Lögmannablaðið - 01.03.2005, Síða 20

Lögmannablaðið - 01.03.2005, Síða 20
Inngangur. Óhætt er að fullyrða að verðmætasta eign hverrar lögmannsstofu er traust skjólstæðingsins á henni. Ríki gagn- kvæmt traust milli lögmanns og skjól- stæðings verður öll vinnan faglegri og líklegri til að skila árangri. Eitt af því sem hvað mestu máli skiptir í þessu sambandi er að lögmaðurinn sé óbund- inn af þeim hagsmunum sem hann er að vinna með, en á sviði lögfræðinnar eru mun meiri líkur á því að hags- munaárekstrar valdi vandræðum og mögulegu tjóni en hjá flestum öðrum sérfræðingastéttum. Varnaglar í lögum um lögmenn. Í lögum um lögmenn nr. 77/1998 eru ákvæði sem banna öðrum en þeim sem hafa opna lög- mannsstofu með tilheyrandi starfsábyrgðartrygg- ingum og umgjörð að selja lögmannsþjónustu. Þeir lögfræðingar sem aflað hafa sér réttinda til að stunda lögmannsstörf, en starfa hjá öðrum s.s. bönkum, endurskoðunarskrifstofum o.fl., þurfa að fá sérstaka undanþágu frá skilyrðum laganna fyrir því að halda réttindum sínum, án þess að starfa sem sjálfstæðir lögmenn. Þannig mega slíkir und- anþágulögmenn einungis vinna að verkefnum fyrir það fyrirtæki eða stofnun sem þeir vinna hjá, en ekki fyrir þriðja aðila, þ.e. viðskiptavini félagsins eða stofnunarinnar út á við. Í stað- inn er ekki gerð krafa til þeirra um starfsábyrgðartryggingar, sérstaka fjárvörslureikninga eða opna starfsstöð fyrir almenna viðskiptavini o.fl. Ljóst er að afar mikilvægt er að þessu sé haldið til haga þannig að lögmenn sem vinna á grundvelli slíkrar undanþágu seilist ekki inn á svið lög- manna með sjálfstæðan rekst- ur. Slíkt myndi ekki einungis veikja samkeppnisstöðu lögmanna í sjálfstæðum rekstri gagnvart þessum lögmönnum, heldur einnig auka veru- lega hættuna á hagsmunaárekstrum, þar sem hagsmunir skjólstæðingsins mættu sín minna en hagsmunir fyrir- tækisins sem borgar undanþágulög- manninum launin. Lögfræðideildir endurskoðun- arfyrirtækjanna. Þróun hér á landi undanfarin ár hefur verið í þá átt að lögfræðideildir endurskoð- unarskrifstofa fara stöðugt stækkandi. Oft á tíðum hlýtur að vera a.m.k. áhorfsatriði hvort viðkom- andi undanþágulögmaður sem þar vinnur, er að vinna að verkefni fyrir vinnuveitanda sinn, sem honum er heimilt, eða hvort starfið sé í raun farið að felast í hagsmunagæslu fyrir viðskiptavini félagsins út á við, sem honum er óheimilt að sinna. Enn stærra vandamál í þessu sambandi eru þó hinir augljósu hagsmunaárekstrar sem upp koma ef viðskiptavinur endurskoðnarskrifstof- unnar lendir í útistöðum við skattyfirvöld vegna framtala sinna eða ársreikningsgerðar. Hvorum herranum ætlar lögmaðurinn sem vinnur í skjóli endurskoðunarskrifstofunnar að þjóna þegar spurningin fer að snúast um mistök eða sök hjá endurskoðandanum annars vegar og skjólstæð- ingnum hins vegar? Bankar og fjármála- fyrirtæki. Sams konar hætta er á hags- munaárekstrum hjá lögmönnum sem starfa hjá bönkum og fjár- málafyrirtækjum. Þó þróunin hafi verið í aðrar áttir erlendis hin síðustu ár, virðist stefnan hér vera í átt til ört vaxandi lög- fræðiþjónustu bankanna. Í stærri viðskiptum er ekki óal- gengt að viðkomandi banki sjái bæði um að lána fé til verkefnis- 20 1 / 2 0 0 5 Hagsmunaárekstrar Helgi Jóhannesson hrl. …augljós samkeppnislagabrot að ræða gagnvart sjálfstætt starfandi lögmönnum, sem er gert að innheimta virðisaukaskatt af sinni þjónustu, …

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.