Fréttablaðið - 27.01.2016, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.01.2016, Blaðsíða 16
Skjóðan markaðurinn Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301 Umsjón Jón Hákon Halldórsson jonhakon@365.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir | Forsíðumynd anton Brink Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is miðvikudagur 27. janúar ÞJóðsKrá Íslands - Hverjir eiga við- skipti með íbúðarhúsnæði? Fimmtudagur 28. janúar nýHerJi - Uppgjör 4. ársfjórðungs og ársins 2015. ÞJóðsKrá Íslands - Fjöldi útgefinna vegabréfa Hagstofa Íslands - Vísitala neyslu- verðs í janúar 2016 Hagstofa Íslands - Nýskráningar og gjaldþrot hlutafélaga og einkahluta- félaga í desember 2015 Hagstofa Íslands - Skráð fyrirtæki og félög Föstudagur 29. janúar Hagstofa Íslands - Verðmæti sjávar- afla, janúar–október 2015 Hagstofa Íslands - Útungun alifugla í desember 2015 Hagstofa Íslands - Gistinætur og gestakomur á hótelum í desember 2015 Hagstofa Íslands - Vísitala fram- leiðsluverðs í desember 2015 Hagstofa Íslands -Vöruviðskipti við útlönd, janúar–desember 2015, bráða- birgðatölur mánudagur 1. febrúar ÞJóðsKrá Íslands - Íslyklar og inn- skráningarþjónusta Ísland.is Þriðjudagur 2. febrúar Össur - Uppgjör 4. ársfjórðungs og ársins 2015. dagatal viðskiptalífsinsÁ döfinni allar markaðsupplýsingar Vikan sem leið 27,4 milljarðar seldir í Bakkavör Arion banki og lífeyrissjóðir seldu félagi í eigu bræðranna Ágústs Guðmundssonar og Lýðs Guðmundssonar og bandarískra fjárfestingasjóða 46 prósent hlut BG12 í Bakkavor Group Ltd. Kaupverðið var 27,4 milljarðar íslenskra króna. Sameinaði lífeyrissjóðurinn og dótturfélag Klakka seldu jafnframt 5% hlut. landsBanKinn seldi hluta- bréf sín í Borgun án þess að láta markaðinn vita að þau væru til sölu. Kaupendurnir voru hand- valdir úr hópi annarra eigenda og stjórnenda Borgunar. Verðið var óeðlilega lágt, eins og arðgreiðsla til eigenda örfáum vikum eftir söluna leiddi í ljós. nÚ er komið á daginn að nýir eigendur Borgunar hagnast um marga milljarða vegna hagn- aðarhlutdeildar Borgunar í sölu Visa í Evrópu til Visa í Ameríku. Stjórnendur Landsbankans, ríkis- bankans, voru að ráðstafa eignum skattgreiðenda þegar þeir afhentu hlut bankans í Borgun fyrir tákn- rænt gjald, sem endurspeglaði hvergi nærri sannvirði hlutarins. Visa í Evrópu hafði í tíu ár haft sölurétt gagnvart Visa í Banda- ríkjunum og viðræður um fullnustu hans hafa staðið í þrjú ár. Það er því ekki hægt að halda því fram að mönnum hafi ekki verið kunnugt um söluna á Visa í Evrópu, sem nú færir nýjum eigendum Borgunar marga milljarða. Visa í Bandaríkjunum hefur ítrekað gefið út tilkynn- ingar um áhrif kaupskyldunnar gagnvart Visa í Evrópu á afkomu fyrirtækisins. Þetta eru og hafa verið opinberar upplýsingar. stJórnendur Landsbankans vissu af yfirvofandi sölu á Visa í Evrópu og settu sérstök ákvæði inn í sölu á hlut Landsbankans í Valitor til Arion banka, sem tryggðu Landsbankanum hagnað af væntanlegum viðskiptum milli Visa í Evrópu og Bandaríkjunum. Fullyrðingar um að hlutdeild Borgunar í hagnaði af þeim við- skiptum hafi fyrst og fremst orðið til á þeim mánuðum sem liðnir eru frá sölu hlutabréfa bankans eru fráleitar og til merkis um annaðhvort örvæntingu stjórn- enda Landsbankans eða ósvífni, nema hvort tveggja sé. noKKrir stjórnendur gömlu bankanna sitja í fangelsi. Þeir hafa m.a. verið dæmdir fyrir um- boðssvik, þ.e. þeir eru taldir hafa farið út fyrir umboð sitt og ráð- stafað eignum bankanna á þann veg að hluthafar urðu fyrir tjóni. eKKi Verður annað séð en að bankastjóri og framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans hafi beinlínis skaðað eigendur bankans, íslenska skattgreið- endur, með sölunni á hlutunum í Borgun án útboðs. Með hlið- sjón af sölunni í Valitor til Arion banka blasir við að vart er um vanrækslu að ræða heldur beinan ásetning. Samkvæmt dóma- framkvæmd Hæstaréttar hlýtur formaður bankaráðs Landsbank- ans að bera beina refsiábyrgð í málinu ásamt bankastjóranum og framkvæmdastjóra fyrir- tækjasviðs, jafnvel þótt hann hafi mögulega ekki átt beina aðkomu að málinu. Hugsanlega gerðu kaupendur Borgunar viðskipti ársins á sama tíma og Landsbankamenn fá skammarverðlaun sem verstu viðskiptamenn ársins en spyrja má hvort einhver munur sé á umboðssvikum bankamanna fyrir hrun og umboðssvikum bankamanna, sem í dag gauka verðmætum eignum til sérval- inna vina sinna án útboðs og á vildarkjörum. Skussar ársins – eða ótíndir skúrkar? 