Lögmannablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 21

Lögmannablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 21
PIST ILL FORMANNS: 21 Þann 11. mars sl. var aðalfundur LMFÍ hald-inn. Þá var ný stjórn kjörin en í henni sitja auk mín þau Helga Melkorka Óttarsdóttir hdl., varaformaður, Helga Jónsdóttir hdl., ritari, Stefán Geir Þórisson hrl., gjaldkeri og Jóhannes Albert Sæv- arsson hrl., meðstjórnandi. Ég lít björtum augum til starfsins í LMFÍ með þessu fólki sem ég tel einvala- lið sem allt er áhugasamt um eflingu og virkni félagsins. Þótt sú venja sé ríkjandi að stjórnmálamenn lofi öllu fögru fyrir kosningar, í þeirri von að með því geti þeir veitt atkvæði, hefur sá háttur ekki verið hafður á í aðdrag- anda aðalfundar LMFÍ. Stjórnar- skipti þar eru að öllu jöfnu hávaða- laus og oftast án mótframboðs. Þótt ekki sé um kosningaloforð að ræða þykir mér rétt að nýta þennan vettvang í Lögmannablaðinu til að tæpa á þeim verkefnum sem mér finnst einna mikil- vægust innan LMFÍ fyrir utan auðvitað það grundvallarverkefni að standa vörð um sjálf- stæði lögmannastéttarinnar. Hér á Íslandi eru núlifandi útskrifaðir lög- fræðingar sennilega í kring um 2000 talsins. Þetta fólk starfar á ýmsum sviðum s.s. í lög- mennsku, í ráðuneytum og öðrum opinberum stofnunum, í bönkum o.fl. o.fl. Lögfræðingar hafa myndað með sér ýmis félög sem öll eru helguð þeim tilgangi að þjónusta félagsmenn sína og efla þá. Í þessu sambandi má t.d. nefna Lögfræðingafélag Íslands sem er lang fjölmenn- asta félagið, Sjóréttarfélagið, Félag lögfræðinga fjármálafyrirtækja, Félag um vátryggingarétt, Skattaréttarfélag Íslands o.fl. Öll þessi félög halda fræðafundi af ýmsu tagi auk þess sem sum þeirra a.m.k. standa fyrir útgáfu á ýmsu lögfræðilegu efni. Við þetta bætist svo mjög metnaðarfullt endur- menntunarstarf lagadeilda háskól- anna hér á landi. Framboð á ýmis konar endurmenntunarefni fyrir lögfræðinga er því gífurlegt og mjög mikið af því á beint erindi til félagsmanna LMFÍ þó það komi frá öðrum félögum. Ég tel að það sé mikið hags- munamál fyrir lögmenn að samstarf milli allra þessara aðila sé sem best. Til stendur að opna n.k. upplýsingatorg á heimasíðu LMFÍ þar sem hægt verður að sjá hvað er boðið upp á á hverjum tíma af öllum þessum aðilum. Til- gangurinn með opnun slíks upplýsingatorgs er í fyrsta lagi að gefa lögmönnum aðgengilegt yfir- lit yfir það sem í boði er auk þess sem það ætti að hjálpa þeim sem eru að standa í skipulagn- ingu á fræðafundum og öðrum uppákomum að stilla hlutina þannig af að þeir rekist ekki hver á annan. Þetta skref LMFÍ er vonandi einungis það fyrsta í enn öflugra samstarfi félaga lög- fræðinga sem augljóslega mun skila félags- mönnum LMFÍ betri þjónustu og efla þá fag- lega. Helgi Jóhannesson hrl. Sigurliðið Reynsla og léttleiki bar höfuð og herðar yfir andstæðinga sína á vellinum. Ef einhverjir hyggjast leita hefnda verða þeir að velja annan vígvöll en knatt- spyrnuvöllinn, þar eru þeir númer eitt! F.v. Baldvin Björn Haraldsson, Jón Ármann Guðjónsson, Anton Björn Markússon og Jóhannes Bjarni Björnsson. L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.