Fréttablaðið - 27.01.2016, Page 42

Fréttablaðið - 27.01.2016, Page 42
Stjórnar - maðurinn @stjornarmadur Markaðurinn Miðvikudagur 27. janúar 2016fylgirit fréttablaðsins um Viðskipti og fjármál | Íslenska úrvalsvísitalan 1.789,42 7,88 (0,44%) Viðskiptavefur Vísis @VisirVidskiptiwww.visir.is 1,9 prósent atVinnuleysi Atvinnuleysi var 1,9 prósent í desember sam- kvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Atvinnuleysi hefur ekki mælst minna frá nóvember 2007 þegar það mældist 1,3 pró- sent. Atvinnuleysi í desember fyrir ári var 4,3 prósent og hefur vinnuafli fjölgað um 4.800 á einu ári. Starfandi fjölgaði um 9.100 og hlutfallið af mannfjölda jókst um 2,9 prósent. Atvinnu- lausum fækkaði um 4.300 manns og hlutfall þeirra af vinnuaflinu minnkaði um 2,4 stig. 21.01.2016 Maður getur alltaf verið vitur eftir á en við teljum að við höfum gætt okkar hagsmuna ágætlega í þessu máli, það er að segja að hags- munir okkar vegna yfirtöku á Visa Europe séu ágætlega tryggðir. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans 6,4 prósent lækkun Úrvalsvísitalan í Sjanghæ lækkaði um 6,4 prósent í gær og lækkaði Shenzen- úrvalsvísitalan um 7,1 prósent. Í kjöl- farið lækkaði hlutabréfaverð í öðrum Asíulöndum. Erfið byrjun á árinu á hlutabréfamarkaði í Kína virðist enn ekki á enda. Ástæða lækkunar hlutabréfa í Kína er rakin til svartsýni á uppgjör hjá tölvufyrirtækjunum Apple og Alibaba. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands tók dýfu eftir áramótin og lækkaði um rétt tíu prósent á tveggja vikna tímabili. Hún hefur nú að einhverju leyti rétt úr kútnum, þótt nokkuð sé í land að tap fyrstu daga ársins vinnist til baka. Eins undarlega og það kann að hljóma er þetta senni- lega hraustleikamerki á íslenska markaðnum. Verðþróunin er nefnilega að mestu í samræmi við þá sem orðið hefur á alþjóðamörkuðum. Þannig hefur sambærilegt verðfall orðið á hlutabréfavísitölum í New York og London. Verst hafa Kínverjar þó orðið úti en hlutabréfavísitalan í Sjanghæ féll um rétt 19 prósent á fyrstu tveimur vikum ársins. Ástæðurnar fyrir verðhruninu eru, eins og gengur og gerist, margþættar. Fyrir það fyrsta þá hefur olía hrunið í verði og er nú fatið á rétta þrjátíu dali sem er einungis fjórðungur þess verðs sem fékkst í árslok 2014. Alla- jafna á lágt olíuverð ekki að verða til þess að fella hlutabréfamarkaði, enda mörg fyrirtæki sem dafna á tímum ódýrari olíu. Líklegt er að bætt lausafjárstaða slíkra fyrirtækja skili sér í leiðréttingu á hlutabréfa- mörkuðum þegar fram líður. Til skamms tíma eykur olíuverðið þó á óvissuna á mörkuðum. Blikur eru á lofti um efnahagsástandið í Kína sérstaklega, en einnig í Rúss- landi og mörgum olíuríkja Austur- landa nær. Þessi lönd hafa gegnt mik- ilvægara hlutverki en áður í að snúa hjólum alheimshagkerfisins í kjölfar lausafjárkreppunnar árið 2008. Við þetta bætist svo að afkomutalna nokkurra félaga er beðið með eftir- væntingu. Þar vegur Apple þyngst sem stærsta fyrirtækið vestanhafs og ágætis mælieining á stemningu meðal neytenda hverju sinni. Hvað ástæður fyrir falli hluta- bréfa hér á landi varðar þá sér nú fyrir endann á gjaldeyrishöftunum, en brotthvarf þeirra ætti að gera íslenskan hlutabréfamarkað háðari erlendum sveiflum en verið hefur. Auk þess hefur komið fram að skuld- sett hlutabréfakaup hafa aftur færst í aukana hér á landi. Þeir sem fjár- magna kaup sín með slíkum hætti hafa meiri hvata til að selja þegar syrtir í álinn. Áhugavert er að fylgjast með ein- stökum félögum. Sennilega má rekja tíu prósenta lækkun N1 það sem af er ári til titrings á olíumarkaði, neikvæðrar umfjöllunar um einn stjórnarmanna félagsins og umræðu um skort á samkeppni á innlendum olíumarkaði. Erfiðara er hins vegar að rýna í lækkun á bréfum Ice- landair, en allajafna hefði sögulega lágt olíuverð og hvert metárið í ferðamennsku á fætur öðru talist til jákvæðra tíðinda. Merki um hraustleika 2 6 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 4 7 -B 4 7 8 1 8 4 7 -B 3 3 C 1 8 4 7 -B 2 0 0 1 8 4 7 -B 0 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.