Lögmannablaðið - 01.07.1998, Blaðsíða 15

Lögmannablaðið - 01.07.1998, Blaðsíða 15
hlotið hafa staðfestingu Hæstarétt- ar Flórída. Má þar nefna sem dæmi rekstur á umfangsmikilli endur- menntunarstofnun, sem bíður uppá námskeið á sérsviðum lög- fræðinnar. Er um að ræða hluta af lögboðinni skyldu lögmanna að sækja ákveðinn fjölda námskeiða á hverju þriggja ára tímabili. Núver- andi krafa eru 30 klst. af endur- menntunarnámskeiðum, þar af skulu 2 klst. fjalla um siðareglur lögmanna. Ef lögmenn vanrækja þessa skyldu sína getur það varðað réttindamissi um lengri eða skemmri tíma. Innan samtaka lögmanna starfa fjölmargir faghópar og deildir, sem tileinka sér upplýsinga- og fræði- störf á ýmsum sérsviðum lögfræð- innar. Starf þeirra skilar sér í skipu- lagningu endurmenntunarnám- skeiða, útgáfu handbóka og álits- gerða um lagafrumvörp fyrir lög- gjafarþingi Flórída. Auglýsingar lögmanna í fjölmiðl- um lúta ströngu eftirliti félagsins og sér ein deild þess um að yfirfara auglýsingar og veita samþykki sitt til birtingar, en reglur kveða svo á að lögmönnum sé skylt að bera auglýsingar undir lögmannafélagið áður en birting á sér stað. Lögmannafélagið starfrækir ábyrgðartryggingasjóð, sem ætlað er að bæta umbjóðendum fjárhags- legt tjón, sem þeir verða fyrir þeg- ar lögmenn misnota eða draga sér fé skjólstæðinga sinna. Eru 15 doll- arar af félagsgjaldi hvers lögmanns (ársgjaldið er nú 190 dollarar) látn- ir renna til þessa ábyrgðartrygg- ingasjóðs. Fá umbjóðendur greitt að hámarki 50,000 dollara fyrir hreint fjártjón, en hámark 2,500 dollara ef tiltekinn lögmaður hefur enga sannanlega þjónustu reitt af hendi fyrir umbjóðanda sinn. Þessi sjóður er fullkomlega óháður frjáls- um ábyrgðartryggingum, sem lög- menn taka hjá tryggingarfélögum gagnvart bótaábyrgð, sem fallið getur á þá vegna vanrækslu í starfi. Slíkar ábyrgðartryggingar eru ekki skyldubundnar fyrir lögmenn í Flórída, þó jafnan hafi lögmenn ábyrgðartryggingu vegna þeirrar hættu á skaðabótakröfum sem lög- mannsstarf í BNA hefur í för með sér, oftast frá tapsárum fyrrverandi umbjóðendum. Frjálsar ábyrgðar- tryggingar eru mjög mismunandi eftir starfssviði og staðsetningu lögmanns, en lágmarks bótafjár- hæð fyrir tjónþola er 300,000 doll- arar á ári, eða 100,000 dollarar fyr- ir hverja kröfu. Flest lögmannafélög starfrækja lögfræðiþjónustu fyrir fátæka og efnalitla borgara, svokallað „pro bono program”. Er mismunandi eftir fylkjum hvort félagsmönnum er skylt að taka þátt í slíku, eða hvort um frjálsa þátttöku er að ræða. Eru slík „pro bono” verkefni rekin af héraðsdeildum lögmanna- félaganna í hverju fylki. Í Flórída er skylduþátttaka allt að 20 klst. á ári fyrir hvern lögmann, eða greiða sem samsvarar 350 dollurum á ári til lögfræðiaðstoðar fyrir fátæka. Hins vegar er þátttakan frjáls t.d hjá samtökum lögmanna í District of Columbia. Hér hafa einungis verið nefnd nokkur atriði sem falla undir þjón- ustu sem lögmannafélög í BNA veita félagsmönnum sínum. Lög- mannafélagið rekur einnig tilvísun- arþjónustu (referral service) sem lögmenn geta orðið aðilar að gegn ákveðnu gjaldi. Þá gefur lög- mannafélagið út mánaðarlega bæði fréttablað og fagtímarit. Lögmannsstörf án réttinda Lögmannafélagið hefur með höndum rannsókn og undirbúning mála er varða aðila sem stunda lögmannsstörf án tilskilinna rétt- inda (Unlicensed Practice of Law). Saksókn er í höndum ákæruvalds í viðkomandi héraði. Einkaréttur lögmanna til starfa er varinn með ákvæðum í almennum refsilögum hvers fylkis. Þá eru í siðareglum ákvæði um viðurlög ef lögmaður veitir ófaglærðum einstaklingi að- stoð við að stunda lögfræðistörf. Helstu sjónarmið þessu til grund- vallar eru þau að lögmenn hafa verið taldir opinberir sýslunar- menn dómstólanna, sem veitt hef- ur verið einkaleyfi til málflutnings fyrir dómi og eru samkvæmt því bundnir ströngum siðareglum um eigin gerðir í starfi og hins vegar almennum lögum um trúnaðar- skyldur lögmanna gagnvart um- bjóðendum sínum. Sérþekking lögmanna sem felst í menntun þeirra á að tryggja fagmennsku í vinnubrögðum og þar með að hagsmuna umbjóðenda sé gætt fyr- ir dómi. Lögmenn njóta því töluverðs sjálfstæðis gagnvart yfirvöldum, en sjálfstæði þeirra er talið vera for- senda fyrir réttaröryggi borgar- anna. Hlutverk þeirra er m.a. að tryggja að málefni umbjóðenda þeirra fái hlutlæga meðferð fyrir rétti. Samtök lögmanna hafa geng- ið skelegg fram í því að verja einkarétt lögmanna til málflutnings og þeirra starfa sem eðlilega falla undir störf lögmanna, með tilliti til sérfræðikunnáttu þeirra. Hafa dómstólar í dómafordæmum beitt rýmkandi lögskýringu á því hvað falli undir lögmannsstörf. Þó hefur ófaglærðu fólki (t.d. „paralegals”) verið heimilt að veita þjónustu með því að aðstoða fólk við útfyll- ingu á eyðublöðum og skýrslu- 15Lögmannablaðið Auglýsingar lögmanna í fjölmiðlum lúta ströngu eftirliti félagsins ... ... en sjálfstæði þeirra er talið vera forsenda fyrir réttaröryggi borgaranna.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.