970 milljónir settar í Quizup Tölvuleikjaframleiðandinn Glu Mobile Inc, sem sérhæfir sig í að framleiða leiki fyrir snjalltæki, ætlar að fjárfesta í íslenska tölvuleikjafyrirtækinu Plain Van- illa fyrir allt að 7,5 milljónir Bandaríkja- dala sem samsvarar um 970 milljónum króna. Glu og Plain Vanilla ætla m.a. að vinna að þróun sjónvarpsþáttar QuizUp. 6,2 prósenta launahækkun ASÍ og SA undirrituðu SALEK-sam- komulagið sem gildir út árið 2018. Samkvæmt samkomulaginu mun almenn 6,2 prósenta launahækkun taka gildi í stað 5,5 prósenta launaþró- unartryggingar. Þá hækkar framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð og verður 11,5 prósent í lok tímabilsins. Þótt ritun sögu ÁTVR sé lokið er enn alveg óvíst hvenær bókin kemur út. Tíu ár eru liðin frá því að ritun sögunn- ar hófst. „ St a ð a n e r þannig að verk- efnið er þann- ig séð búið,“ s e g i r S i g r ú n Ósk Sigurðar- dóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri ÁTVR. Nú eigi einungis eftir að taka ákvörðun um útgáfuna. „Það verður að segjast eins og er að þessi mikla umræða sem hefur verið um afdrif fyrirtækisins hefur seinkað þeirri ákvörðun. Ef ég á að vera alveg hreinskilin,“ segir Sigrún Ósk. Þar vísar hún í umræðu um afnám á einkarétti Vínbúðanna á sölu áfengis. Hún segir þessa umræðu þó ekki einu ástæðu seinkunarinnar. „En það er ekki því um að kenna. Það væri ósanngjarnt. En það hefur haft áhrif.“ Síðasta dag janúarmánaðar 2014 birti Fréttablaðið frétt um að kostn- aður við ritun sögunnar yrði um 22 milljónir króna. Sigrún Ósk segir að sú kostnaðaráætlun haldist nánast óbreytt. Í fréttinni kom fram að byrjað var að huga að ritun sögu ÁTVR fyrir tíu árum, þótt kostnaðar- áætlun hafi ekki verið gerð fyrr en árið 2006. Í ávarpi forstjóra ÁTVR í ársskýrslu verslunarinnar fyrir árið 2005 kom fram að áformað væri að sagan kæmi út á árinu 2007, þegar ÁTVR varð 85 ára. Upphafleg kostnaðaráætlun, sem gerð var árið 2006, gerði ráð fyrir að ritun sögu ÁTVR kostaði 14,4 millj- ónir króna. Sú upphæð rann öll til fjögurra verktaka sem skrifuðu sög- una. Fyrrverandi starfsmenn ÁTVR, sem aðstoðuðu við ritun sögunnar, fengu ekki greitt fyrir þá vinnu, að því er fram kemur í svari ÁTVR við fyrirspurn Fréttablaðsins. Þrátt fyrir að verkið hafi dreg- ist og ýmislegt breyst frá því að ákvörðun um ritun sögunnar var tekin, heldur Sigrún Ósk að sagan verði gefin út. „Það er svo sem ekki mitt nákvæmlega að ákveða það. En ég held að hún verði gefin út,“ segir Sigrún Ósk en bætir því við að það sé ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvenær það gerist. Kostnaður við verkið hefur ekki farið fram úr áætlunum þótt tölurn- ar í dag líti allt öðruvísi út en þær gerðu þegar áætlun var gerð 2006. Sé tekið tillit til verðlagsþróunar frá árinu 2006 hljóðaði upphafleg áætlun upp á 24,8 milljónir á verð- lagi dagsins í dag. jonhakon@frettabladid.is Enn beðið með útgáfu á sögu Vínbúðanna Tíu ár hefur tekið að skrifa sögu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Allt óvíst hvenær af útgáfu verður. Umræða um breytingar á sölu áfengis hefur haft áhrif. Sigrún Ósk segir að þessi mikla umræða sem hefur verið um afdrif ÁTVR hafi seinkað ákvörðun um útgáfu. FRéTTablaðið/Valli Sigrún Ósk Sigurðardóttir - Launavinnslur - Bókhald - Uppgjör - Skattframtöl Viðskiptaþjónusta PwC 2 7 . J a n Ú a r 2 0 1 6 M i ð V i K u d a g u r2 markaðurinn 2 6 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 4 7 -B 9 6 8 1 8 4 7 -B 8 2 C 1 8 4 7 -B 6 F 0 1 8 4 7 -B 5 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.