Lögmannablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 10

Lögmannablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 10
10 menn fjalla um þessi viðkvæmu mál. Einn lög- mannanna benti m.a. á að blaðamaður hefði hringt í sig vegna máls fyrir stuttu og ekki vitað hver munurinn væri á Hæstarétti og héraðsdómi! „Það er mikil ábyrgð lögð á fjölmiðlafólk vegna þess að fjölmiðlaumfjöllun fylgir mikil áhrif. Því miður hefur það alltof oft komið fyrir að fjölmiðlunum er ekki treystandi til að fara með þessa ábyrgð. Með nafn- og myndbirtingu saka- manns og meints sakamanns er ekki aðeins spjót- unum beint að honum sjálfum heldur einnig að hans nánustu. Meintur sakamaður sem úrskurð- aður hefur verið í gæsluvarðhald verður ekki fyrir aðkasti á meðan hann er í einangrun í gæsluvarð- haldi. Fjölskylda hans, maki og börn, eru hins vegar fyrir utan og fá að kenna á fordómum sam- borgaranna,“ sagði lögmaðurinn. Upplýsingum „lekið“ til fjölmiðla Sú tilhneiging meðal okkar lögmanna að fara með mál í fjölmiðla sem eru eftir atvikum til með- ferðar hjá lögreglu, ákæruvaldinu eða fyrir dóm- stólum, virðist hafa aukist. Þannig má nú orðið finna augljós dæmi um að lögmenn hafi ákveðið að hefja málflutning í fjölmiðlum samhliða því að mál eru þingfest. Dæmi er til að mynda um að við- töl í sjónvarpi við lögmenn eða úttekt í dagblaði vegna einkamála sem hafa nýlega verið þingfest í héraði. Öllu alvarlegra hlýtur þó að vera þegar upplýsingar úr lögregluskýrslum á rannsóknar- stigi máls hafa ratað til fjölmiðla sem taka svo upp á því að nafngreina alla málsaðila, hvort sem um er að ræða þá sem hafa stöðu sakbornings sam- kvæmt lögum um meðferð opinberra mála eða tengjast málinu kannski einungis óbeint. Nærtæk dæmi um þetta eru líkfundarmálið í Neskaupsstað og umfjöllun DV í svonefndu „Dettifossmáli“ þar sem allir einstaklingar sem tengdust málinu voru nafngreindir dag eftir dag með sláandi fyrir- sögnum. Samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála hafa verjandi og sakborningur rétt til þess að fá afrit allra gagna viðkomandi sakamáls. Þegar sú staða kemur upp í hverju málinu á fætur öðru að lögregluskýrslur berast í fjölmiðla hlýtur að vakna sú spurning hvernig eigi að bregðast við slíku enda getur slík birting skaðað rannsóknarhags- muni málsins. Margir eru þeirrar skoðunar að ástæða sé til að huga nánar að því hvort ekki sé rétt að takmarka þessa heimild við það að verjandi og sakborningur fái einungis aðgang að gögnum Tekið skal fram að hér er ekki verið að skella skuldinni á lögmenn, að 2 / 2 0 0 5 » Ég er persónulega andvígur myndbirtingum af sakamönnum og tel að fullnægjandi refsing sé fyrir þá að fá fangelsisdóm og vera frelsissviptir. Vill algjörlega gleymast í allri umfjöllun að hér er verið að fjalla um persónur sem eiga sína fjölskyldur og jafnvel börn. Slíkar persónur geta ekki verið alveg réttlausar, jafnvel þótt þær hafi lent á glapstigum, hvað þá þjáningar sem saklausir aðilar eins og börn slíkra persóna geta liðið vegna slíks. Lögmaður » Fyrir nokkrum árum lenti maður sem ég þekki í opinberri rannsókn. Fjölmiðlar gáfu út veiðileyfi á manninn. Dag eftir dag birtust myndir af manninum, nafn hans og ítarlegar lýsingar á því sem honum var gefið að sök. Ég ætla ekki að hafa mörg orð um það hversu sársaukafull þessi umfjöllun var fyrir manninn sjálfan, eiginkonu hans, börn og foreldra. Öldruð og sjúk móðir hans hætti að lesa blöð á þessu tímabili og opnaði hvorki fyrir útvarp né sjónvarp. Ári seinn lauk rannsókninni með því að ekki var talin ástæða til neinna aðgerða af hálfu ákæruvaldsins. Lítið var fjallað um þá niðurstöðu í fjölmiðlum. Lögmaður » Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu. Úr 3. grein siðareglna Blaðamannafélags Íslands

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.