Lögmannablaðið - 01.07.1998, Blaðsíða 11

Lögmannablaðið - 01.07.1998, Blaðsíða 11
meðferðar hjá nefndinni og hafa ekki hlotið afgreiðslu. Þetta þýðir til dæmis að þeir, sem skotið hafa máli til yfirskattanefndar en ekki fengið úrskurð nefndarinnar, eiga þess kost að krefjast málskostnað- ar og ber nefndinni að taka afstöðu til þeirrar kröfu. Ég tel að réttarbót felist í ofan- greindum breytingum um kæru- fresti og málskostnað. Um aðrar breytingar ætla ég ekki að dæma. Sumar þeirra virðast við fyrstu sýn smávægilegar og skipta litlu máli en eru það e.t.v. ekki í raun. Breyt- ingar um sjálfstæða gagnaöflun yf- irskattanefndar, um sérstakar efnis- og formkröfur til kæra, um sátta- boð ríkisskattstjóra og heimild nefndarinnar til að úrskurða í kærumáli, einungis að fengnum þeim gögnum sem kærandi leggur fram, draga úr einkennum yfir- skattanefndar sem stjórnvalds. Lítið skref er tekið í átt frá rannsóknar- reglu en annað stórt í átt að máls- forræði aðila. Hér er um áhuga- verð grundvallaratriði að ræða sem ekki verða rakin hér. Hugsanlegt er að löggjafinn fylgi hér stefnu sem dómstólar hafa í mótun en slíkt verður ekki ráðið af lögskýringar- gögnum. Þar kemur reyndar ekki fram að þessi atriði hafi sætt neinni sérstakri rannsókn. 11Lögmannablaðið Lítið skref er tekið í átt frá rannsóknarreglu en annað stórt í átt að málsforræði aðila. Þann 2. júní s.l. samþykkti Alþingi lög umlögmenn, nr. 77/1998. Frumvarpið að lög-unum var fyrst kynnt á fyrri hluta ársins 1996 og sætti þá strax miklum andmælum af hálfu Lögmannafélags Íslands vegna hugmynda í því um fyrirkomulag eftirlits og agavalds og fleiri atriða er varða lögmannastéttina miklu. Mikið hefur verið fjallað um frumvarpið á vettvangi fé- lagsins, í Lögmannablaðinu, á félagsfundum o.fl. Ekki er þörf að rekja það allt saman hér, en þó skal nefnt að umfangsmiklar breytingar voru gerðar á frumvarpinu síðasta vetur og endur- spegluðu þær að mörgu leyti afstöðu lögmanna, eins og hún birtist í viðhorfskönnun meðal þeirra í janúar og febrúar 1997. Lögin fela þetta meðal annars í sér: a) Lögmönnum er skylt að eiga aðild að Lög- mannafélagi Íslands, sem hefur með höndum ýmsa lögboðna starfsemi. Félaginu er heimilt að starfrækja sérstakar félagsdeildir, sem lögmönn- um er frjálst að ákveða hvort þeir eigi þar aðild að eða ekki. b) Sérstök úrskurðarnefnd, skipuð 3 lögmönn- um og 2 utanfélagsmönnum, fer með kæru- og ágreiningsmál. c) Stjórn L.M.F.Í. hefur með höndum eftirlits- vald. d) Felld verða niður prófmál í núverandi mynd og þriggja ára starfsreynsla við öflun málflutn- ingsréttinda fyrir héraðsdómi. Í staðinn er mönn- um gert að sækja námskeið og þreyta prófraun. e) Til að verða hæstaréttarlögmaður þarf 5 ára starfsreynslu sem héraðsdómslögmaður, munn- legan málflutning í 30 málum og 2 prófmál fyrir Hæstarétti Íslands. Sérstök nefnd fjallar um um- sóknir um prófmál eftir almennum reglum þar um. f) Meginregla er að öðrum en lögmönnum er óheimilt að reka félag um skrifstofu lögmanns eða eiga hlut í því. g) Dómsmálaráðherra er heimilt, að fenginni umsögn L.M.F.Í., að gefa út leiðbeiningar handa lögmönnum um endurgjald, sem þeir krefja úr hendi skuldara vegna kostnaðar af innheimtu peningakröfu. h) Nokkur umþóttunartími er veittur þeim, sem eru að afla sér héraðsdóms- eða hæstarétt- arlögmannsréttinda, til að fá réttindin eftir eldri reglum þar um. Mörg fleiri nýmæli í lögunum mætti telja upp hér, en það verður látið bíða betri tíma. Lögin nýju taka gildi 1. janúar 1999. Ljóst er að mikil vinna er framundan við undirbúning að nýju starfsumhverfi og skipulagi félagsins og stéttarinnar. Sú vinna er reyndar þegar hafin með starfi 7 manna nefndar, sem kosin var á síðasta aðalfundi, sem hefur það hlutverk að endur- skoða samþykktir L.M.F.Í. og skipulag. Tillögur nefndarinnar verða kynntar félagsmönnum í haust. MM Lög um lögmenn, nr. 77/1998

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.