Lögmannablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 16
16
Ásíðustu misserum hefur borið æmeir á umfjöllun fjölmiðla um
dómsmál, einkum sakamál. Eru fréttir
af sakamálum gjarnan prýddar ljós-
myndum eða kvikmyndum af sakborn-
ingum sem oftar en ekki reyna að forð-
ast að af þeim séu teknar myndir. Leit-
ast sakborningarnir við að skýla sér
fyrir myndatökum sem þeir best geta
og nota til þess ýmsar aðferðir. Hefur
ágangur sumra fjölmiðla aukist á síð-
astliðnum misserum og sakborningar í
nokkrum tilvikum nánast hundeltir
alveg inn í dómsali.
Nú er það svo að samkvæmt lögum
um meðferð opinberra mála nr.
19/1991 er einungis óheimilt að taka myndir í
þinghaldi, sbr. 1. mgr. 10. gr. laganna. Má gagná-
lykta frá þessu ákvæði á þann veg að myndatökur
í dómhúsum séu heimilar að öðru leyti. Ekki er að
finna í gildandi lögum heimild til að beita viður-
lögum, til dæmis sektum, ef brotið er gegn
umræddu banni. Tekið skal fram að fjölmiðlar
hafa nánast undantekningarlaust virt fyrirmæli
dómara um bann við myndatökum eftir að þing-
hald er hafið.
Til umræðu hefur verið í Dómstólaráði hvernig
bregðast eigi við auknum
ágangi fjölmiðla í sambandi við
myndatökur af sakborningum í
dómhúsum. Er niðurstaðan sú
að ef banna á myndatökur verði
að lögfesta slíkt bann. Ákvæði
um bann við myndatökum af
sakborningum og vitnum, ekki
einungis í dómhúsi heldur jafn-
framt á leið til og frá dómhúsi,
hafa verið sett í lög bæði í Dan-
mörku og Noregi. Hefur í því
sambandi verið verið skírskotað
til ákvæða í stjórnarskrám og
mannréttindasáttmálum um friðhelgi
einkalífs. Sé brotið gegn banninu er
heimilt að beita sektum og er vitað
um tilvik frá Noregi þar sem fjölmið-
ill var dæmdur í 300.000 króna sekt
vegna slíks brots.
Ábendingu um nauðsyn slíkrar
lagasetningar hérlendis hefur verið
komið á framfæri bæði við dóms-
málaráðuneyti og réttarfarsnefnd og
er hún til skoðunar í nefndinni sem
vinnur nú að heildarendurskoðun laga
um meðferð opinberra mála. Tekið
skal fram að ekki hefur talið stætt á að
dómstjórar í einstökum dómstólum
gefi út fyrirmæli um bann við mynda-
tökum í dómhúsum af þeirri ástæðu að slík fyrir-
mæli hafa ekki stoð í lögum og því ekki unnt að
halda banninu uppi eða beita neinum viðurlögum
vegna brots gegn því.
Samkvæmt 2. mgr. 10. gr. laga nr. 19/1991 er
óheimilt að skýra frá því sem fram fer í lokuðu
þinghaldi nema dómari leyfi og þá getur dómari
bannað opinbera frásögn af atriðum í öðrum þing-
höldum ef ætla má að frásögn geti valdið nánum
vandamönnum sakbornings, brotaþola eða öðrum
sem ekki eru fyrir sökum hafðir verulegum þján-
ingum eða óþægindum. Skal
ákvörðun um slíkt bann skráð í
þingbók og kynnt viðstöddum.
Að því er best er vitað hefur
þessu ákvæði að minnsta kosti
afar sjaldan verið beitt og ekki
í seinni tíð. Er ef til vill ástæða
til að beita þessu hemildar-
ákvæði í ríkari mæli en gert
hefur verið.
Tekið skal skýrt fram að lög-
menn eru almennt mjög fag-
legir og málefnalegir í um-
fjöllun um dómsmál meðan
2 / 2 0 0 5
Myndatökur í dómhúsum
og umfjöllun lögmanna um dómsmál
á meðan þau eru til meðferðar fyrir dómstólum
Helgi I. Jónsson
dómstjóri Héraðsdóms
Reykjavíkur
Stöku sinnum hafa þó
örfáir lögmenn kosið
að tjá sig frjálslega um
mál meðan þau eru til
meðferðar fyrir
dómstólum og einnig
eftir að dómur hefur
verið kveðinn upp.