Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 28

Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 28
Inngangur Nýlega skipaði dómsmálaráðherra í tvö embætti héraðsdómara. Við skip- unina fylgdi ráðherra uppröðun dóm- nefndar samkvæmt 12. gr. dómstóla- laga. Athygli hefur vakið að dómnefnd skyldi telja þá sem skipaðir voru hæf- ari til starfans en þrjá hæstaréttarlög- menn og settan dómara í hópi umsækj- enda. Er þetta tilefni þessarar greinar, en nýskipuðum dómurum er óskað far- sældar í starfi. Kröfur til dómaraefna og mat á umsækj- endum Í 7. tölul. 2. mgr. 12. gr. dómstólalaga er fjallað um hæfisskilyrði lögfræðinga sem skipa má í embætti héraðsdómara. Þeir skulu hafa verið í minnst þrjú ár alþingismaður, hafa stundað mál- flutningsstörf að staðaldri eða gegnt lögfræði- störfum að aðalstarfi hjá ríki eða sveitarfélagi. Leggja má saman starfstíma í hverri af þessum greinum. Í þriggja manna dómnefnd sem fjallar um hæfni umsækjenda, er einn tilnefndur af Hæstarétti og er hann formaður, einn af Dómara- félaginu úr röðum héraðsdómara og sá þriðji af Lögmannafélagi Íslands úr hópi starfandi lög- manna. Reglur nr. 693/1999 fjalla nánar um störf dóm- nefndar. Þar kemur fram að nefndin skuli við mat á hæfni umsækjenda hafa til hliðsjónar starfsferil þeirra, fræðilega þekkingu og almenna og sérstaka starfshæfni. Dómnefndin hefur og sett sér verk- lagsreglur sem útskýra nánar hvernig meta skuli hæfni umsækjenda. Ekki verður annað ráðið af þeim ákvæðum sem gilda um mat á hæfni en að starfsferill og starfsreynsla skuli skipa öndvegi við matið, önnur atriði komi þar á eftir. Hvergi er tilgreint að birt ritstörf umsækjenda skuli vega þyngra en starfsreynsla. Nánar um umsækjendur Um dómarastöðurnar tvær sóttu átta lögfræðingar. Einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Dóm- nefndin fjallaði því um sjö umsóknir; þriggja hæstaréttarlögmanna, héraðs- dómslögmanns, setts héraðsdómara, skrifstofustjóra og dósents við laga- deild. Nefndin taldi alla umsækjendur hæfa, fjóra mjög vel hæfa, tvo vel hæfa og einn hæfan. Tveir umsækj- enda voru konur, sex karlar. Þar sem grein þessi fjallar einkum um mat dómnefndar á hæstaréttarlögmönnunum og á setta héraðsdómaranum, í samanburði við mat hennar á þeim umsækjendum sem embættin fengu, er sleppt að fjalla um héraðsdómslögmann- inn. Hæstaréttarlögmaður A er fimmtugur að aldri og elstur umsækjenda. A starfaði liðlega áratug sem dómarafulltrúi, settur sýslumaður og settur héraðsdómari. Frá árinu 1990 hefur A verið lög- maður og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti 1997. A hefur á síðustu árum „unnið viðamikil trúnaðarstörf í mikilvægum stjórnsýslu- nefndum” eins og segir í samantekt dómnefndar. Þar segir síðan: „[…] hefur ekki stundað ritstörf sem fræðimaður, en telja verður að áður- greind fjölþætt störf hans á sviði dómsmála og stjórnsýslu vegi svo þungt, að hann standi sem dómaraefni ekki að baki þeim umsækjendum, sem látið hafa frá sér prentaðar fræðilegar ritsmíðar.“ Ekki virðist nefndin hafa aflað upplýsinga um umfang málflutningsstarfa A. Hæstaréttarlögmaður B er 47 ára að aldri. Um sex ára skeið starfaði B hjá rannsóknarlögreglu ríkisins, skattyfirvöldum og ríkisendurskoðun. Þá 28 1 / 2 0 0 4 Reynsla af málflutningi einskis metin? Dögg Pálsdóttir hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.