Lögmannablaðið - 01.07.1998, Blaðsíða 6

Lögmannablaðið - 01.07.1998, Blaðsíða 6
6 Lögmannablaðið Mörður er ekki einn af þessum lögmönnumsem eru stöðugt í útlöndum á mikilvæg-um fundum. Utanlandsferðir Marðar höfðu fram að þessu takmarkast við Mæjorkaferðir með félögunum áður en hann giftist, en hin seinni ár við sumarhúsaferðir með fjölskyldunni í eitthvert rigningarbælið á Jótlandi eða í Hollandi. Lögmannafélagið auglýsti námsferð til Luxem- borgar og Brussel og Mörður var einn af þeim fyrstu til að skrá sig í ferðina. Hann hafði heyrt ým- islegt um námsferðir Lögmannafélagsins til útlanda og vissi fyrir víst að þessar námsferðir voru ekkert annað en dulbúnar skemmtiferðir, sem samanstóðu af kokteilboðum og ferðum á fótboltaleiki. Að vísu fóru að renna tvær grímur á Mörð þegar hann sá dagskrá ferðarinnar. „Hvar voru hádegis- verðarboðin, móttökurnar, dinnerarnir?”. Dagskráin var ekkert annað en fyrirlestrar og það frá því snemma á morgnana og langt fram á kvöld. Mörður gerði sér far um að spyrja kollegana hvenær sem færi gafst á hvort þeir ætluðu ekki í „FERÐINA”? Auðvitað var Mörður búinn að lúslesa þátttakendalistann og vissi nákvæmlega hverjir ætl- uðu með og hverjir ekki, en með þessu kom hann því á framfæri að hann væri að fara. Þegar nær dró ferðinni hafði Mörður sérstaka nautn af því að segja kúnnunum: „Nei, því miður, þetta getur ekki orðið í næstu viku, ég verð í Brussel í embættiser- indum” og lét það svona liggja í loftinu að hann væri að fara í mikilvæga samningsgerð fyrir lýð- veldið. Oft hafði Mörður hlustað með öfund og að- dáun á ýmsa kollega sína, sem alltaf virtust vera á þönum milli landa á mikilvægum fundum og í erf- iðum samningaviðræðum. Nú fannst honum hann vera kominn í þeirra hóp. Hann gaf síðan ritara sínum strengileg fyrirmæli um að segja öllum þeim sem í hann þyrftu að ná meðan hann væri í burtu að hann væri á viðskiptaferðalagi erlendis. Loks rann hinn langþráði dagur upp og Mörður hélt út á völl. Úti á velli byrjaði Mörður að sjálf- sögðu að fara í fríhöfnina með listann frá konunni yfir alls konar krem sem hann átti að kaupa. Mörð- ur átti von á mikilli gleði á leiðinni til Luxemborg- ar, fyllerí og flugfreyjur, en svo fór ekki. Lögmenn virtust vera búnir að missa alla náttúru fyrir slíku, a.m.k. svona snemma morguns. Ferðin til Luxemborgar var því tíðindalaus, en í Luxemborg tók á móti ferðalöngunum íslenskur rútubílstjóri með íslenska rútu. Rúta þessi var með lestunar- og losunarbúnaði (bjórkælir og klósett). Eftir dómstólaheimsóknir í Luxemborg var haldið áleiðis til Brussel og þangað komið síðla kvölds eftir fjöruga rútuferð. Á hótelinu í Brussel kom í ljós að mistök höfðu verið gerð við herbergjabók- unina. Alltof fá einsmannsherbergi höfðu verið bókuð. Mörður stóð frammi fyrir því að deila her- bergi með Sámi lögmanni, sem ættaður var úr Kópavogi, eða miðaldra, einhleypri lögfreyju, í meðalholdum. „Fagurt hold, en alltof fjarri beini” hugsaði Mörður og valdi Sám sem herbergisfélaga. Í ljós kom svo að þeir félagar, Sámur og Mörður, urðu ekki aðeins að deila herbergi, heldur einnig rúmi, þar sem aðeins eitt rúm var í herberginu, að vísu vel breitt. Þegar leið á nóttina kom í ljós að svefnfarir og svefnvenjur Sáms voru með ólíkind- um. Hann virtist vera alls staðar á rúminu í einu. Mörður hraktist nær og nær rúmbrúninni undan rymjandi og stynjandi Sámi og hugsaði að hann betur hefði hann valið hina mjúkholda lögfreyju. Mörður kom þreyttur og úrillur niður til morgun- verðar daginn eftir. Tóku nú við langir dag- ar. Endalausir fyrirlestrar. Fyrirlesararnir voru kokteilpinnar og snyrtipinnar úr diplomatíinu eða frá einhverjum alþjóðlegum stofnunum, sem hétu einhverjum skammstöfunum. Mörður hafði ekki heyrt helminginn af þeim nefndan fyrr. Loksins lauk nú þessum fyrirlestrum og svo virt- ist sem hægt væri að hefja ástundan hinna alvar- legri vísindaiðkana. Þeir ákváðu nokkrir félagarnir að fara út að borða. Á leiðinni gengu þeir fram á mann sem söng tregablandinni röddu á óskiljan- legu tungumáli. Í ljós kom að þetta var spænskur diplómat, sem hafði verið á einhverjum fundi í Brussel um evróið og tregaði nú örlög pesetans. Ís- lenskir lögmenn eru þekktir fyrir að vera góðir við lítilmagnann, hvort sem um er að ræða munaðar- laus börn, barnmargar ekkjur eða spænska dipló- mata og tóku þann spænska með sér inn á næsta matsölustað. Upphófst mikill fögnuður á spænsku og íslensku, en málið vandaðist þegar matseðlarn- ir komu. Þeir voru allir á frönsku. Einn þeirra fé- Af Merði lögmanni

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.