Lögmannablaðið - 01.07.1998, Blaðsíða 10

Lögmannablaðið - 01.07.1998, Blaðsíða 10
skattanefnd skattstjóra kæruna til uppkvaðningar nýs kæruúrskurðar, sbr. 12. gr. laga nr. 30/1992. Aðrar kærur til yfirskattanefndar eru taf- arlaust sendar ríkisskattstjóra sem aflar gagna og leggur fram kröfu- gerð fyrir hönd gjaldkrefjenda, sbr. 6. gr. Ef kröfugerðin gefur tilefni til er hún send kæranda svo hann megi koma að andsvörum og gögnum. Þegar gögn og kröfugerð liggja fyrir er málið tækt til úr- skurðar hjá yfirskattanefnd. Sam- kvæmt eldra rétti hafði yfirskatta- nefnd þrjá mánuði að leggja úr- skurði á kærur eftir að henni höfðu borist umsögn og greinargerð ríkis- skattstjóra, þó aldrei lengri tíma en fjóra og hálfan mánuð frá því að kæra barst nefndinni, sbr. 1. mgr. 8. gr. Ef ákveðinn var sérstakur málflutningur í vandasömum úr- lausnarefnum lengdist ofangreind- ur frestur um þrjá mánuði. Nú hef- ur frestur til að úrskurða verið lengdur í sex mánuði frá því að gögn og kröfugerð hafa borist en að hámarki sjö og hálfan mánuð frá því að kæran barst yfirskatta- nefnd. Gildir þessi frestur um öll mál. Samkvæmt 2. gr. breytingarlag- anna er yfirskattanefnd ekki lengur heimilt að afla gagna heldur er henni ætlað að beina því til skatt- aðila eða ríkisskattstjóra að leggja fram frekari upplýsingar máli til skýringar ef hún telur málið ekki nægilega upplýst. Samkvæmt 3. gr. er yfirskattanefnd nú heimilt að úr- skurða í kærumáli á grundvelli fyr- irliggjandi gagna, enda þótt gögn frá ríkisskattstjóra hafi ekki borist nefndinni. Það skilyrði er þó sett að málið sé nægilega upplýst. Væntanlega mun þetta skilyrði standa í vegi fyrir beitingu heimild- arinnar í langflestum tilvikum. Nýmæli kemur fram í 2. mgr. 4. gr. og felst í því að yfirskattanefnd getur úrskurðað greiðslu máls- kostnaðar úr ríkissjóði, að hluta eða öllu leyti, enda hafi skattaðili haft uppi slíka kröfu við meðferð málsins, um sé að ræða kostnað sem eðlilegt var að hann stofnaði til vegna meðferðar málsins og ósanngjarnt væri að hann bæri þann kostnað sjálfur. Í athuga- semdum frumvarps er tekið fram að ekki skuli úrskurða málskostn- að ef skattaðili lét undir höfuð leggjast að upplýsa mál sitt nægi- lega á fyrri stigum og að sanngjarnt hlutfall verði að vera á milli kostn- aðar og hagsmuna. Í ákvæðinu felst mikil réttarbót fyrir skattþegna og er tími til kominn að mínum dómi. Framkvæmdin mun leiða í ljós hvernig yfirskattanefnd beitir þessu valdi en ljóst er að hún er sett í erfiða stöðu við mat á því hvort skilyrði séu uppfyllt í hverju og einu tilviki. Er vonandi að vandi nefndarinnar komi ekki niður á yf- irlýstum tilgangi laganna um auk- inn hraða í skattamálum. Í 5. gr. breytingarlaganna eru felld niður ákvæði um ítarlegan rökstuðning á úrskurðum yfir- skattanefndar og gilda því almenn fyrirmæli stjórnsýslulaga um þetta efni. Lögskýringargögn gefa í skyn að verið sé að slaka á kröfum í þessu tilliti en ekki er víst að það sé rétt. Annað nýmæli kemur fram í 5. gr. sem felst í því að við undir- búning kröfugerðar ríkisskattstjóra í kærumáli til yfirskattanefndar megi hann bjóða kæranda upp á nýja álagningu með þeim áhrifum, fallist kærandi á tilboðið, að kæran teljist afturkölluð. Ekki er í fljótu bragði unnt að sjá fyrir sér neinn hvata að því að skattþegn taki til- boði sem hér um ræðir, enda má ganga út frá að ríkisskattstjóri bjóði ekki upp á það sem hann telur að yfirskattanefnd muni hafna. Í 6. gr. er að finna nýjar reglur um málskot til dómstóla. Þannig er í fyrsta lagi gert ráð fyrir að fjár- málaráðherra hafi (einungis) sex mánuði til að höfða mál út af úr- skurði. Þá er lagt til að ríkisskatt- stjóri geti farið þess á leit við yfir- skattanefnd að tiltekinn úrskurður „verði ekki látinn hafa fordæmis- gildi að svo stöddu“ vegna fyrir- hugaðs málskots og að nefndinni sé heimilt að fallast á beiðnina „ef sýnt þykir að skattframkvæmd gæti raskast bagalega ef niðurstöðu úr- skurðar yrði breytt með dómi.“ Í athugasemdum frumvarps er tekið fram að breytingin leiði af áliti um- boðsmanns Alþingis, birtu í SUA 1994:276. Þá er þeirri skoðun lýst, að ákvörðun ráðherra um ofan- greint feli í sér að „öllum réttar- áhrifum ákvörðunar [verði] frestað, þar með talið áhrifum ákvörðunar sem fordæmis.“ Ekki er víst að þessi skilningur verði ofan á um önnur áhrif af úrskurði en fordæm- isáhrif. Þá vekja athygli skýringar í athugasemdum að þessarar heim- ildar skuli einkum neytt ef úr- skurður yfirskattanefndar hefur fallið skattaðila í vil og vísað er til þess vanda, sem bent var á í áður- nefndu áliti umboðsmanns Alþing- is, að „í slíkum tilvikum geti skatt- framkvæmd raskast bagalega og sérstaklega þegar tiltekinni skatt- framkvæmd hefur verið hnekkt með úrskurði.“ Yfirskattanefnd mun taka afstöðu til þessa atriðis en ekki er öruggt að löggjafarvilj- inn hafi að fullu skilað sér í orða- lagi ákvæðisins. Það er að minnsta kosti óvenjulegt að ræða um nýja „skattframkvæmd“ vegna úrskurðar yfirskattanefndar sem ekki er að svo stöddu ætlað að hafa fordæm- isáhrif. Breytingarlögin tóku þegar gildi. Ekki er tekið á því í lögunum hvað gildi um kærur sem borist hafa yf- irskattanefnd við gildistöku, svo sem eðlilegt hefði verið, en afdrátt- arlaus skilningur um þetta kemur fram í áliti efnahags- og viðskipta- nefndar um að ákvæði laganna gildi um öll mál sem þegar eru til 10 Lögmannablaðið ... yfirskattanefnd getur úrskurðað greiðslu málskostnaðar úr ríkissjóði, ...

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.