Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 12

Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 12
12 eins og lagt væri til í frumvarp- inu. Einar Karl Hallvarðsson hrl., taldi ekki vera þann mun á störfum héraðsdóms- og hæsta- réttarlögmanna sem réttlættu þær ríku hindranir til takmörk- unar á öflun málflutningsrétt- inda fyrir Hæstarétti. Hjördís Harðardóttir hdl., sagði þessar breytingar takmarka verulega starfsréttindi lögmanna. Undanþágulögmenn Staða lögmanna sem eru með undanþágu frá skyldum 1. mgr. 12. gr. lögmannalaganna var fundarmönnum ofarlega í huga og töldu margir vegið að réttindum þessara félagsmanna í frumvarpinu. M.a. lýsti Einar Karl Hallvarðsson hrl., þeirri skoðun sinni að ekki ætti að skipta máli hvort viðkomandi væri sjálfstætt starfandi lög- maður eða undanþágulög- maður. Réttindin sem slík væru útgangspunkturinn og með banni tiltekins hóps lögmanna á notkun titilsins væri verið að setja skorður við atvinnufrelsi manna og jafnvel takmarka tjáningarfrelsi. Benti Einar Karl á að í lögin vantaði út- listun á því hvað væri að vera lögmaður, þ.e. að sinna hags- munagæslu fyrir dómi. 1 / 2 0 0 4 Guðmundur Pétursson hrl., taldi hins vegar 12. gr. laganna slæma og hafa gert það að verkum að í raun væru tvær deildir innan Lögmannafélags- ins. Fjölgun undanþágulög- manna væri staðreynd en stjórnir félagsins hefðu hins vegar brugðist rangt við og í raun barist gegn þessum hópi lögmanna. Taldi Guðmundur að þörf væri á endurskoðun frumvarpsins í heild sinni. Naflaskoðun LMFÍ Í lok fundarins sagði Gunnar Jónsson formaður það ljóst að félagið yrði að fara í vissa naflaskoðun, enda væru tvenns konar starfsréttindi í gangi og ólíkir hagsmunir stönguðust á. Lýsti Gunnar því jafnframt yfir að stjórn félagsins myndi taka frumvarpið upp við dómsmála- ráðherra og allsherjarnefnd. Ljóst væri að meira samstarf við samningu ásættanlegs frumvarps væri grundvallar- atriði. Eftirfarandi tillögur voru samþykktar á fundinum: „Fundurinn skorar á stjórn félagsins að óska eftir því við dómsmálaráðherra, að hann Helgi Birgisson hrl., var fundar- stjóri. Jakob Möller hrl. Gestur Jónsson hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.