Lögmannablaðið - 01.07.1998, Blaðsíða 7

Lögmannablaðið - 01.07.1998, Blaðsíða 7
7Lögmannablaðið laganna sagði að þetta væri ekkert mál, hann hefði lært frönsku hjá Herdísi Vigfúsdóttur í Hamrahlíð- inni og honum yrði ekki skotaskuld úr því að þýða fyrir þá. Þeir pöntuðu síðan eftir forskrift Hamra- hlíðarstúdentsins en brá heldur í brún þegar mat- urinn birtist á borðinu. Fyrir framan Mörð var sett heilt svínshöfuð, sem glotti illyrmislega til hans af disknum. Mörður var ekki alveg viss um hvort gölt- urinn væri lífs eða liðinn. Lögmaðurinn við hliðina á honum, Gísli, fæddur og uppalinn í Dýrafirðin- um, horfði niður í súpuskál og þar svamlaði eitt- hvað, sem Mörður vildi ekki fá að vita hvað væri. Sá þriðji fékk gufusoðnar grísatær, sem voru það gufusoðnar að litla táin datt af, þegar hann potaði með gafflinum í tána. Hamrahlíðarstúdentinn gæddi sér hins vegar á ljúffengri nautasteik. Lítið varð af matarneyslu. Gísli Dýrfirðingur vildi ekki greiða fyrir þennan mat og hóf ákafar samninga- viðræður á íslensku, dönsku, þýsku og ensku, með dyggri aðstoð spænska dippans, sem ræddi við þjóninn á spænsku. Ekki kunni þjónninn að meta tungumálakunnáttu þeirra félaganna og krafðist greiðslu. Deilur jukust stig af stigi og þegar Merði var hætt að lítast á blikuna birtust inn á gólfi á mat- sölustaðnum fjórir gendarmerie með alvæpni. Ís- lenskir lögmenn láta slíkt ekki á sig fá og höfnuðu enn greiðslu með vísan til kaupalaganna. Belgíska pólitíið þekkti lítið til hinna fínni blæbrigða í ís- lenskum kauparétti og urðu málalyktir þær að þeim félögunum var stungið í steininn, ásamt spænska diplómatanum. Honum tókst reyndar um síðir að koma hinum belgísku gendarmerie í skiln- ing um að hann nyti diplómatískrar friðhelgi og var fljótlega sleppt. Íslensku lögmennirnir máttu íhuga lífshlaup sitt í kjallaranum hjá belgísku lögreglunni fram eftir nóttu. Formaður félagsins birtist þó um síðir á lögreglustöðinni og tókst með sinni alkunnu lipurð og réttsýni að fá þá lausa. Eftir að hið bel- gíska pólití fékk að vita hvers konar höfðingjar voru hér á ferð, voru þeir innilega beðnir afsökun- ar, „pardon, pardon” og kvaddir að hermannasið. Það voru hljóðir og hógværir menn sem héldu upp á hótel í morgunsárið. Mörður var feginn að þeir voru á förum frá þessari skelfilegu borg daginn eft- ir. „Þá er betra að vera bara heima” hugsaði Mörð- ur. Hann er að vísu búinn að frétta það að LMFÍ ætli að ári að fara í aðra ferð til borgar sem heitir Strassborg, þar sem einhver dómstóll er, og er að íhuga að fara þá ferð, en bara ef formaðurinn fer með. Til leigu skrifstofuhúsnæði að Skólavörðustíg 19, 2. hæð. Um er að ræða 150m2 sem geta skipst annarsvegar í 50m2 og hinsvegar 100m2. Uppl. hjá Fasteignasölunni Laufási sími 533-1111.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.