Lögmannablaðið - 01.07.1998, Blaðsíða 13

Lögmannablaðið - 01.07.1998, Blaðsíða 13
innan tveggja vikna frá því að það fékk úrskurð í hendur að það muni ekki hlíta honum. Framanritað yfir- lit um afgreiðslu mála upplýsir að það er sjaldan sem vátryggingafé- lag hafnar að hlíta niðurstöðu nefndarinnar. Það urðu nokkur tímamót í vá- tryggingastarfsemi hér á landi á ár- inu 1994. Það ár komu til fram- kvæmda ný lög um vátrygginga- starfsemi (nr. 60/1994), sem bæta mjög réttarstöðu viðskiptavina vá- tryggingafélaga. Athygli er t.d. vak- in á VI. kafla laganna sem fjallar um upplýsingaskyldu og val á lög- gjöf um vátryggingasamninga. Í annan stað var úrskurðarnefndinni komið á fót í samstarfi stjórnvalda, Neytendasamtaka og Sambands ís- lenskra tryggingafélaga. Ég tel að nefndin hafi skilað góðu verki. Ekki er vitað um ann- að en að almenn ánægja sé ríkjandi með starfsemi hennar. Hún getur leitt ágreiningsmál til lykta á tiltölu- lega skömmum tíma þar sem til- kostnaður er í lágmarki. Það er fullvissa mín að nefndir líkt og Úr- skurðarnefnd í vátryggingamálum eigi rétt á sér. Þær stuðla að bættri réttarstöðu aðila í víðtækri merk- ingu. 13Lögmannablaðið AÐFARARGERÐIR eftir Markús Sigurbjörnsson, hæstaréttardómara Fæst hjá Bóksölu stúdenta og á skrifstofu L.M.F.Í. —— o 0 o —— Aðrar bækur útgefnar af Námssjóði L.M.F.Í.: Dómar um bótaábyrgð hins opinbera 1920-1984 Dómar í félagarétti 1968-1988 Dómar í sjóréttarmálum 1965-1982 Dómar um veðréttindi 1920-1988 Dómar í skaðabótamálum 1973-1978 Dómar í skaðabótamálum 1979-1988 Dómar um almennt einkamálaréttarfar Námssjóður Lögmannafélags Íslands Úr siðareglum L.M.F.Í. 36. gr. Lögmaður skal hafa góða skipan á skrifstofu sinni, vaka yfir störfum starfsliðs síns og líta eftir því, að lög- mannsfulltrúar fylgi góðum lögmannsháttum. Ber lögmanni að sjá til þess, að bókhald skrifstof- unnar, varsla fjármuna, skjala og annarra gagna sé í samræmi við lög og góða venju í þeim efnum. Lögmaður skal ekki láta óviðkomandi hafa aðgang að skjölum eða öðrum gögn- um skrifstofunnar, er varðað geta skjólstæðinga hans. Sama regla gildir um starfslið lögmannsins.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.