Lögmannablaðið - 01.07.1998, Blaðsíða 9

Lögmannablaðið - 01.07.1998, Blaðsíða 9
Síðastliðinn vetur fór aðbera á meiri og hvassarigagnrýni á skattyfirvöld en oft áður. Í þjóðfélagsumræðu sem fylgdi voru skattyfirvöld- um, þ. á m. yfirskattanefnd, veitt þung högg, sum málefna- leg en önnur ekki. Laut gagn- rýnin m.a. að því hve seinlega gengi að úrskurða í kærumálum fyrir yfirskattanefnd, en upp- lýst var að lögboðnir frestir höfðu oft ekki verið virtir, og því sem e.t.v. var alvarlegra, að úrskurðir væru ekki birtir. Þá var gagnrýnt að skattþegnar ættu þess ekki kost að fá álit yf- irvalda á skattalegum tilfæring- um fyrirfram og væru þannig háðir duttlungum um hvað mætti og hvað mætti ekki. Óvíst er hvort þessari umræðu er fyr- ir að þakka en útgáfa úrskurða í skattamálum er orðin að veru- leika og Alþingi hefur sett lög sem tryggja eiga annars vegar að yfirskattanefnd fari síður fram yfir lögboðna fresti í fram- tíðinni og hins vegar að skatt- þegnar geti fengið bindandi álit ríkisskattstjóra í skattamálum. Enda þótt lögin um bindandi álit í skattamálum séu mikils- vert framlag löggjafans á sviði skattaréttar, verður ekki fjallað um þau í þessum pistli. Í apríl sl. kom út vönduð útgáfa Skatta- og tollatíðinda. Þar eru birt lög, reglugerðir, dómar og stjórn- sýsluúrskurðir um skatta- og tolla- mál fyrsta ársþriðjungs 1997. Með útgáfunni hefur sú ákvörðun verið tekin að koma nýjum úrskurðum fyrir almennings sjónir en bíða enn með þá eldri, þ.e. úrskurði yfir- skattanefndar frá stofnun hennar 1. júlí 1992 til ársloka 1996. Ég tel að þessi ákvörðun hafi verið rétt og að brýnt sé að framtíðarútgáfu verði sem fyrst komið í það horf að tímaritið komi fljótlega út eftir lok hvers ársþriðjungs. Að öðrum kosti hefur umfjöllun tímaritsins um lög og reglugerðir lítið að segja. Til að þessu marki verði náð tel ég að rit- nefnd hljóti að meta réttmæti þess að birta dóma um skatta- og tolla- mál en það hlýtur óhjákvæmilega að tefja vinnu við tímaritið. Við það mat ber að leggja til grundvall- ar að dómabirting er ekki áskilin í lögum á þessum vettvangi en er til verulegs hagræðis fyrir þá sem starfa í þessum geira, einkum birt- ing héraðsdóma. Jafnframt þessari útgáfu er nauðsynlegt að huga að útgáfu eldri úrskurða yfirskatta- nefndar. Ef fyrir liggur að langt sé að bíða þeirrar útgáfu er rétt að birta þessa úrskurði sem fyrst á veraldarvefnum. Á síðustu dögum þingsins sam- þykkti Alþingi lög nr. 96/1998, um breytingu á lögum nr. 30/1992, um yfirskattanefnd, og er þar að mörgu leyti komið til móts við gagnrýnisraddir síðasta vetrar. Við samningu lagafrumvarpsins hefur mönnum verið nokkur vandi á höndum við lausn þess vanda, sem að ofan er rakinn, um lögboðna fresti. Annars vegar var að búa þannig um hnútana að yfirskatta- nefnd gæti virt núgildandi fresti. Hin leiðin, sem farin var, er að lengja fresti til að kveða upp úr- skurð. Með þessu móti á að „skapa forsendur fyrir því að raunhæft verði að standa við þann frest sem nefndinni er settur í úrlausn mála“, svo vitnað sé í framsöguræðu fjár- málaráðherra. Í þessu ljósi má benda á að þriðja leiðin hefði gert út um vandann, eins og hann hef- ur verið skilgreindur, og hefði fal- ist í að afnema lögboðna fresti. Ég tel rétt að rekja nánar þær breyt- ingar sem lögin hafa í för með sér. Úrskurðum skattstjóra og eftir at- vikum ríkisskattstjóra skv. lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eign- arskatt, má skjóta til yfirskatta- nefndar. Fyrir þá lagabreytingu, sem hér er til umfjöllunar, var kærufrestur 30 dagar frá póstlagn- ingardegi úrskurðar, sbr. 5. gr. laga nr. 30/1992, um yfirskattanefnd, en er nú orðinn 3 mánuðir. Á móti kemur að gerðar eru ákveðnar kröfur til kærunnar sjálfrar og fylgi- gagna. Þannig skal fylgja kærunni endurrit kærðs úrskurðar og til- greina þarf þau atriði sem kærandi er ósáttur við og á hvaða grund- velli. Þá þurfa að fylgja gögn sem ætluð eru til stuðnings kærunni. Í athugasemdum með frumvarpinu kemur fram að áskilnaði um form og efni kæru sé einkum stefnt gegn svonefndum bráðabirgðakær- um sem ætlað sé það hlutverk eitt að rjúfa kærufrest. Ef kæra er rökstudd með skatt- framtali, sem ekki hefur sætt efnis- úrlausn hjá skattstjóra, sendir yfir- 9Lögmannablaðið Halldór Jóns- son, hdl. Halldór Jónsson, hdl. Réttarbót í skattamálum Við samningu lagafrum- varpsins hefur mönnum verið nokkur vandi á höndum . . .

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.