Lögmannablaðið - 01.06.2005, Side 24

Lögmannablaðið - 01.06.2005, Side 24
24 Dagana 18.-20. ágúst 2005 verður37. norræna lögfræðingaþingið haldið í Reykjavík. Á þinginu verður að venju fjölbreytt dagskrá, þar sem íslenskum lögfræðingum gefst kostur á að fræðast og taka þátt í umræðu um margs konar lögfræðileg málefni. Um leið fá þeir tækifæri til að kynnast lögfræðingum frá hinum Norðurlönd- unum, en reiknað er með alls um 1.200 þátttakendum á þinginu. Löng hefð er fyrir norrænu lögfræð- ingaþingunum, en fyrsta þingið var haldið 1872. Þingin eru haldin á þriggja ára fresti, og færast á milli höfuðborga Norðurlandanna í ákveðinni röð. Íslenskir lögfræðingar hafa þrisvar áður verið gestgjafar þinganna, árin 1960, 1975 og 1990. Árið 1993 var þingið haldið í Kaup- mannahöfn, árið 1996 í Stokkhólmi, árið 1999 í Osló og árið 2002 í Helsinki. Þingin eru einstakur vettvangur fyrir umræðu og samvinnu á sviði lögfræði á Norðurlöndunum, og hafa haft mikla þýðingu fyrir mótun norrænnar lagahefðar og norræns löggjafarsamstarfs. Á þing- unum koma saman lögfræðingar í alls konar stöðum, svo sem fræðimenn, dómarar, lögmenn og lögfræðingar úr stjórnsýslunni og viðskiptalífinu, og ræða um þau efni innan lögfræðinnar sem eru í brennidepli á hverjum tíma. Formlega séð er litið á þingin sem félagsskap, sem þátttakendur á þing- unum verða félagar í. Hvert Norðurlandanna hefur eigin stjórn fyrir þingin. Ákveða stjórnirnar í sam- einingu þau efni sem fjallað er um á hverju þingi fyrir sig. Á þinginu í Reykjavík 2005 verður fjallað um 24 mismunandi efni. Hefur efnum verið skipt niður í níu efnisflokka: 1) ábyrgð og bætur, 2) lög- fræðilegar aðferðir, 3) vinna, 4) fjölskylda, 5) grundvallarréttindi, 6) opinberi geirinn, 7) réttarfar, 8) refsing og 9) málefni nútímans. Sameiginlegir fundir eru haldnir við upphaf og lok þingsins. Að öðru leyti verður fjallað um mismunandi efni þingsins í málstofum, en 4-5 slíkar verða haldnar samhliða á hverjum tíma. Almennt er fjallað um einstök efni á þinginu með þeim hætti að útnefndur er svonefndur referent frá einhverju Norðurlandanna fyrir hvert efni. Hann fjallar skriflega um efnið í referat, sem sent verður fyrirfram til þeirra sem hafa skráð sig á þingið. Þar er ætlast til að referent setji fram skýrt mótaðar kenningar (teser) um efnið. Einnig er útnefndur svonefndur korreferent frá einhverju hinna Norðurlandanna, en hlutverk hans er að fjalla með gagnrýnu hugarfari um þær kenningar sem referent setur fram. Í málstofum er gert ráð fyrir að þátttakendur hafi kynnt sér referatið. Málstofur hefjast á því að referent gerir stuttlega grein fyrir helstu atriðum referats, en síðan heldur korreferent framsögu sem tekur mið af ref- eratinu. Að því loknu er gert ráð fyrir umræðum undir stjórn málstofustjóra, svonefnds debatledare. Framsögur referents og korreferents, ásamt umræðum sem fylgja í kjölfarið, eru birtar í fundar- gerðum sem dreift verður til þátttakenda í kjölfar þingsins. Hefur þetta fyrirkomulag á málstofum gefist mjög vel á þingunum. Nokkrar málstofur verða þó með öðru sniði, en þar verða fyrirlestrar og pallborðsumræður. Fjölmargir íslenskir lögfræðingar hafa þegar skráð sig á 37. norræna lögfræðingaþingið í Reykjavík. Lögfræðingar geta skráð bæði sig sjálfa og maka til þátttöku á þinginu. Útlit er fyrir að þingið verði bæði fróðlegt og skemmtilegt. Þátttak- endum verður boðið í móttöku í Ráðhúsi Reykja- víkur að kvöldi 18. ágúst, í heimboð eða annars konar boð að kvöldi 19. ágúst og í sameiginlegan veislukvöldverð að kvöldi 20. ágúst. Auk þess verður haldið sérstakt boð fyrir unga þátttakendur í undanfara mótsins 17. ágúst, og boðið verður upp á ferðir fyrir maka. Nánari kynningu á efnum og dag- skrá þingsins, ásamt öðrum upplýsingum um það, má finna á heimasíðu þess, www.cong- ress.is/njm2005. Það er mikið verkefni að halda norrænt lög- 2 / 2 0 0 5 37. norræna lögfræðingaþingið í Reykjavík í ágúst 2005 Ragnar Tómas Árnason hdl.

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.