Lögmannablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 29

Lögmannablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 29
29 Ekki alls fyrir löngu voru kveðnir upp þrírathyglisverðir úrskurðir af úrskurðarnefnd lögmanna, sem varða verulega starfshætti lög- manna. Tveir þessara úrskurða snéru reyndar að hluta til um sama málið, þó með ólíkri aðkomu þeirra tveggja lögmanna sem hlut áttu að máli. Hér að neðan er að finna stutta samantekt á þessum úrskurðum til fróðleiks fyrir félagsmenn. Samhengisins vegna verður fjallað sameiginlega um þá tvo úrskurði sem varða sama málið. Í fyrra málinu barst úrskurðarnefnd lögmanna kæra frá aðila, þar sem m.a. var kvartað yfir áskil- inni þóknun lögmanns við innheimtu slysabóta. Málavextir voru þeir að í maí 2000 lenti kærandi í umferðarslysi og slasaðist. Leitaði hann í fram- haldi af því til lögmanns, þ.e. kærða, og fól honum að gæta hagsmuna sinna við könnun á rétt- arstöðu sinni og við innheimtu slysabóta. Gerði lögmaðurinn kröfu á hendur hlutaðeigandi trygg- ingafélagi um greiðslu bóta, þar sem jafnframt var krafist greiðslu á lögmannsþóknun að fjárhæð kr. 229.972,- auk virðisaukaskatts, eða samtals kr. 286.315. Samið var um bætur og í fullnaðarupp- gjöri tryggingafélagsins var niðurstaðan hvað snertir lögmannskostnað, kr. 226.222,- auk virðis- aukaskatts, eða samtals kr. 281.647,-. Við uppgjör á slysabótunum til kæranda, áskildi kærði sér hins vegar mun hærri þóknun eða kr. 440.000,- auk virðisaukaskatts. Þessu vildi kærandi ekki una, þar sem aldrei hafði verið tekið fram að hann ætti að greiða hluta af þóknun til lögmanns síns úr eigin vasa. Skaut hann málinu því til úrskurðar- nefndar eftir að krafa um leiðréttingu hafði ekki borið árangur. Í niðurstöðu úrskurðarnefndar lögmanna kemur m.a. fram að við innheimtu bóta frá tryggingafé- lögum vegna umferðarslysa, teljist það eðlilegur liður í kröfugerðinni að krefjast greiðslu á þeim kostnaði, sem tjónþoli verður fyrir við að láta staðreyna og meta tjón sitt og að halda fram bóta- kröfu gagnvart tryggingafélaginu. Þegar lögmaður gæti hagsmuna tjónþola við gagnaöflun og fram- setningu kröfugerðar sé að jafnaði krafist greiðslu á lögmannskostnaði úr hendi félagsins. Bæti tryggingafélagið tjónþolanum þennan kostnað, en það fari þó í flestum tilvikum eftir eigin reglum um útreikning þessa kostnaðarliðar eða inn- sendum gjaldskrám hlutaðeigandi lögmannsstofa. Jafnframt segir í úrskurðinum að ef lögmaður, sem gætir hagsmuna tjónþola við innheimtu slysa- bóta, hyggst áskilja sér hærri þóknun fyrir störf sín en reikna má með að fáist greidd af hlutaðeig- andi tryggingafélagi, sé rétt að hann geri umbjóð- anda sínum grein fyrir þeirri fyrirætlan sinni fyr- irfram og leitist við að gera grein fyrir hver sá kostnaður gæti orðið. Segir í niðurstöðu nefndar- innar að gegn neitun kæranda hafi kærða ekki tek- ist að sýna fram á að hann hafi fyrirfram áskilið sér hærri þóknun en tryggingafélagið greiddi eða að þóknun hans yrði ákvörðuð á öðrum grundvelli en sú þóknun sem krafist var að tryggingafélagið greiddi. Þá hafi kærði heldur ekki sýnt fram á að kærandi hafi samþykkt þá þóknun, sem kærði áskildi sér úr hans hendi við uppgjörið þeirra í millum. Að mati úrskurðarnefndar bar kærða að vekja sérstaka athygli kæranda á því hvað hann hygðist áskilja sér í þóknun, ekki síst í ljósi þess að kærða var eða mátti vera kunnugt um ákvarð- anir tryggingafélaganna um greiðslu lögmann- skostnaðar en kæranda ekki. Hlaut kærandi að hafa mikla hagsmuni af því að vita fyrirfram að hluti kostnaðarins kynni að lenda á honum. Niður- staða úrskurðarnefndar var því sú að hæfilegt end- urgjald til kærða, fyrir innheimtu slysabótanna teldist kr. 226.222,- auk virðisaukaskatts, eða samtals kr. 281.647,- og var kærða gert að endur- greiða kæranda mismun þessarar fjárhæðar og þess sem hann hafði haldið eftir af slysabótum á grundvelli útgefins reiknings. Í síðara málinu, þar sem kæruatriði lutu að hluta til að vinnubrögðum tveggja lögmanna sem að því komu, voru málavextir þeir að á árinu 1999 tók lögmaður I að sér varnir í umgengnisréttar- L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð ATHYGLISVERÐIR ÚRSKURÐIR ÚRSKURÐARNEFNDAR LÖGMANNA

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.