Lögmannablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 14

Lögmannablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 14
14 Hlutverk fjölmiðla er að koma upp-lýsingum á framfæri við almenn- ing, segja frá atburðum í umhverfinu og greina aðalatriði frá aukaatriðum. Fjölmiðlar sinna þessu með álíka mis- munandi hætti og þeir eru margir en hlutverk þeirra er að mínu mati ekki að dæma menn og málefni eða svipta fólk æru sinni og virðingu. Hafi lög verið brotin þá er það hlutverk dómstóla að kveða upp um sök eða sakleysi manna. Ég sé almennt litla þörf á því að birta nöfn manna sem liggja undir grun um að hafa brotið af sér. Á því geta þó verið undantekningar þegar um er að ræða þjóðþekkta einstaklinga eða þegar sterkur grunur er um stórfelld brot. Réttar- höld eiga samt sem áður ekki að fara fram á síðum dagblaða eða í fréttatímum ljósvakamiðlanna, hvort sem það er af hálfu fjölmiðilsins eða lög- manna málsaðila. Mikilvægt er að blaðamenn hafi líka í huga að menn eru saklausir þar til sekt þeirra hefur verið sönnuð. Aldrei verður nógu oft sagt að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Gagnrýni á efnistök fjölmiðla í dóms- og saka- málum hefur að undanförnu beinst fyrst og fremst að DV, og kannski ekki að ástæðulausu. Persónulega finnst mér DV hafa í mörgum tilvikum farið langt yfir strikið í umfjöllun sinni um sakamál og ítrekað þverbrotið siðaregl- ur Blaðamannafélags Íslands, án þess að á það hafi reynt sem skyldi fyrir siðanefnd. Annað hvort veigrar fólk sér við að kæra blaðið eða þá að siðgæð- isþröskuldur okkar blaða- manna hefur eitthvað lækkað. Ég held í þá von að fyrrnefnda skýringin sé ástæðan. Með því að semja sína eigin ,,siðaskrá“ hefur DV í raun sagt skilið við siðareglur Blaðamannafélagsins (BÍ). Siðareglur BÍ eru ekki full- komnar og mætti reyndar taka þær til endurskoðunar, en þær eru engu að síður grundvallarleiðsögn blaða- manna í umfjöllun sinni og atferli. Bæta mætti við fleiri siðareglum og meðal þess sem mætti íhuga er að veita siðanefnd heimild til að taka upp mál af eigin frumkvæði. Næg hafa verið tilefnin til þess að undanförnu. Jónas Kristjánsson notar hvert tækifæri til að lýsa því að DV sé eina blaðið sem stundi alvöru rannsóknar- blaðamennsku hér á landi en allir aðrir fjölmiðlar séu í kranablaðamennsku, að skrúfa fyrir eitt viðhorf og láta það flæða gagnrýnislaust yfir síður og fréttatíma. Því miður hafa fáir þorað að andæfa Jónasi þar sem hann ítrekað vanvirðir heila stétt manna sem flestir hverjir reyna að vanda til daglegra verka, koma af virðingu fram við sína viðmælendur en beita um leið aðhaldi þegar við á. Ég kalla það t.d. ekki kranablaðamennsku að leiða fram tvö ólík sjónar- mið án þess að blaðamaður taki afstöðu með öðrum aðilanum og reyni þannig að túlka fyrir lesand- ann hvor hafi nú sagt rangt frá. Vilji blaðamenn stunda skáldskap þá skilst mér að bókaforlögin hafi dyrnar ávallt opnar fyrir efnilegum rithöfundum. Lögmenn mega ekki mis- nota fjölmiðla Bæði blaða- menn og lögmenn bera mikla ábyrgð í störfum sínum. Lög- menn eru ein þeirra starfs- stétta sem blaðamenn eru mjög háðir um upplýsingar í fréttaöflun. Miklu skiptir að 2 / 2 0 0 5 Nauðsyn á gagnkvæmu trausti og virðingu Björn Jóhann Björnsson blaðamaður á Morgunblaðinu Persónulega finnst mér DV hafa í mörgum tilvikum farið langt yfir strikið í umfjöllun sinni um sakamál og ítrekað þverbrotið siða- reglur Blaðamannafélags Íslands, án þess að á það hafi reynt sem skyldi fyrir siðanefnd.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.