Fréttablaðið - 27.01.2016, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 27.01.2016, Blaðsíða 48
„Meirihluti listamanna á Myrkum músíkdögum í ár  er íslenskur en þeir sem koma erlendis frá eru ýmist með tengingar við Frakkland eða Noreg, eða hvort tveggja,“ segir Þórunn Gréta Sigurðardóttir, tón­ skáld og listrænn stjórnandi tón­ listar hátíðarinnar Myrkra músík­ daga í Hörpu, sem hefst á morgun. „Þórunn Gréta er nýr formaður Tónskáldafélags Íslands og segir Myrka músíkdaga stærsta verkefnið á herðum formanns félagsins og stjórnar þess. „Hátíðin var stofnuð 1980 sem vettvangur tónskálda til að fá verk sín flutt, ekki síst hin til­ raunakenndari. Líka til að flytjendur fái tækifæri til að túlka samtímatón­ list, sem er ekki síður mikilvægt.“  Þrjátíu og fimm verk verða frum­ flutt á hátíðinni í ár, að sögn Þór­ unnar Grétu. Hún viðurkennir að það krefjist einbeitingar að hlýða á mikið af nýrri tónlist á stuttum tíma. „Ef ég ætla að taka hátíð með trompi þá set ég mig í þær stellingar og svo tek ég mér tíma í að melta. Eyrað og hugurinn þjálfast í þessu efni, maður er alltaf að leita og lifir lengi á upplifuninni.“ Ásókn erlendra gesta í að koma efni sínu að á Myrkum músík­ dögum eykst jafnt og þétt, að sögn Þórunnar Grétu. „Eitt af því sem mér kom hvað mest á óvart þegar ég tók við embættinu er hversu margar umsóknir komu erlendis frá. Við reynum að finna út hvað passar og hverju við höfum efni á, það er mikið púsluspil.“  Hún segir ekki aðeins erlenda höfunda og flytj­ endur sækjast eftir koma á Myrka músíkdaga, heldur einnig áheyr­ endur og hátíðin sé jafnan vel sótt. „Við fögnum því vissulega að vekja áhuga, það hlýtur að vera mark­ mið okkar í stóra samhenginu,“ segir hún og bendir á að dagskrá hátíðarinnar  sé á darkmusicdays. is/dagskra/ Þórunn Gréta býr austur á Eski­ firði og notar nýjustu tækni til sam­ skipta út fyrir plássið. „Þegar maður býr við nettengingu auðveldar það allt. Við höldum venjulega stjórnar­ fundina á Skype og það er lítið mál. Ég starfa líka með fólki í útlöndum í öðrum verkefnum og nota  allar boðleiðir sem til eru. En ég kem að jafnaði suður einu sinni í mánuði og sit fundi. Formenn fagfélaga eru í ýmsum ráðum, meðal annars stjórn Bandalags íslenskra listamanna.“ Það er rúmt ár síðan  Þórunn Gréta  flutti austur. Hún  ólst upp á Fljótsdalshéraði en flutti þaðan strax eftir útskrift úr Menntaskól­ anum á Egilsstöðum og hóf sitt tónlistarnám. Bjó í Reykjavík í tíu ár og Hamborg í tvö og hálft. Af hverju varð Eskifjörður fyrir val­ inu? „Maðurinn minn er prestur og þá er voða erfitt að ákveða fyrirfram hvar maður ætli að búa. En lang­ flest verkefni sem ég tek að mér eru í Reykjavík, fyrir utan það að semja tónlist.“ gun@frettabladid.is Þrjátíu og  fimm verk frumflutt á Myrkum Þórunn Gréta Sigurðardóttir tók við formennsku í Tónskáldafélagi Íslands á síðasta ári og er nú að leggja lokahönd á undirbúning hátíðarinnar Myrkra músíkdaga sem hefst á morgun og stendur í þrjá daga. „Ef ég ætla að taka hátíð með trompi set ég mig í þær stellingar og svo tek ég mér tíma í að melta,“ segir Þórunn Gréta. Fréttablaðið/VilhElm Leikhús Umhverfis jörðina á 80 dögum HHHHH Þjóðleikhúsið Eftir Karl Ágúst Úlfsson og Sigurð Sigurjónsson, byggt á samnefndri sögu Jules Verne leikstjórn: Ágústa Skúladóttir leikarar: Sigurður Sigurjónsson, Örn Árnason, Karl Ágúst Úlfsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Baldur Ragnarsson, Gunnar Ben, Jón Stefán Ragnarsson og Stella Björk Hilmarsdóttir Söngtextar: Karl Ágúst Úlfsson tónlist: Baldur Ragnarsson og Gunnar Ben leikmynd: Högni Sigurþórsson búningar: Leila Arge lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Árið 1889 setti blaðakonan og frum­ kvöðullinn Nellie Bly heimsmet en hún var fyrsta manneskjan til að ferðast í kringum heiminn á undir áttatíu dögum. Ferðin, sem hún kláraði á sjötíu og tveimur dögum, var innblásin af Jules Verne og ævin­ týrabók hans Umhverfis jörðina á 80 dögum sem kom út 1873. Þjóðleikhúsið frumsýnir sitt annað barnaleikrit á þessu leikári, nú fyrir yngri börnin sem er gleði­ efni. Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sigurjónsson skrifa handritið, sá fyrrnefndi skrifar söngtexta og Ágústa Skúladóttir leikstýrir. Sögu­ þráðurinn fylgir þeim félögum Fílíasi Fogg og Passepartout í kapphlaupi sínu í kringum jarðarkringluna en Karl Ágúst og Sigurður krydda söguna með þekktum persónum úr mannkynssögunni s.s. Mahatma Gandhi, Abraham Lincoln og Vikt­ oríu drottningu. Stíll sýningarinnar sækir í hug­ myndafræði gufupönksins svokall­ aða, eða ‘steampunk’ á ensku, en þar blandast viktorísk fagurfræði saman við vísindaskáldskap og tæknimenn­ ingu iðnbyltingarinnar. Gallinn er sá að sýningin á ekki heima á stóra sviði Þjóðleikhússins heldur í smærra rými. Aðeins brotabrot af sviðinu er nýtt, hvorki baksviðið né fremri partur þess er notað að neinu leyti. Þannig er þrengt að persónunum og sniðugum leikhúslausnum Ágústu, sem ekki tekst að kynda undir sög­ unni. Sigurður leikur Fogg og Örn Árna­ son hans trausta aðstoðarmann, Passe partout. Báðir eru þeir firnaf­ ínir gamanleikarar en virðast treysta á gamla takta. Sigurður verður þann­ ig of stífur og Örn finnur grínhreim úr kistum Spaugstofunnar, þó er alltaf óborganlegt að sjá líkams­ beitingu hans. Karl Ágúst leikur lögregluþjóninn Fix sem eltir parið umhverfis hnöttinn. Fix er háður undarlegum kæk en hann talar oftar en þurfa þykir um og við sjálfan sig í þriðju persónu. Annars sýnir þrenn­ ingin ágætan leik en ekki hinn orku­ mesta, sprengikraftinn skortir. Saga Aúdu, leikin af Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, missir nær algjörlega marks. Þó að hlutverk hennar sé uppfært og henni gefið meira vægi situr það illa í handritinu alveg frá byrjun. Ólafía Hrönn er ótrúlega fær leikkona og reynir að gæða hana lífi en allt kemur fyrir ekki. Einnig verður að hafa varann á þegar aðrir menningarheimar og þjóðflokkar eru sviðsettir, þar verður að stíga mjög varlega til jarðar. Jón Stefán Sigurðsson og Stella Björk Hilmars­ dóttir leika ýmis aukahlutverk en hvorugt nær að setja mark sitt á sýninguna. Leikmyndahönnuður er Högni Sigurþórsson en heimskortið sem sýnir ferðaleið þeirra félaga er þar miðpunktur. Vegna þess að einungis partur af sviðinu er notaður er nær ekkert pláss fyrir tilfæringar, bæði kortið og fallega gufuvélin eru kirfi­ lega niðurnegld og flöt. Af þessum sökum er einnig krefjandi að lýsa sýninguna á góðan máta en lýsing Ólafs Ágústs Stefánssonar gerir ágæt­ lega þó sum atriðin séu oft einfald­ lega of dimm. Leila Arge sér um bún­ inga þar sem brúnu ullarjakkafötin ríkja en búningalausnir og skiptingar eru stundum vel heppnaðar. Þeir Baldur Ragnarsson og Gunnar Ben, hljóðfæraleikararnir fjölhæfu og knáu, stela aftur á móti senunni. Þeir spila á nærri þrjátíu mismunandi hljóðfæri frá öllum heimshornum og tímabilum, að auki syngja þeir virki­ lega vel og rífa upp stemminguna. Í þeirra höndum lifnar sýningin við, tempóið breytist og menningarblæ­ brigði heimsins birtast áhorfendum á frumlegan máta. Bara ef fleiri senur hefðu verið eins og atriðið þegar leik­ hópurinn spilaði á japönsku taiko­ trommurnar. Þrátt fyrir kitlandi fyrirheit þá nær Umhverfis jörðina á 80 dögum aldrei flugi, nánast negld við sviðið og í lengri kantinum. Tónlistarmenn­ irnir tveir og söngtextar Karls Ágústs færa sýninguna í hærri gæðaflokk, þó með naumindum. Sigríður Jónsdóttir NiðUrstaða: Tónlistin gefur sýningunni lit og líf. Langdregin heimsreisa Við föGnuM ÞVÍ ViSSuleGa að Vekja áhuGa, Það hlýTur að Vera MarkMið okkar Í STóra SaMhenGinu. ÚTSALA H E I L S U R Ú M A R G H !!! 2 60 11 6 #3 KING KOIL MORENAQueen Size rúm (153x203 cm)FULLT VERÐ 278.711 kr. ÚTSÖLUVERÐ 139.356 kr. 50% AFSLÁTTUR! Millistíf 5-svæða skipt 798 pokagormakerfi og stífir kantar ásamt þrýstijöfnunar gelsvampi í toppi. Pu-leðurklæddur botn með fótum. 2 7 . j a N ú a r 2 0 1 6 M i ð V i k U D a G U r20 M e N N i N G ∙ F r É t t a B L a ð i ð menning 2 6 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 4 7 -E A C 8 1 8 4 7 -E 9 8 C 1 8 4 7 -E 8 5 0 1 8 4 7 -E 7 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.