Lögmannablaðið - 01.07.1998, Blaðsíða 17

Lögmannablaðið - 01.07.1998, Blaðsíða 17
er í flestum tilfellum krafist að um- sækjandi gangist undir lögmanns- próf (bar exam) áður en málflutn- ingsréttindi verði veitt af hæstarétti. Undantekningar frá prófi miðast einkum við þá, sem hafa þegar öðlast réttindi í öðru fylki, starfað í a.m.k. 5 ár við lögmennsku eða hlotið tiltekinn stigafjölda á lög- mannsprófi. Málflutningsréttindi eru bundin tilteknu fylki og veita rétt til málflutnings fyrir öllum þrem dómstigum þess fylkis. Lögfræðingar með próf frá er- lendum lagaskólum eiga í nokkrum erfiðleikum með að að- lagast þessu kerfi. Undantekninga- laust er þeim ekki heimilt að gang- ast beint undir lögmannspróf. Þó viðurkenna nokkur fylki svo- nefnda meistaragráðu (LLM) frá viðurkenndum bandarískum laga- skólum til jafns við JD gráðu. Sam- kvæmt upplýsingum frá Lög- mannafélagi Bandaríkjanna er hér einungis um tvö fylki að ræða, Connecticut og New York. Þá geta lögfræðingar með prófgráðu frá öðru Common Law landi (t.d. Kanada, England eða Ástralíu) gengist undir próf í Kaliforníu, Colorado og Norður-Karólínu. Réttur til málflutnings fyrir alrík- isdómstólum er byggður á nokkuð öðrum forsendum. Þar er hver og einn dómstóll sjálfstæður og setur sínar eigin réttarfarsreglur. Verða lögfræðingar því að afla sér mál- flutningsréttinda fyrir hverjum dómstóli fyrir sig, þ.e.a.s. viðeig- andi umdæmisdómstólum, áfrýjun- ardómstólum og síðan Hæstarétti Bandaríkjanna. Almenn krafa er að umsækjandi hafi öðlast málflutn- ingsréttindi í a.m.k. einu fylki. Að auki krefjast sumir dómstólar þess að lögmenn standist fjölvalspróf (multiple choice) í réttarfarslögum dómsins, aðrir kanna einungis sjálfstætt hæfi umsækjenda með til- liti til almennra skilyrða. Nokkuð er einnig um að alríkisdómstólar krefjist að tilteknum fjölda próf- mála sé lokið áður en málflutn- ingsréttindi eru veitt. Niðurlag Margt er sameiginlegt í starfsemi lögmannafélaga í BNA og á Íslandi, ef undan er skilið umfang hennar. Þó sumt sé ólíkt, er fyrirmyndin að bandarísku lögmannasamtökunum ættuð frá gamla móðurlandinu í Evrópu, þ.e. Englandi. Mörg grundvallarsjónarmið um sjálfstæði lögmanna og stöðu þeirra gagnvart dómstólum eru svipuð. Þá er skylduaðild að samtökum lög- manna talin heppileg í báðum löndum. Ábyrgðartryggingar eru í flestum fylkjum BNA ekki skyldu- bundnar, þótt fáum lögmönnum detti í hug að starfa án slíks bak- hjarls. Öflun málflutningsréttinda er nokkuð ólík, þó breyting sé yf- irvofandi á Íslandi með tilkomu prófrauna. Er gert ráð fyrir að hluti prófrauna verði bóklegt próf, en lögmannsprófið í fylkjum BNA er allstaðar bóklegt próf byggt á fjölvalsspurningum. Í Flórída tekur prófið til 12 mismunandi fræði- greina og 6 alríkisgreina. Þess má geta í lokin að fram- kvæmdavaldið, dómsmálayfirvöld í hverju fylki, koma hvergi nálægt veitingu starfsréttinga, eftirliti og agavaldi yfir lögmönnum, eða öðru sem varðar stéttina. 17Lögmannablaðið Útleiga á fundarsal. Lögmenn geta fengið leigð- an fundarsal á jarðhæð í hús- næði félagsins fyrir t.d. skiptafundi, gerðardómsmál o.fl. Salurinn rúmar u.þ.b. 20- 25 manns ef setið er við borð en annars eru sæti fyrir um 35-40 manns. Leiguverðið er 2.000 krónur fyrir klukku- stundina auk virðisauka- skatts. Innifalið er kaffi. Tek- ið er við pöntunum á skrif- stofu L.M.F.Í. í síma 568-5620. Veiting málflutningsrétt- inda heyrir undir hæsta- rétt hvers fylkis. Leiðrétting Í síðasta tölublaði Lögmannablaðsins birtist auglýsing frá löggiltum skjalaþýðendum og dómtúlkum, Boga Arnari Finnbogasyni og Lars H. Andersen. Þau mistök urðu við frágang auglýsingarinnar að tölvupóstfang Boga Arnar var rangt tilgreint. Rétta tölvupóstfangið er bogiarnar@centrum.is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.