Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 25

Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 25
25L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð sínar. Slíkur núningur var ástæða þess að í frum- varpi til breytinga á lögmannalögum er að finna ákvæði, sem undirstrikuðu enn frekar en áður var, að heimild lögmanna hjá stofnunum og fyr- irtækjum takmarkaðist við störf fyrir vinnuveit- endur þeirra. Ég tel að í sjálfu sér hafi ekki verið lögð til nokkur efnisbreyting og því í raun ekkert unnið með nýju ákvæðunum. Ljóst er hins vegar að þau komu mjög illa við marga þeirra sem þau beinast að. Stjórn félagsins mun því leggja til að þau verði felld úr frumvarpinu. Óánægja þessa hóps félagsmanna kom gleggst í ljós á fundi, sem haldinn var til kynningar á lög- mannafrumvarpinu. Fundarmenn samþykktu þó, mótatkvæðalaust, tillögu tveggja fyrrum for- manna félagsins um að fara þess á leit við dóms- málaráðherra, að frumvarpinu yrði breytt á þann veg að úr því yrði fellt annað en það sem laut að staðfesturéttindum, heimildum annarra en HÍ til þess að útskrifa lögfræðinga sem geti þreytt próf- raun til lögmannsréttinda og ákveðnar tillögur til breytinga varðandi Úrskurðarnefnd lögmanna. Beiðnin var borin upp við ráðherra og ítrekuð á fundi með allsherjarnefnd Alþingis. Á hana var hins vegar ekki fallist. Frumvarpið fer því, í þeirri mynd sem það var lagt fram, í meðferð hjá Alþingi. LMFÍ mun senda efnislega umsögn um frumvarpið til allsherjarnefndar, en stjórn félags- ins mun leita álits félagsmanna á umsögninni áður en hún fer frá félaginu. Á félagsfundinum var einnig samþykkt tillaga um skipan 9 manna nefndar, undir forystu for- manns félagsins, sem hafi það verkefni að fara heildstætt yfir lögmannalögin. Nefndin hefur þegar verið skipuð en auk mín skipa hana: Aðal- steinn Jónasson hrl., Ástríður Gísladóttir hdl., Bjarki Diego hrl., Guðmundur Pétursson hrl., Helga Hlín Hákonardóttir hdl., Hjördís Harðar- dóttir hdl., Jakob R. Möller hrl. og Lára V. Júlíus- dóttir hrl. Ég tel nefndina gefa nokkuð góðan þverskurð af félaginu og vænti mikils af störfum hennar. Þrátt fyrir dræmar undirtektir ráðherra og allsherjarnefndar við tillögu um breytingu á frumvarpi til breytinga á lögmannalögum, tel ég félaginu nauðsynlegt að leggjast í nokkra sjálf- skoðun vegna þeirra breytinga sem á því hafa orðið. Ég hef ennfremur ákveðið að bjóða mig fram til formanns félagsins þriðja sinni og bjóð- ast þar með jafnframt til þess að fara áfram fyrir nefndinni, hljóti ég til þess fulltingi á aðalfundi LMFÍ. Námskeið á vorönn Samspil atvinnu- og einkalífs. Í störfum sínum glíma lögmenn oft við mál sem tengjast erfiðustu lífsreynslu umbjóðenda sinna. En hvernig vinna þeir sjálfir úr sínu? Er hægt að koma heim að loknum vinnudegi og „loka” á erfið mál? Á námskeiðinu er farið yfir með hvaða hætti lögmenn geta varið sig gegn erfiðum málum. Einnig verður fjallað um kulnun í starfi, hæfni í mannlegum samskiptum og hvernig leysa á farsællega úr ágreiningi. Kennari: Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur. Staður: Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, Rvík. Tími: Þriðjudagur 20. apríl, kl. 16:00 –19:00. Verð: kr. 15.500,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 12.500,-. Skráning fer fram hjá félagsdeild í síma 568 5620 eða með tölvupósti á netfang eyrun@lmfi.is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.