuðunum búast við hertri pen­ ingamálastefnu. Þetta myndi leiða til styrkingar á gjaldmiðli landsins og verðfalls á hlutabréfum. Og þar sem fjárfestar og neytendur búast við hertari peningamálastefnu myndu þeir vænta þess að verðgildi peninga myndi aukast. Afleiðingin yrði sú að fjárfestar og neytendur myndu auka peningaeftirspurn. Allt þetta myndi sjálfkrafa hægja á hækkun nafnvirðis vergrar landsframleiðslu og færa það aftur niður að markmiðinu. Við þær aðstæður að seðlabanki hafi 100% trúverðugt markmið myndi bank­ inn ekki gera neitt annað en að vera alvarlegur og seðlabankalegur, og markaðurinn sæi um allt annað. Breytingar á peningaeftirspurn, frekar en peningaframboði, myndu tryggja að markmiðið næðist. Ef, hins vegar, seðlabankinn er ekki trúverðugur myndu þátttak­ endur á markaði ekki vænta þess að seðlabankinn kæmi nafnvirði vergrar landsframleiðslu aftur á rétta braut. Við þær aðstæður yrði seðlabankinn að breyta peninga­ framboðinu til að þrýsta nafnvirði vergrar landsframleiðslu aftur að markmiðinu. Verstu hugsanlegu aðstæðurnar eru þegar seðlabankastjórinn tekur upp örstjórnun. Hann vill ekki að gjaldmiðillinn sé of sterkur, en fasteignaverð er of hátt og útlána­ aukning of mikil fyrir hans smekk. Og hann hefur miklar áhyggjur af gjaldeyrislánum til heimilanna. Það er út af þessu sem seðlabanka­ stjórar eru svo svekktir þessa dag­ ana. Þeir eru einfaldlega að reyna að ná of mörgum markmiðum og það er þess vegna sem peninga­ málastefnan er að misheppnast úti um allan heim og seðlabankastjórar hafa engan tíma til að spila golf um þessar mundir. Fullkominn seðlabankastjóri eyðir mestum tíma sínum í golfi Lars Christensen alþjóðahagfræðingur Samruni þessi krafðist ekki ítar­ legrar rannsóknar af hálfu Sam­ keppniseftirlitsins. Þeir markaðir sem fyrirtækin starfa á voru þekktir, staða fyrirtækja á hlutaðeigandi mörkuðum var nokkuð skýr og eðli samkeppni á þeim dæmigert. Minni­ háttar upplýsinga var því aflað frá aðilum á markaði, auk þess sem Samkeppniseftirlitið virðist hafa átt samtöl við fulltrúa þessara sömu aðila. Rannsókn sem fram fór af hálfu stjórnvaldsins er þar með tæmandi talin. Löggjafinn hefur sett skýrar reglur um málsmeðferðartíma í samruna­ málum. Meginástæða þessa er sú að bið eftir niðurstöðu getur valdið verulegu tjóni og hagsmunir við­ skiptalífsins krefjast þess að fyrirtæki geti gengið kaupum og sölum með nokkuð skjótum hætti. Þannig er um tvo skýra og aðskilda tímafresti að ræða; annars vegar 25 virka daga (Fasi I) og hins vegar 70 virka daga (Fasi II). Til síðarnefnda frestsins skal aðeins gripið ef stjórnvaldið, eftir rannsókn í fyrri fasa, telur verulegar líkur á að samruni muni hindra samkeppni. Í dæmaskyni má vekja athygli á því að á árinu 2014 framkvæmdi fram­ kvæmdastjórn ESB rannsókn í 292 samrunamálum. Aðeins átta þess­ ara mála, eða um þrjú prósent, fóru í síðari fasa rannsóknar. Alls voru því 284 mál afgreidd í fyrri fasa. Ástæða þess að fyrrgreint er nú rifjað upp, er sú að í nefndu sam­ runamáli Gæðabaksturs ehf. full­ nýtti Samkeppniseftirlitið báða fresti. Málsmeðferð tók því 95 virka daga eða frá 9. september 2015 til 21. janúar 2016 og lítið sem ekkert var aðhafst í rúmlega fjóra mánuði! Því miður er ekki um einsdæmi að ræða í málsmeðferð Samkeppnis­ eftirlitsins og á þetta sleifarlag hefur áður verið bent. Þótt áhugavert væri að heyra skýringar forstöðumanna stofnunarinnar, þá skipta þær í raun engu máli. Málsmeðferðin er einfald­ lega ekki í samræmi við markmið lög­ gjafans. Skýringar duga því ekki til í þessu tilviki, heldur verður sjáanleg og skjót breyting að verða á þessu athafnaleysi stjórnvaldsins. Mótmælandi býr sig undir það að henda dekki í eld í mótmælum franskra bænda á hraðbraut RN 165 nálægt Lorient í Vestur-Frakklandi. Bændurnir voru að mótmæla lækkandi verði á kjöt- og mjólkurafurðum í landinu. FréttabLaðið/aFP 2 7 . j a n ú a r 2 0 1 6 M I Ð V I K U D a G U r10 markaðurinn 2 6 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 4 7 -C 8 3 8 1 8 4 7 -C 6 F C 1 8 4 7 -C 5 C 0 1 8 4 7 -C 4 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.