Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 17

Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 17
17 óháð stjórnsýslunefnd ef menn eru á annað borð hrifnir af úrskurðarnefndum, sem á síðustu árum hafa sprottið upp eins og gorkúlur á haug. Sjálfstætt starfandi lögmaður er að verða svo- lítið þreytt hugtak. Það er ekki geirneglt lagahug- tak nema e.t.v. að hluta til úr skattalögum. Senni- lega er það sá sem uppfyllir skilyrði 1. mgr. 12. gr. lögmannalaga, en viðkomandi er þá ekkert endi- lega sjálfstæður. Sjálfstæði þess sem rekur lög- mannsstofu t.d. í félagaformi, með mörgum öðrum, er vissulega takmarkað af hugmyndum og vilja meðeig- enda hans. Í mínum huga er sá sjálfstætt starfandi lögmaður sem getur unnið sjálfstætt og beitt vísindalegri þekkingu sinni, hvort sem hann er laun- þegi, aðili að félagi eða sjálf- stætt starfandi einstaklingur. – Þannig er lögmannsstarfið, a.m.k. hagsmunagæsla fyrir dómi, eins og ég þekki til. Það má auðvitað líka segja að sá sé sjálfstætt starfandi lögmaður sem getur almennt valið sér verkefni og viðskiptamenn eða sagt stopp þegar hugmyndir þeirra keyra um þver- bak. Geta allir „sjálfstætt starfandi lögmenn“ það? Mín reynsla af þeim störfum þar sem maður er að hagnýta lögmannsréttindi, þ.e. að gæta hagsmuna annars aðila fyrir dómi, er fyrst og fremst sú hversu erfitt þetta starf er. Það krefst einbeitingar og útheimtir mikla vinnu ef vel á að vera – rétt- indin duga ekki ein sér. Eru atvinnuréttindi eitt- hvað annað en opinbert fyrirheit um að maður eigi að kunna til verka á tilteknu sviði? Þegar lög- mannalögin frá 1998 komu til framkvæmda þótti mér sorglegt að lesa sífellt um það í Lögbirtinga- blaðinu að ungir, frambærilegir lögfræðingar væru að labba með nýfengin lögmannsréttindi aftur í dómsmálaráðuneytið til að afsala sér þeim! Einhvers konar leikhús fáránleikans, þótti mér. Lögmenn þurfa að hafa skrifstofu opna almenningi. Það er lagaboð! Er það ekki sjálf- sprottin þörf, ef einhver ætlar að stunda hefð- bundin lögfræðistörf fyrir aðra, t.d. lögmanns- störf, að hann opnar skrifstofu? Hvað með klæðnað? Er það á hinn bóginn eitthvað verri lög- mannsþjónusta í sjálfu sér þar sem boðleiðir eru aðrar t.d. sími og tölvupóstur og fundaraðstaðan borðkrókur á heimili lögmannsins? Ég er sann- færður um að góð lögmannsþjónusta byggir á því að þekking, heiðarleiki og starfsorka sé til staðar. Ég ímynda mér að frá sjónarhóli neytenda beri að sama brunni. Sá sem þarf aðstoð við lögfræðileg vandamál hlýtur að vilja leita til þess sem kann til verka, hvort sem hann vinnur hjá endurskoðunar- fyrirtæki, svokallaðri lögmannsstofu eða bara heima hjá sér eftir kvöldmat. Er það ekki náttúru- lögmálið? Þær eru margar glæsilegar lögmanns- stofurnar á Íslandi. Ég tók mér eitt sinn tíma í að safna í „Uppáhaldið“ á netinu heimasíðum lög- mannsstofa. Þær voru hver annarri glæsilegri og báru eig- endunum gott vitni. Ég trúi því ekki að þessar frambærilegu stofur þrífist í skjóli einhverrar lögþvingaðrar hagsmunagæslu, heldur hlýtur það að stafa af verðleikum þeirra sem að þeim standa. Æskuvinur minn hefur í tvígang leitað til mín með lögfræðileg vandamál. Þau voru af þeirri stærðargráðu að fjárhagur fjölskyldunnar gat verið í uppnámi. Hann hefur mikla trú á þessum vini sínum sem er lögmaður og er sífellt að flytja mál. En heldur þótti honum það kyndugt þegar þessi lögmannsnefna ráðlagði honum í bæði skiptin að leita á lögmannsstofu. Ég er sannfærður um að það var rétt ráðgjöf og í bæði skiptin fengu málin afar farsælar lyktir. Þegar það kom í lög að lögmenn þyrftu að hafa allt í senn; opna skrifstofu, vörslufjárreikning og tryggingu fyrir skaða sem þeir valda öðrum, fann ég til einhvers konar sektarkenndar tilheyrandi þessum hópi með málflutningsréttindi. Ég man að Arnljótur kenndi að lögboðin vátryggingarskylda var einkum við lýði þar sem aðstæður eru sérstak- lega hættulegar. En ekki nóg með það, skylda þyrfti lögmenn af öllum öðrum til að hafa fé ann- arra manna á sérreikningi. Hafi einhver dröslast gegnum kennslu í refsirétti og þar að auki lokið embættisprófi í lögum tel ég það einboðið, án þess að sérstök lagaskylda þurfi til að koma. Ég held að þeir sem hneigjast til að stela peningum annarra láti reglur um vörslufjárreikninga ekkert trufla sig. Af öllum stéttum þurftu lögmenn á þessum lagaboðum að halda að mati löggjafans – ekki lög- fræðingar, sem sinnt geta öllum þessum marg- breytilegu störfum sem lögmannsréttindi þarf ekki til. L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Í mínum huga er það lykilatriði ef skyldu- aðild er að LMFÍ, að félagið gæti hags- muna allra félags- manna og ég vona að sú sé raunin.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.