Fréttablaðið - 27.01.2016, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 27.01.2016, Blaðsíða 32
 Fæstir huga að örygg- ismálum fyrr en brotist hefur verið inn. Tjónið getur verið ómetanlegt. Guðmundur S. Jónsson segir árásir og innbrot á vefi daglegt brauð. Nokkur góð ráð til að verjast árásum 1. Notaðu sterkt og afgerandi lykilorð sem auðvelt er að muna. Orðið þarf að innhalda að minnsta kosti átta stafi sem bæði eru bók- og tölu- stafir. 2. Ekki nota admin sem notandanafn í uppsetningu. 3. Lágmarkaðu innskráningar í stjórnborðið með því að láta þær ein- göngu miðast við þína IP-tölu. Gott er að setja 25 sekúndna bið á not- anda sem slær inn rangt lykilorð. 4. Notaðu rafræn skilríki eða snjallsíma við innskráningu. (island.is eða clef). 5. Veldu örugga hýsingu hjá traustu fyrirtæki. 6. Mundu að setja inn reglulegar uppfærslur. 7. Taktu afrit reglulega.   Árásir og innbrot á vefi eru daglegt brauð í okkar háþróaða tæknisamfélagi. En svipuð lög- mál gilda um netöryggismál og heimaöryggis mál. Fæstir huga að þeim fyrr en brotist hefur verið inn. Tjónið sem af því hlýst getur oft verið ómetanlegt og gjarn- an kostað miklu vinnu. Af þeim sökum þurfa öryggismál að vera í föstum skorðum þegar vefsíður eru annars vegar. Að þessu leyti er sérhæfing ör- yggismála okkar aðalsmerki. Þegar kemur að því að verjast rafrænum vágestum, þá er uppsetningin í raun sérsniðin að þeim þörfum sem skapast hverju sinni. Nærtækustu dæmin eru eigin eldveggur ásamt ýmsum viðbótum sem einfaldlega loka á allar mögulegar ógnir sem steðja að hverju sinni. Í Wordpress eru fyrirliggjandi ýmsar fleiri lausnir sem vert er að benda á. Þannig er hægt að lág- marka árásir með því að fjarlægja sjálfgefna notandann (admin) og setja inn í staðinn notandanafn- ið kerfisstjóri. Hér ber að hafa í huga að þó svo að Wordpress kapp- kosti að uppfæra sín öryggismál þá verða vefsíðueigendur að hafa vak- andi auga yfir sínum tölvukerfum. Þar má einu gilda hvort þau heita Wordpress eða eitthvað annað. veFlauSnir Kynningarblað 27. janúar 201610 um fyrirtækið Tæknifyrirtækið Netheimur hefur verið starfrækt í 17 ár og hefur á þeim tíma byggt upp mikla sérhæf- ingu á sviði reksturs tölvukerfa, hýsingar og hugbúnaðarsmíði. Starfsemin fer fram í vistlegu hús- næði að Sóltúni 26. Þetta er mátu- lega stór vinnustaður þar sem finna má samhentan, glaðlegan og vinnu- saman starfsmannahóp sem býr að fjölbreyttum bakgrunni, menntun og aldursdreifingu. Mannskapur- inn er vel í stakk búinn til að svara þeim kröfum og takast á við þær áskoranir sem eingöngu fagmenn eru færir um að leysa af hendi. Leiðarstefið í allri vinnu Netheims felst þó ávallt í því að kapp sé best með forsjá. Hagur viðskiptavina er hagur Netheims segir Guðmundur Ingi Hjartar son framkvæmdastjóri. lúllabúð Lúllabúð er hugbúnaðardeild Net- heims sem sérhæfir sig í hönnun og uppsetningu á vefsíðum og „öppum“ fyrir snjallsíma. Hjá Lúllabúð leggj- um við ríka áherslu á notendavæna hönnun og viljum taka mið af not- andanum í öllu okkar vinnuferli, allt frá fyrsta fundi til lokaniðurstöðu. Því er það markmið okkar að sníða vörur að þörfum notenda, í stað þess að láta þá aðlagast að okkar vöru. Við rekum vefi og vefkerfi fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstak- linga. Þau eru ýmist hýst hjá okkur eða á öðrum stað. A ð því leyti felst sérhæfingin í WordPress forrit- un og hönnun fyrir vefsíður ásamt rekstri á einu af rótgrónustu hýs- ingarkerfum landsins undir merk- inu XNET.IS. Meðal viðskiptavina okkar eru vefir eins og Nútíminn, Miðjan, Fréttanetið, Krónan, Nóa- tún, Ellos og Lögregluvefurinn. Öll þessi fyrirtæki hafa valið þá leið að fara yfir í WordPress. Veraldarvefurinn er í stöð- ugri þróun og leggjum við mikið upp úr því að kynna okkur nýj- ustu tækni og aðferðafræði til þess að teljast samkeppnishæf innan markaðarins. Sum verkefni krefjast sérlausna, sem verða til þess að við könnum ótroðnar slóð- ir og erum við með öllu óhrædd við að feta þann veg. Ekkert verk er of lítið eða of stórt, enda koma viðskiptavinir okkar úr öllum krókum og kimum atvinnulífsins. Öll verkefni hafa sína eiginleika og áskoranir sem við leitumst eftir að takast á við í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar. Ekkert veitir okkur jafn mikla ánægju eins og að ganga frá góðu verki þar sem allar óskir viðskiptavinarins hafa verið upp- fylltar. Sérfræðingar í WordPress og öryggismálum Lúllabúð er hugbúnaðardeild Netheims sem sérhæfir sig í hönnun og uppsetningu á vefsíðum og „öppum“ fyrir snjallsíma.  einföld ráð til að verjast vefsíðuárásum mynd/STeFán starfsfólk Netheims hefur hannað, smíðað og sett upp ýmsar sérhæfðar forritunar- og kerfislausnir. Með því móti höfum við veitt ýmsum fyrirtækjum margháttaðan stuðning við að hagræða í sínum rekstri. Starfsmenn okkar búa yfir áralangri reynslu og faglegri þekkingu sem ávallt miðar að því að gæta hagsmuna hvers viðskiptavinar með persónulegri þjónustu. 2 6 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 4 7 -E 0 E 8 1 8 4 7 -D F A C 1 8 4 7 -D E 7 0 1 8 4 7 -D D 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.