Lögmannablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 8

Lögmannablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 8
8 Mat á því hvenær nauðsynlegt er síðan fyrir lögmann að koma fram og bæta við þá „frétt“ sem viðkomandi blaðamaður hyggst birta, byggist á brjóstviti einstaks lögmanns. Þannig er það í sumum tilvikum líklega betra að láta kyrrt liggja. Það að reyna rétta hlut umbjóðandans í fjöl- miðlum eftir á, getur nefnilega leitt til þess að „fréttin“ frá í fyrradag komist aftur í hámæli meðal almennings. „Sjaldan lýgur almannarómur“ Lögmenn hafa misjafna reynslu af samskiptum sínum við fjölmiðla og þá sem þar starfa. Umfjöllun um einstök mál hefur oftsinnis farið út fyrir öll siðsemismörk þar sem virðing og nær- gætni fyrir brotaþola er að engu höfð. DV, sem hefur gengið hvað lengst í þá átt, hefur nú sett sér sérstaka siðaskrá og margir binda vonir við að blaðið muni hér eftir sýna meiri tillitssemi í umfjöllun sinni en hingað til. Lögmaður sem haft var samband við vegna þessara greinarskrifa, sem hefur töluverða reynslu af verjendastörfum í opinberum málum, sagði sína reynslu af fjölmiðlum vera slæma og ræddi um vaxandi hörku af hálfu blaðamanna í garð sakaðra manna þar sem þeir eirðu engu. „Auðvitað er ekki hægt að alhæfa og segja að öll umfjöllun sé slæm en umfjöllun vegna sakamála getur verið slæm þegar hún hefst áður en menn hafa verið fundnir sekir fyrir dómstólum. Slík umfjöllun getur haft áhrif á dómendur, sérstaklega þegar dómstóll göt- unnar hefur fjallað um málið og fellt sektardóm, auk þess sem hún getur brennimerkt menn sem að lokum eru sýknaðir í dómsmeðferð og slíkir menn fá aldrei uppreisn æru,“ sagði lögmaðurinn. Reynsluleysi blaðamanna Lögmenn sem rætt var við töluðu um reynslu- leysi þeirra blaðamanna sem væru látnir fjalla um þennan málaflokk og töldu að svo virtist sem venja væri meðal fjölmiðla að láta unga blaða- 2 / 2 0 0 5 » Blaðamaður leitast við að gera ekkert það, sem til vanvirðu má telja fyrir stétt sína eða stéttarfélag, blað eða fréttastofu. Honum ber að forðast hvaðeina sem rýrt gæti álit almennings á starfi blaðamanns eða skert hagsmuni stéttarinnar ... Úr 1. grein siðareglna Blaðamannafélags Íslands » 5. gr. Í umræðu í fréttamiðlum eða á öðrum opinberum vettvangi um mál, sem lögmaður hefur eða hefur haft til meðferðar, ber honum að virða óskir skjólstæðings síns um að ekki sé fjallað um málið af hans hálfu. Codex Ethicus fyrir LMFÍ » Í frásögnum af dóms- og refsimálum skulu blaðamenn virða þá meginreglu laga að hver maður er talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð. Úr 4. grein siðareglna Blaðamannafélags Íslands

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.06.2005)
https://timarit.is/issue/384271

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.06.2005)

Aðgerðir: