Lögmannablaðið - 01.07.1998, Blaðsíða 18

Lögmannablaðið - 01.07.1998, Blaðsíða 18
ÁAlþingi voru samþykkthinn 15. desember 1997lög nr. 131, um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Með samþykkt þessara laga eru stigin merk skref í þá átt að að- laga íslenskan verðbréfamark- að að þeim kröfum sem gerðar eru til þróaðra verðbréfamark- aða í dag. Önnur norræn ríki hafa staðið framarlega við þró- un tækifæra sem fyrir hendi eru til að gefa út markaðsverð- bréf á rafrænan hátt, sem í daglegu máli eru oft nefnd „pappírslaus verðbréfavið- skipti”. Eftir því sem umsvif aukast við kaup og sölu verðbréfa á virkum verðbréfamarkaði þá eykst veru- lega hagræðið af því að færa slík verðbréfaviðskipti frá pappír yfir á rafrænt form. Aukinn hraði í við- skiptum og meira öryggi samhliða beinum sparnaði eru meginástæð- ur til að taka upp slíkt kerfi. Stefnt er að því að rafræn skráning mark- aðsverðbréfa hefjist hér á landi sem fyrst. Eigi síðar en fyrir árslok árið 2000 skal samkvæmt ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 34/1998 miðað við að eftirfarandi verðbréf og réttindi yfir þeim skuli skráð með rafrænum hætti: 1. Spariskírteini ríkissjóðs. 2. Ríkisbréf. 3. Ríkisvíxlar. 4. Húsbréf og húsnæðisbréf. 5. Hlutabréf sem skráð eru á Verðbréfaþingi Íslands (kauphöll). 6. Skuldabréf og víxlar sem út- gefin eru af bönkum, sparisjóðum, sveitarfélögum og öðrum ótil- greindum aðilum og skráð eru á V.Þ.Í. 7. Önnur verðbréf sem stjórn verðbréfamiðstöðvarinnar tekur til eignarskráningar. Að öðru leyti er það á valdsviði stjórnar verðbréfamiðstöðvar að ákveða hvaða verðbréf er unnt að taka til skráningar í miðstöðinni og gefa út sem rafbréf, sbr. 13. gr., en rafbréf eru skv. 2. gr. „framseljan- leg rafrænt eignarskráð verðbréf”. Hér á eftir verður aðeins drepið á nokkur meginatriði hinna nýju laga. Í verðbréfamiðstöð skal eignar- skrá rafbréf reikningseiganda. Heimild til þess að stofna reikn- inga svo og skráning réttinda þar er takmörkuð við ákveðnar reikn- ingsstofnanir1, sbr. 10. gr. laganna. Útgefandi markaðsverðbréfa hefur þá einnig heimild til þess að hafa milligöngu um eignarskráningu og fyrsta framsal rafbréfa sem hann gefur út, sbr. 11. gr. Markmið með þessari heimild er að ekki verði þrengt að rétti útgefanda og gild- andi starfsheimildum hans á fjár- magnsmarkaði. Í IV. kafla laganna eru ákvæði um réttaráhrif skráningar í verð- bréfamiðstöð. Til þess að réttindi að rafbréfum njóti réttarverndar, til dæmis framsal eða aðrar ráðstafan- ir með samningi, verður eignar- skráning réttindanna að fara fram, sbr. 16. gr. laganna. Hið sama gild- ir að því er varðar fullnustugerðir. Eignarskráning rafbréfs í verð- bréfamiðstöð veitir skráðum eig- anda lögformlega heimild fyrir þeim réttindum sem hann er skráð- ur eigandi að. Í sömu grein lag- anna er skýrt kveðið á um að sömu réttindi verða ekki jafnframt gefin út með viðskiptabréfi. Glögg skil eru því milli rafrænnar eignar- skráningar verðbréfa og hefðbund- inna „pappírs” verðbréfa. Eignarskráning rafbréfs í verð- bréfamiðstöð jafngildir skilríki um eignarrétt að rafbréfinu og ræðst forgangsröð ósamrýmanlegra rétt- inda af því hvenær beiðni reikn- ingsstofnunar um skráningu þeirra berst verðbréfamiðstöð. Réttaráhrif eignarskráningar í verðbréfamið- stöð teljast vera frá þeirri stundu sem lokafærsla hefur átt sér stað hjá miðstöðinni. Í 19. gr. laganna er tekið fram að mótbárur sem lúta að meiriháttar nauðung eða fölsun glatast ekki. Hins vegar á það ekki við um lögræðisskort. Það byggir á því að við rafræna eignarskráningu í verðbréfamiðstöð er unnt að fyr- irbyggja að einstaklingur sem er ólögráða framselji réttindi sín án þess að reikningsstofnun hafi möguleika á því að kanna hvort aflað hafi verið samþykkis frá skráðum lögráðamanni, sbr. skrán- ingu þar um á reikningi reiknings- eiganda í verðbréfmiðstöðinni. Reglan er í samræmi við sambæri- legar reglur á Norðurlöndum. Á reikning í verðbréfamiðstöð skal eignarskrá rafbréf reikningseig- anda svo og skal þar skrá hvaða reikningsstofnun (eða stofnanir) hafa heimild til eignarskráningar á reikning, sbr. 24. gr. Ætla má að við fullnustugerðir muni lögmenn kanna sérstaklega hverjir hafi 18 Lögmannablaðið Tryggvi Axelsson, cand. jur., deildarstjóri í viðskiptaráðuneytinu. RAFBRÉF Tryggvi Axels- son, cand.jur. — einn höf- unda frum- varps að lögum nr. 131/1997, um rafræna eignarskrán- ingu verðbréfa. 1 Seðlabanki Íslands, viðskiptabankar og sparisjóðir, fyrirtæki í verðbréfaþjónustu sem og lánastofnanir aðrar en viðskiptabankar og sparisjóðir.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.