Lögmannablaðið - 01.07.1998, Blaðsíða 14
14 Lögmannablaðið
Starfsemi lögmannafélaga íBandaríkjunum (BNA) erflestum lögmönnum á Ís-
landi sjálfsagt framandi. Sam-
skipti Íslands og BNA á sviði
lögfræði er reyndar næsta tak-
mörkuð, þar sem á yfirborðinu
er um tvö ólík réttarkerfi er að
ræða. Að því er sjá má hafa
kynni íslenskra lögfræðinga af
réttarkerfi BNA helst verið í
tengslum við kynnisferðir á
vegum félagasamtaka og svo
umfjöllun fjölmiðla um ein-
staka dómsmál, samanber
Barnfóstrumálið á síðastliðnu
ári.
Sívaxandi straumur íslenskra lög-
fræðinga í meistaranám (LLM-
gráðu) í lögfræði til BNA hefur án
efa aukið þekkingu og skilning á
bandarískum lögum, og um leið
innsýn í Common Law (dómvenju)
réttarkerfi, eins og ríkir í fylkja-
dómskerfinu, en minna í alríkis-
dómskerfinu, þar sem áhrifa Civil
Law (lögbóka) réttar gætir í sívax-
andi mæli, að miðevrópskri fyrir-
mynd.
Í stuttri grein er enginn vegur að
gera málefnum lögmannafélaga í
BNA ítarleg skil. Af mörgu er að
taka. Hins vegar verður staldrað
við nokkra meginþætti í uppbygg-
ingu samtaka lögmanna í BNA.
Kynnt verða helstu atriði varðandi
skipulag, félagaþjónustu, skyldu-
aðild og eftirlitsvald yfir lögmönn-
um. Er sjálfsagt forvitnilegt fyrir ís-
lenska lögmenn að bera saman
skipan þessara mála vestan hafs
við það hvernig þessum málefnum
er háttað í hinum nýju lögum um
lögmenn, sem samþykkt voru af
Alþingi fyrir skömmu.
Skipulag lögmannafélaga
Réttarkerfi BNA finnst flestum all
flókið vegna greiningar þess í tvö
mjög sjálfstæð og óháð réttarkerfi.
Þetta eru annars vegar fylkjaréttur
og hins vegar alríkisréttur. Í stuttu
máli sagt þá hafa fylkjadómstólar
almenna lögsögu í öllum málefn-
um á sviði einka- og refsimála, en
alríkisdómstólar hafa takmarkaða
lögsögu og eru sett tiltekin vald-
mörk í stjórnarskrá BNA og alríkis-
lögum. Allir fylkjadómstólar eru þó
bundnir í dómum sínum af for-
dæmum Hæstaréttar Bandaríkj-
anna og alríkislöggjöf, ef tiltekið
svið heyrir undir alríkisvald sam-
kvæmt stjórnarskrá BNA.
Um málefni lögmanna og sam-
taka þeirra fer samkvæmt lögum
hvers fylkis. Þar er ekki alríkis-
valdi til að dreifa, heldur er skip-
an málefna lögmanna algerlega á
forræði hvers fylkis. Eins og nánar
verður greint síðar hefur þetta for-
ræði aðallega verið falið hæstarétti
fylkjanna og áfrýjunardómstólnum
í District of Columbia, sem hefur
sjálfstæða lögsögu í málum héraðs-
ins, sem nær yfir Washington DC,
að því er varðar lögmenn í því hér-
aði. Verður í greininni aðallega
vitnað í Lögmannafélag Flór-
ídafylkis, en skipan þessara mála
er nánast með sama hætti í öllum
fylkjum BNA.
Lögmannafélag Flórída er meðal
þeirra allra fjölmennustu í BNA,
með yfir 55.000 félagsmenn, þar af
eru um 9.000 í Miami-héraði einu.
Yfirstjórn lögmannafélagsins er í
höndum forseta og viðtakandi for-
seta, ásamt fylkisráði (Board of
Governors), þar sem eru 51 fulltrúi,
kosnir frá hverri hinna 20 þingháa
í Flórída, ásamt fulltrúum félags-
manna, sem búa utan fylkisins, og
fulltrúum skipuðum af Hæstarétti
Flórída. Fylkisráðið hefur eitt vald
til að skipa málefnum lögmanna
með þeim takmörkunum sem sett-
ar eru í reglum um lögmannafélag-
ið, ásamt ákvæðum í settum lögum
og stjórnarskrá Flórída. Fylkisráðið
hefur yfirumsjón með skrifstofu fé-
lagsins og framkvæmdastjóra þess,
hinum ýmsu ráðum og nefndum
sem starfa innan félagsins (faghóp-
ar) og fer með aga- og eftirlitsvald
á fyrstu stigum þeirra mála. Lög-
mannafélagið tilnefnir einnig
meirihluta fulltrúa í prófráð, sem
annast framkvæmd lögmannsprófa
í Flórídafylki.
Félagaþjónusta
Lögmannafélagið annast rekstur
á ýmissi þjónustu fyrir lögmenn.
Margt af þeirri þjónustu fer sam-
kvæmt ákveðnum reglum, sem
Jón Ögmundsson, lögmaður að bandarískum rétti
UM LÖGMANNAFÉLÖG
Í BANDARÍKJUNUM
Jón Ögmunds-
son, cand.jur.
frá HÍ, Juris
Doctor frá Mi-
a m i h á s k ó l a ,
lögmaður í
Flórída 1995-
1998.
... er skipan málefna
lögmanna algerlega á
forræði hvers fylkis.