Lögmannablaðið - 01.06.2005, Síða 28

Lögmannablaðið - 01.06.2005, Síða 28
Námskeið vorannar Námskeið vorannar, tólf að tölu, hafa gengið vel en alls hafa um 150 lögmenn sótt þau. Þessi námskeið voru: Símsvörunarnámskeið fyrir rit- ara, Skotfimi, Inngangur að skjala- stjórnun fyrir lögmannsstofur, Vest- urfararnir með Böðvari Guðmunds- syni, Skipti dánarbúa, gerð kaupmála og erfðaskráa, Stjórnskipulag hluta- félaga og einkahlutafélaga, Örorku- mat: Hlutverk taugasálfræðinga í greiningu höf- uðáverka, Örorkumat: Uppgjör slysamála, Und- irbúningur málshöfðunar og efni stefnu: Hvaða víti þarf að varast? og Samruni fyrirtækja. Auk þess stóð LMFÍ fyrir námskeiði ásamt Mannréttindastofnun Háskóla Íslands um kæruskilyrði og málsmeðferð fyrir Mann- réttindastofnun Evrópu. Eftir hvert námskeið leggja þátttak- endur mat á námskeiðið, kennslugögn og kennslu. Með þessu fá kennarar endurgjöf þátttakenda og það er mjög mikilvægt. Einum lögmanni varð á orði að þetta væri eins og að fá einkunn í prófi. Ein af spurn- ingunum fjallar um hvort þátttakendur námskeiða hafi hugmyndir að nýjum nám- skeiðum en það er ákaflega gott að fá ábendingar í þá veru. Allt ber þetta að sama brunni, að veita félagsmönnum sem besta þjónustu. Lögmannalistinn Heimsíða LMFÍ er vaxandi miðill. Þar getur almenningur nálgast upp- lýsingar um alla starfandi lögmenn en einnig er hægt að fá upplýsingar um sérhæfingu lögmanna eftir mála- flokkum. Lögmenn þurfa að skrá sig sérstaklega í málaflokka á LÖG- MANNALISTANUM en hver yfir- flokkur kostar aðeins kr. 1600,- á ári. Á meðfylgjandi súluriti sést að fjöldi heimsókna á heimasíðuna hefur vaxið töluvert frá fyrra ári og síðustu þrjá mánuði hafa þær verið rétt tæplega 9000. Í apríl 2005 voru heim- sóknirnar 8831 en í sama mánuði 2004 voru þær 5150. 28 2 / 2 0 0 5 0 1000 2000 3000 4000 5000 6000 7000 8000 9000 10000 m ar s se pt em be r de se m be r 2002 2003 2004 2005 Fréttir frá félagsdeild Eyrún Ingadóttir Ja nú ar Fe br úa r M ar s A pr íl M aí Jú ní Jú lí Á gú st Se pt em be r O kt ób er N óv em be r D es em be r Skrifstofuaðstaða til leigu Til leigu góð skrifstofuaðstaða miðsvæðis í Reykjavík. Sameiginleg, vel tækjum búin aðstaða með ritaraþjónustu auk kaffi- og fundaraðstöðu. Hentar mjög vel fyrir lögmenn. Laus strax. Upplýsingar í síma 517 1030 og 822 9670.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.