Lögmannablaðið - 01.07.1998, Blaðsíða 8

Lögmannablaðið - 01.07.1998, Blaðsíða 8
8 Lögmannablaðið Lögmannafélagi Ísland barst nýlegabréf frá Pétri Kr. Hafstein, forsetaHæstaréttar Íslands, þar sem fram koma ábendingar til lögmanna um nokk- ur atriði er varða samskipti þeirra við rétt- inn vegna meðferðar mála þar. Bréf þetta er birt hér í heild sinni með góðfúslegu leyfi forseta réttarins. Með lögum nr. 37/1994 og lögum nr. 38/1994 voru gerðar umtalsverðar breytingar á nýlegum lögum um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 og lögum um meðferð einkamála nr. 91/1991. Í kjölfar þessa setti Hæstiréttur reglur nr. 461/1994 um dómsgerðir í einkamálum og opinberum málum, reglur nr. 462/1994 um málsgögn (ágrip) í opinberum málum og reglur nr. 463/1994 um málsgögn (ágrip) í einkamálum. Það er ljóst, að réttarfarsbreytingarnar hafa í ríkum mæli stuðlað að hraðari meðferð mála fyrir Hæstarétti, bættum málflutningi lögmanna og árangursríkara samstarfi þeirra og réttarins en áður. Fyrir þetta færir Hæstiréttur Lögmanna- félagi Íslands og lögmönnum einlægar þakkir. Engu að síður er ástæða til þess að nefna nú nokkur atriði, sem betur mega fara, svo að ekki dragi úr þeim góða árangri, sem náðst hefur. Það skiptir miklu máli, að lögmenn kappkosti að nýta vel þá fresti, sem þeim eru settir til fram- lagningar greinargerða og annarra málsgagna. Það á að heyra til undantekninga, að frestir séu framlengdir, og fyrir beiðni um framlengingu þurfa að vera ríkar ástæður. Á það ekki síst við, ef lögmaður hefur áður fengið frest. Það er brýnt, að lögmenn nýti vel sameiginleg- an frest til gagnaöflunar fyrir Hæstarétti, ef um hann er að ræða. Að þeim fresti liðnum telst gagnaöflun sjálfkrafa lokið, nema áður hafi ver- ið fallist á skriflega ósk aðila um lengri frest eða Hæstiréttur hafi beint því til þeirra að afla megi frekari gagna. Rétturinn getur enn heimilað framlagningu gagna, ef ekki var unnt að afla þeirra fyrr eða atvik eru breytt. Slík gögn verða þó að berast réttinum með nokkrum fyrirvara fyrir munnlegan málflutning. Það er mjög til gagns, að tilvísanir í fræðirit og dóma, sem lögmenn ætla að styðjast við í mál- flutningi, séu glöggar og afdráttarlausar um það, hvað teljist einkum skipta máli. Slíkar tilvísanir þurfa lögmenn að leggja fyrir Hæstarétt með góðum fyrirvara, svo að dómarar geti kynnt sér efni þeirra fyrir málflutning. Nauðsynlegt er, að lögmenn láti fylgja máls- gögnum eða greinargerð svonefnda tímaskrá, þar sem fram komi með glöggum hætti helstu at- vik málsins í tímaröð. Það er til fyrirmyndar, þegar vísað er í slíkri skrá til viðeigandi blað- síðna í málsgögnum. Hinu sama gegnir, þegar lögmenn leggja fyrir Hæstarétt yfirlit yfir helstu atriði í ræðum sínum. Hvorttveggja er til hægð- arauka fyrir dómendur og til þess fallið að flýta starfi þeirra. Það hefur mikla þýðingu, að lögmenn vandi vel til áætlunar um málflutningstíma og standi við hana eða þau tímamörk, sem þeim kunna að verða sett. Enginn vafi er á því, að góð frammistaða lögmanna í þessum efnum á und- anförnum árum hefur skipt miklu máli um skil- virkni í störfum Hæstaréttar. Dómarar geta kynnt sér öll málsgögn fyrir málflutning og eru styttri og hnitmiðaðri ræður að jafnaði betur til þess fallnar að varpa skýru ljósi á málið en hin- ar, sem lengri eru. Vegna frágangs og útsendingar málaskrár varðar miklu, að lögmenn tilkynni Hæstarétti með eins góðum fyrirvara og kostur er um fyrir- hugaðar fjarvistir. Eins og kunnugt er tekur hver málaskrá að jafnaði til næstu fimm eða sex vikna og breytingar vegna fjarveru lögmanna eftir gerð hennar geta verið miklum vandkvæð- um bundnar. Hæstiréttur biður Lögmannafélag Íslands að taka þessi atriði til skoðunar og kynna þau fé- lagsmönnum sínum. Um leið er þess vænst, að samstarf lögmanna og réttarins megi áfram vera traust og árangursríkt. Pétur Kr. Hafstein Frá Hæstarétti Íslands

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.