Lögmannablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 20

Lögmannablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 20
20 2 / 2 0 0 5 Föstudaginn 20. maí 2005 fór fram í elleftaskipti meistaramót lögmanna í knattspyrnu innanhúss. Mótið var haldið venju samkvæmt í húsakynnum Frammara við Safamýri. 7 lið mættu til leiks og léku allir við alla. Mótið bauð upp á góð og skemmtileg tilþrif. Lið Reynslu og Léttleika sigraði örugglega og voru þeir vel að sigrinum komnir. Lokastaða mótsins varð þessi: Reynsla og Léttleiki 5 1 0 18:7 16 stig Mörkin+ 3 1 2 15:13 10 stig AM Utd. 2 3 1 14:11 9 stig Grínarafélagið án Steinars 2 2 2 7:8 8 stig Lex-Nestor 1 3 2 7:14 6 stig KF Þruman 1 2 3 7:10 5 stig Logos 0 2 4 5:10 2 stig Mótið var jafnt og spennandi ef lið Reynslu og Léttleika er ekki talið með! Lið Lex-Nestor kom nýtt inn í mótið og eiga þeir ungu drengir örugg- lega eftir að setja mark sitt á knattspyrnumót framtíðarinnar. Faglegur framkvæmdastjóri knatt- spyrnudeildar Lex-Nestor, Helgi Jóhannesson hrl., var vant við látinn og komst ekki til að stjórna sínum mönnum af hliðarlínunni, og setti það örugglega mark sitt á liðið sem að öðrum kosti hefði náð mun betri árangri. Jóhannes B. Björnsson tekur við bikarnum úr hendi Smára Hilmarssonar. Lið Þrumunnar var óheppið í sínum leikjum ogvantaði herslumuninn að ná verðlaunasæti. Gunnar Jónsson stýrði liði Markarinnar af rögg- semi, og tók dómgæslu í sínar hendur þegar honum þótti þörf á. Neitaði hann m.a. að víkja af velli í einum leiknum eftir að hafa varið bolta með hendi innan vítateigs og eftir skeleggan og ákafan málflutning Gunnars um túlkun á mótsreglum féllust dómarar mótsins á rök Gunnars og gáfu sjálfum sér gula spjaldið fyrir það að hafa ætlað að reka Gunnar útaf. Eyrún Ingadóttir var konunglegur hirðljós- myndari. Ber hún ábyrgð á þeim myndum sem með greininni birtast og á að þeim höfundarrétt. Meistaramót LMFÍ innanhúss 2005i t t Í i Eins og sjá má voru tilþrifin á vellinum fagmannleg enda eiga lög- menn gott með að vera í vörn og sókn, takast á maður á mann, tækla, klobba, vippa og negla.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.