Fréttablaðið - 27.01.2016, Page 23

Fréttablaðið - 27.01.2016, Page 23
 Hjá TM Software starfa um 70 sérfræðingar með áratuga reynslu víðsvegar úr atvinnu- lífinu. Starfsmenn fyrirtækisins hafa skapað TM Software sér- stöðu á markaði í ráðgjöf, þjón- ustu og hugbúnaðarþróun fyrir íslensk sem og erlend fyrirtæki. Veflausnir 27. janúar 2016 Kynningarblað TM Software | Stefna | Kosmos og Kaos | Tækniskólinn | Netheimur | Davíð og Golíat TM Software hefur unnið að fjölda verkefna á sviði þjónustuvefsvæða með sjálfsafgreiðslu og fer sá þáttur í starfsemi TM Software sí­ fellt vaxandi. Verkefnin eru margvísleg og eru unnin fyrir stór sem smá fyrirtæki í öllum geirum atvinnulífsins. Árang urinn hefur ekki látið á sér standa og var þjónustu­ vefurinn heilsuvera.is kosinn besti íslenski vefurinn á síðasta ári af Samtökum vefiðnað­ arins á Íslensku vefverðlaununum. Fjölbreytni verkefna „Rafræn samskipti í gegnum þjónustuvefi frá TM Software eru mjög fjölbreytt,“ segir Brynjar Kristjánsson, forstöðumaður sér­ lausna hjá TM Software. „Allt frá því að skrá inn álestur á orku­ notkun hjá Orkuveitu Reykjavíkur og skila inn tekjuáætlun hjá Tryggingastofnun rík­ isins yfir í að skoða lyfseðla, bólusetningar og skrá sig sem líffæragjafa á heilsuvera.is“. Sjálfsafgreiðsla á vefnum „Þjónustuvefir eru opnir allan sólarhring­ inn og fólk getur sinnt sínum erindum á þeim tíma sem hentar, og hver og einn er fremstur í röðinni,“ bætir Brynjar við. „Fyrirtæki og stofnanir sem bjóða upp á þjónustu og sjálfs­ afgreiðslu í gegnum „Mínar síður“ eða þjón­ ustuvefi geta náð miklu samkeppnisforskoti. Þjónustustigið vex til muna með tilkomu sjálfsafgreiðslu á vefnum. Til viðbótar við aukið þjónustustig er hægt að ná fram mik­ illi hagræðingu innan fyrirtækja og stofnana með öflugum þjónustuvef,“ segir Brynjar. Örugg rafræn samskipti Þjónustuvefir sem unnir eru af TM Softw­ are eru settir upp í vefumsjónarkerfinu WebMast er sem þróað er af Veflausnasviði TM Software og er rík áhersla lögð á öryggis­ mál. Hægt er að tengja þjónustuvefina við aðgangsstýringar eins og rafræn skilríki og Íslykil. Hver eru fyrstu skrefin? „Áður en ráðist er í smíði og uppsetningu þjónustuvefs er lykilatriði að greina vel hver þörfin er hjá viðskiptavinum,“ segir Brynj­ ar. „Hjá TM Software starfa reynslumikl­ ir ráðgjafar sem koma að upphafsvinnunni og greiningu í náinni samvinnu við við­ skiptavini. Sú greining skilar þá prótótýpu af fyrstu útgáfu lausnarinnar sem síðan er farið með í vefhönnun og svo setur hugbún­ aðarteymi TM Software þjónustuvefinn upp,“ segir Brynjar. TM Software í mikilli sókn með Þjónustuvefi og „Mínar síður“ Þjónustuvefsvæði, eða svokallaðar „Mínar síður“, og rafræn samskipti hafa aukist til muna undanfarin ár. TM Software býður upp á öflugar lausnir til að byggja upp þjónustuvefsvæði til notkunar fyrir sjálfsafgreiðslu viðskiptavina. Brynjar Kristjánsson er forstöðumaður sérlausna. brynjar Kristjánsson forstöðumaður sérlausna hjá TM Software, segir að fyrirtæki sem bjóða upp á öfluga þjónustuvefi geti náð miklu samkeppnisforskoti. Mynd/Ernir Dæmi um þjónuStuveFi Hjá tm SoFtware l Á þjónustuvef Orkuveitu reykjavíkur er hægt að skrá álestra, fylgjast með orkunotkun og bera saman eigin orkunotkun við aðra notendur. Einnig er hægt að skoða reikninga og viðskiptastöðu. www.veitur.is l Heilsuvera er þjónustuvefur þar sem notandi getur átt í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna eins og til að bóka tíma hjá heimilislækni. Þar er hægt að nálgast gögn sem skráð eru um hann í heilbrigðiskerfinu á Íslandi, eins og t.d. lyfseðla og bólusetningar. Heilsuvera var valinn besti íslenski vefurinn 2014 af Samtökum vefiðnaðarins á Íslensku vefverðlaununum. www.heilsuvera.is l Á þjónustusíðum Tryggingastofnunar ríkisins eru allar helstu þjónustuleiðir stofnunarinnar í boði. Hægt er að skila inn umsóknum og tekjuáætlun og sjá niðurstöður bráðabirgðaútreiknings. Einnig er aðgangur að öllum rafrænum skjölum sem tilheyra viðkomandi notanda í samskiptum hans við TR. minarsidur.tr.is orkuveita reykjavíkur: tryggingastofnun ríkisins: Heilsuvera 2 6 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 4 7 -F 4 A 8 1 8 4 7 -F 3 6 C 1 8 4 7 -F 2 3 0 1 8 4 7 -F 0 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.