Fréttablaðið - 27.01.2016, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 27.01.2016, Blaðsíða 14
Í dag 11.00 Qatar Masters Golfstöðin 19.10 Haukar - Keflavík Sport 3 19.40 Man. City - Everton Sport & 2 Domino’s-deild kvenna: 19.15 Stjarnan - Grindavík Ásgarður 19.15 Hamar - Valur Hveragerði 18.00 Haukar - Keflavík Ásvellir EM 2016 – Milliriðill 1: 15.00 Makedónía - Hvíta-Rússland 17.15 Frakkland - Noregur 19.30 Pólland - Króatía EM 2016 – Milliriðill 2: 15.00 Svíþjóð - Ungverjaland 17.15 Þýskaland - Danmörk 19.30 Spánn - Rússland Handbolti Stórleikur kvöldsins á Evrópumótinu í Póllandi er ekki bara Íslendinga- og nágrannaslagur heldur einnig einn af lykilleikjunum í barátt- unni fyrir að fá að spila um verðlaun á Evrópumótinu í ár. Danir mæta þá Þjóðverjum í lokaumferð milliriðils EM og í boði er sæti í undanúrslitum keppninnar. Fulltrúar íslensku þjóðarinnar Íslenska handboltalandsliðið lauk keppni eftir aðeins þrjá leiki en íslensku þjálfararnir, Guðmundur Guðmundsson með danska lands- liðið og Dagur Sigurðsson með þýska landsliðið, hafa haldið uppi heiðri þjóðarinnar á mótinu. Danir eru ósigraðir með fimm sigra í fimm leikjum og Þjóðverjar hafa unnið fjóra leiki í röð eftir að þeir komu til baka eftir tap fyrir Spán- verjum í fyrsta leik. Þetta eina tap Þjóðverja á móti Spáni gæti þó reynst þeim dýrkeypt þegar lokastaða milli- riðilsins er tekin saman. Guðmundur og Dagur eru báðir á sínu öðru stórmóti með sín landslið en þrátt fyrir að Guðmundur hafi endað tveimur sætum ofar með sitt lið á heimsmeistaramótinu í Katar fékk Dagur meira hrós fyrir sína fram- göngu fyrir ári. Dagur var að þróa nýtt lið og þótti gera vel með því að ná sjöunda sætinu og tryggja sig inn í forkeppni Ólympíuleikanna. Það voru hins vegar vonbrigði fyrir Dani að spila ekki um verðlaun enda að flestra mati með lið sem hafði alla burði til þess. Meiðsli í báðum liðum í aðdrag- anda EM í Póllandi þýddu að það reyndi enn meira á íslensku þjálfar- ana. Guðmundur missti klettinn úr vörninni (Rene Toft Hansen) en Dagur hefur verið einkar óheppinn með meiðsli manna og sú þróun hefur haldið áfram á mótinu sjálfu. Dagur mætir í raun með hálfgert b-lið í leikinn við Dani enda búinn að missa fastamann úr öllum stöðum. Það er því meiri brekka hjá Degi en Guðmundi fyrir leik kvöldsins. Úrræðagóðir þjálfarar Guðmundur og Dagur hafa báðir sýnt hversu úrræðagóðir þeir eru í sínum leikjum og tilfærslur þeirra og breyt- ingar eiga mikinn þátt í því hversu vel hefur gengið í seinni hálfleikjum liðanna. Þýska liðið var þannig fjórum mörkum undir á móti Svíum en vann fyrstu fimmtán mínútur seinni hálf- leiksins með átta mörkum og leikinn síðan með einu marki. Dagur notaði tvo línumenn í sókninni í seinni hálf- leik sem breytti miklu fyrir sóknar- leikinn. Danska liðið var undir í hálfleik í leikjum sínum við Svartfellinga og Spánverja en vann seinni hálfleik- inn í þessum tveimur leikjum með ellefu mörkum. Í leiknum við hið sterka lið Spánverja lét Guðmundur Mikkel Hansen spila sem leikstjór- nanda í seinni hálfleiknum sem gekk fullkomlega upp enda kom Michael Dam gaard frábærlega inn í vinstri skyttuna. Danir unnu seinni hálfleik- inn með sjö marka mun. Mættust á EM 2010 og HM 2015 Guðmundur og Dagur hafa mæst tvisvar sinnum með sín landslið á stórmótum, fyrst á Evrópumótinu fyrir sex árum og svo aftur á HM í Katar fyrir ári. Í bæði skiptin varð niðurstaðan jafntefli og í báðum til- fellum eftir dramatíska endurkomu annars liðsins. Lærisveinar Dags í austurríska landsliðinu náðu þannig að vinna upp þriggja marka mun íslenska landsliðsins á síðustu 50 sekúndunum þegar Austurríki og Ísland gerðu 37-37 jafntefli í riðlakeppni EM 2010. Í fyrra var það aftur á mótið komið að liði Guðmundar að vinna upp þriggja marka mun á lokamínút- unum. Strákarnir hans Dags voru þá með þriggja marka forystu þegar rétt tæpar tíu mínútur voru eftir en Danir unnu lokakaflann 6-3 og tryggðu sér 30-30 jafntefli. Tveir leikir eru því að baki milli þeirra Guðmundar og Dags og hvor- ugur hefur fagnað sigri. Þeir þekkja það þó að fagna sigri hvor á móti öðrum enda mættust þeir átta sinnum í þýsku deildinni frá 2010 