Lögmannablaðið - 01.07.1998, Blaðsíða 23

Lögmannablaðið - 01.07.1998, Blaðsíða 23
inganna hefði verið aflað með þeim hætti, sem gera mátti kröfu um, hefði mjög sennilega ekki risið ágreiningur S og kaup- enda. Með vísan til þessa taldi stjórnin rétt að S fengi afslátt af söluþókn- un, sem næmi kr. 20.000. Lögmannsaðstoð vegna nauðasamninga einstaklinga. Lögmaður hættir að veita einstaklingum að- stoð við nauðasamn- ingaumleitanir – álit um þóknun lögmanns. Lögmaður (L) tók að sér að aðstoða hjón (S) við að leita nauðasamninga við lánardrottna og var í því skyni leitað eftir og fengin opinber réttaraðstoð á grundvelli laga nr. 65/1996. Unnið var í mál- inu frá maí/júní til miðs nóvembers 1996. Þá varð ágreiningur milli aðila um störf og reikningsgerð L. Engin samskipti voru milli aðila frá þeim tíma til loka janúar 1997, þegar S tóku málið úr höndum L. Áskil- in þóknun L nam kr. 225.000 auk virðisauka- skatts. Að mati stjórnar L.M.F.Í. kom ekkert fram í málinu sem réttlætti það að L léti af störfum sínum fyrir S. Ef eitthvert atvik hefði gerst, sem réttlætti slíkt, hefði L borið a.m.k. að til- kynna S það með ótvíræð- um hætti hvers vegna hann teldi sér heimilt að hætta að sinna verkefninu og gefa S þá kost á að leita aðstoðar annars stað- ar. Vísaði stjórn L.M.F.Í. í 12. gr. siðareglna L.M.F.Í. í því sambandi. Taldi stjórnin L hafa þannig með aðfinnsluverðum hætti hafa vanrækt skyld- ur sínar gagnvart S. Í umfjöllun um ágrein- ing aðila um þóknun L kom m.a. fram það sjónar- mið L að það væri verk- lagsregla hjá flestum lög- mönnum að þeir færu ekki á fundi utan skrif- stofu sinnar fyrir minna en 2 klst. og að þetta væri viðurkennt af hinu opin- bera, t.d. þegar um réttar- gæslustörf væri að ræða. Stjórn L.M.F.Í. féllst ekki á að þessi verklagsregla væri almennt í gildi á lög- mannsstofum, þótt hún væri viðurkennd þegar um réttargæslustörf væri að ræða, enda væru sér- sjónarmið sem réðu þar ferðinni. Hins vegar var fallist á það með L að fundartíminn einn og sér ákvarðaði ekki endilega þann tíma sem skráður væri og að taka yrði tillit til undirbúnings og frá- gangs eftir fundi, allt eftir aðstæðum hverju sinni. Í áliti stjórnar L.M.F.Í. var ennfremur fjallað um áskilnað lögmanna um þóknun á grundvelli tíma- gjalds. Þegar lögmenn áskildu sér þóknun á þeim grunni bæri þeim að halda tímaskýrslu yfir við- komandi verk og yrði tímaskýrslan að uppfylla ákveðin lágmarksskilyrði. Markmiðið með tíma- skýrslunni væri m.a. að halda utan um þann tíma, sem færi í verkið og að gefa lögmanninum og umbjóðanda hans greinar- gott yfirlit um það. Tíma- skýrslan yrði að vera trú- verðug í augum umbjóð- andans og e.t.v. þriðja að- ila, t.d. dómstóls eða stjórn L.M.F.Í. Til þess að svo mætti vera væri rétt að lögmaður skráði svo sem kostur væri upplýs- ingar um það hvað gert væri hverju sinni, þegar tímaeining væri skráð, hvenær verkinu væri sinnt og hversu lengi hverju sinni. Stjórnin taldi mega finna að tímaskýrslu L, m.a. vegna misræmis í skrán- ingu tímaeininga, sem fram kom í skjölum máls- ins. Þá taldi stjórnin vera ljóst að samkvæmt fram- lögðum gögnum hefði verið að mestu um eitt mál að tefla, þótt þóknun- ar væri krafist eins og um tvö mál væri að ræða. Taldi stjórnin hæfilega þóknun L vera kr. 75.000 fyrir aðstoð við hvort hjóna um sig auk virðis- aukaskatts. 23Lögmannablaðið

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.