Lögmannablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 22

Lögmannablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 22
22 2 / 2 0 0 5 Heyrt og séð á hinni umtöluðu árshátíð LMFÍ Árshátíð LMFÍ var haldin laugardaginn 12. mars. Að sjálfsögðu voru fulltrúar hins vinsæla Heyrt og séð á staðnum eins og alls staðar þar sem prúðbúið fólk kemur saman. Lítið var um að gestir yrðu sér til skammar umfram það sem venja er en látum myndirnar tala sínu máli. Ingi Tryggvason Húnvetningur, Borgnesingur og umfram allt snillingur var veislustjóri. Hann sagði margar mátulega dónalegar gamansögur úr sinni heimasveit sem féllu í góðan jarðveg. Kristín Jóhannesdóttir lögmaður var heiðursgestur. Dómarateymið var skipað þeim Benedikt Ólafssyni, Guðrúnu Björgu Birgisdóttur og Ingimar Ingasyni. Þeir Einar Karl Hallvarðsson og Jóhannes Karl Sveinsson stjórnuðu Idiot stjörnuleit af snilld. Hinn nýkjörni formaður, Helgi Tom Jones tók þátt í Idiot-stjörnuleitinni og sýndi svo mikil tilþrif svo jafnvel sjálfur TíDjei hefði verið stoltur af!

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.