til 2014. Guðmundur og lið hans Rhein-Neck- ar-Löwen unnu fjóra af leikjunum átta en Dagur vann tvo. Dagur og Guðmundur þekkjast líka mjög vel sem samstarfsmenn enda var Dagur fyrirliði Guðmundar þegar Guðmundur þjálfaði íslenska lands- liðið í fyrra skiptið á árunum 2001 til 2004. Dagur verður að vinna Danir gerðu jafntefli við Svía í gær og eru með einu stigi meira en Þýskaland og Spánn. Jafnteflið þýðir að staða Spánverja styrktist en þeir munu með sigri á Rússum í síðasta leik riðilsins í kvöld tryggja sér sæti í undanúrslit- unum, óháð því hvernig viðureign Dana og Þjóðverja fer fyrr um daginn. Danska liðið vinnur riðilinn með því að ná að minnsta kosti jafntefli gegn Þýskalandi í dag. Með tapi er Danmörk aðeins úr leik ef Spánn vinnur sinn leik gegn Rússlandi. Þýskaland fer áfram með sigri en eitt stig dugir aðeins ef Spánn tapar sínum leik. Með tapi eru Dagur og hans menn einfaldlega úr leik, óháð úrslitanna í leik Spánar og Rússlands. Íslenskt handboltaáhugafólk fylgist því örugglega spennt með lokaumferð riðlakeppninnar á Evrópumeistar- mótinu í handbolta í kvöld. Sögulegur dagur fyrir Ísland? Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson mætast í þriðja sinn á stórmóti í dag og hvorugur þeirra náði að fagna sigri í hin skiptin. Báðir geta þeir komist með landslið sín í undanúrslitin á EM í Póllandi. EM 2016 – milliriðill 2 Spánn - Ungverjaland 31-29 Mörk: Valero Rivera 5 – Laszlo Nagy 9. Svíþjóð - Danmörk 28-28 Mörk: Johan Jakobsson 5, Mattias Zachr­ isson 5, Andreas Nilsson 5 – Michael Damgaard 7. Efst Danmörk 7 Þýskaland 6 Spánn 6 Neðst Rússland 3 Svíþjóð 2 Ungverjaland 0 Nýjast alfreð á förum? Fótbolti.net staðhæfði í gær að Alfreð Finnbogason hefði óskað eftir því að fá að yfirgefa herbúðir gríska liðsins Olympiakos en þar er hann í láni frá Real Sociedad á Spáni. Alfreð hefur fá tækifæri fengið með gríska liðinu á leiktíðinni en hann hefur verið orðaður við lið í ítölsku úrvalsdeildinni. Lokað verður fyrir félagaskipti í flestum löndum Evrópu um mánaðamótin. Svíar tryggðu sér dramatískt jafntefli gegn Dönum með marki á loka- sekúndum leiksins. Dönum nægir jafntefli gegn Þýskalandi í dag til að komast áfram í undanúrslit en sigri Spánn Króatíu í kvöld fer liðið áfram á kostnað annað hvort Þýskalands eða Danmerkur. lindberg orðinn refur Erlingur Richardsson fékk mikinn liðsstyrk í gær þegar lið hans, Füchse Berlin, gekk frá þriggja ára samningi við danska landsliðsmanninn Hans Lindberg. Þessi öflugi hornamaður var án félags þar sem gamla liðið hans, Hamburg, er orðið gjaldþrota en hann hafði spilað með liðinu síðan 2007 og orðið Evrópumeistari, þýskur meistari og bikarmeistari á þeim tíma. „Ég hlakka mikið til. Við höfum átt gott samtal og ég er spenntur fyrir því að fá að vera hluti af þessu liði og spila með þeim góðu leikmönnum sem eru þar,“ sagði Lindberg í gær. Füchse Berlin er í fimmta sæti þýsku úrvals- deildarinnar en með liðinu leikur vinstri horna- maðurinn Bjarki Már Elísson. Landslið Guðmundar og Dags hafa tvívegis mæst á stórmóti í handbolta. Jafn­ tefli varð niðurstaðan í báðum leikjum. Fyrsta viðureignin Evrópumótið í Austurríki Riðlakeppni, 21. janúar 2010 í Linz Ísland og Guðmundur Guðmundsson 37-37 Austurríki og Dagur Sigurðsson Önnur viðureignin Heimsmeistaramótið í Katar Riðlakeppni, 20. janúar 2015 í Lusail Danmörk og Guðmundur Guðmundsson 30-30 Þýskaland og Dagur Sigurðsson Þriðja viðureignin Evrópumótið í Póllandi Milliriðill, 27. janúar 2015 í Wroclaw Danmörk og Guðmundur Guðmundsson Klukkan 17.15 í kvöld Þýskaland og Dagur Sigurðsson Enski deildabikarinn Liverpool - Stoke (0-1) 0­1 Marko Arnautovic (45.). Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit í síðari leik liðanna í undanúr- slitum sem fór fram á Anfield í gær. Framlengingunni var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. 2 7 . j a n ú a r 2 0 1 6 M i Ð V i K U d a G U r14 s p o r t ∙ F r É t t a b l a Ð i Ð sport Óskar Ófeigur Jónsson ooj@frettabladid.is 2 6 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 4 7 -B E 5 8 1 8 4 7 -B D 1 C 1 8 4 7 -B B E 0 1 8 4 7 -B A A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.