Lögmannablaðið - 01.07.1998, Blaðsíða 12

Lögmannablaðið - 01.07.1998, Blaðsíða 12
Úrskurðarnefndin hefurverið starfandi frá því íseptember 1994. Stofn- aðilar nefndarinnar eru við- skiptaráðuneytið, Neytenda- samtökin og Samband íslenskra tryggingafélaga. Hún er vistuð hjá Vátryggingaeftirlitinu. Stofnaðilar velja hver sinn aðal- og varafulltrúa til setu í nefnd- inni til tveggja ára í senn, sem allir skulu vera löglærðir. Gild- andi samþykktir nefndarinnar voru birtar í B-deild Stjórnartíð- inda með auglýsingu nr. 336, 10. júní 1996. Nefndin fjallar um ágreining varðandi bótaskyldu milli neyt- enda og vátryggingafélaga, sem starfsleyfi hafa hér á landi. Hún úr- skurðar ekki um bótafjárhæðir nema að fengnu samþykki aðila. Athygli er vakin á nefndum sam- þykktum, þar er m.a. upplýst um starfssvið nefndarinnar, vistun, málskot og gagnaöflun. Í mars sl. kom út samantekt úr- skurða ársins 1997. Líkt og kveðið er á um í samþykktum velur nefnd- in þá úrskurði sem henni þykja stefnumarkandi og/eða athygliverð- ir til útgáfu í samantekt án nafn- greiningar aðila fyrir lok aprílmán- aðar vegna næstliðins árs. Samhliða er gefið yfirlit yfir þau málskot sem komið hafa til afgreiðslu. Eintök samantektar er unnt að fá á skrif- stofu Vátryggingaeftirlitsins gegn greiðslu 1.000 kr. fyrir hvert eintak. Jafnframt er unnt að fá eintak sam- antektar á tölvudisklingi sem kostar 1.000 kr. Með samantekt sem þess- ari gefst t.d. neytendum, lögmönn- um og starfsfólki vátryggingafélaga kostur á að fræðast um starfsemi nefndarinnar og áherslur. Til upplýsingar verður getið yfir- lits um fjölda og afgreiðslu mál- skota frá september 1994 - 1997: Árið 1994 (frá september til ára- móta) – 36 málskot, breyting á af- greiðslu málskotsaðila í vil að hluta eða öllu leyti í 52,7% tilvika. Vá- tryggingafélag hafnaði að hlíta nið- urstöðu nefndarinnar í 2 tilvikum. Árið 1995 - 256 málskot, breyt- ing málskotsaðila í vil í 43,3% til- vika. Vátryggingafélag hafnaði að hlíta niðurstöðu nefndarinnar í 4 tilvikum. Árið 1996 - 230 málskot, breyt- ing málskotsaðila í vil í 43,9% til- vika. Vátryggingafélag hafnaði að hlíta niðurstöðu nefndarinnar í 4 tilvikum. Árið 1997 - 270 málskot, breyt- ing málskotsaðila í vil í 39,6% til- vika. Vátryggingafélag hafnaði að hlíta niðurstöðu nefndarinnar í 5 tilvikum. Þegar þetta er ritað hafa 103 málskot borist frá sl. áramótum. Oftast reynir á málskot vegna ökutækjatrygginga en málskotum vegna annarra vátryggingagreina fer fjölgandi t.d. vegna sjúkra- og slysatrygginga, heimilis- og húseig- endatrygginga og ábyrgðartrygg- inga fyrir atvinnurekstur. Það er mikilvægt að lögmenn hafi vitneskju um tilvist og starf- semi nefndarinnar. Það hefur færst í vöxt að lögmenn leiti til nefndar- innar fyrir hönd umbjóðenda sinna. Málskotsgjald er í dag kr. 3.700. Fyrirliggjandi eru eyðublöð sem auðvelda málskot. Þau eru fá- anleg hjá Vátryggingaeftirlitinu, Neytendasamtökunum, vátrygg- ingafélögum og Sambandi ís- lenskra tryggingafélaga. Samkvæmt samþykktum úr- skurðar nefndin á grundvelli gagna sem fyrir hana eru lögð eða hún aflar sér. Hlutaðeigandi aðilum, þ.e. mótaðila/aðilum, t.d. vátrygg- ingafélagi eða þriðja aðila, er jafn- an veittur frestur til að taka afstöðu til málskotsins áður en nefndin tekur ákvörðun um niðurstöðu. Nefndin leggur áherslu á að gæta andmælaréttar og töku ákvarðana að athuguðu máli. Mikilvægt er að vanda til málskots þ. á m. til gagnaöflunar. Nefndin fundar að jafnaði vikulega. Úrskurðir nefndarinnar eru ekki bindandi fyrir neytendur, þeir geta ávallt vísað málum til dómstóla þó að þau hafi farið fyrir nefndina. Úr- skurðir nefndarinnar eru bindandi fyrir hlutaðeigandi vátryggingafé- lag nema félagið tilkynni neytand- anum og nefndinni sannanlega 12 Lögmannablaðið Rúnar Guðmundsson, hdl., formaður úrskurðarnefndar Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum nokkrar upplýsingar um starfsemi nefndarinnar Rúnar Guð- mundsson, hdl., skrifstofustjóri í Vátrygginga- eftirlitinu Það er mikilvægt að lögmenn hafi vitneskju um tilvist og starfsemi nefndarinnar.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.