Lögmannablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 18

Lögmannablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 18
18 Áundanförnum misserum hefur umfjöllun fjöl-miðla um sakamál orðið sífellt fyrirferðar- meiri. Mörgum hefur þótt sem sumir fjölmiðlar hafi farið offari í umfjöllun sinni um einstök mál, jafnvel svo að líkja mætti við að sakfelldir einstaklingar væru settir á gapastokk. Á málþingi, sem haldið var í mars síðastliðnum fyrir fullu húsi, veltu frummælendur fyrir sér réttmæti slíkr- ar umfjöllunar, afleiðingum og ábyrgð fjölmiðla. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, og Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, ávörp- uðu málþingið í upphafi. Karl ræddi um óvægan fréttaflutning fjölmiðla af sakamálum þar sem fréttir af dómum væru birtar jafnvel áður en aðstandendur fengju tóm til að bregðast við þeim. Hann sagðist t.d. ekki sjá tilgang í því að kynferð- isbrotum væri lýst í smáatriðum í fjölmiðlum. Karl ræddi um hvort ekki væri ástæða til að semja siðareglur og íslenskir fjölmiðlar gætu gert betur en „skolpveitur stórþjóðanna“. Opinber málsmeðferð: Vernd eða viðbót- arrefsing? Dr. Hildigunnur Ólafsdóttir afbrotafræðingur, sagði að fjölmiðlar væru oft skilgreindir sem fjórða valdið þar sem frétta- og vaktstjórar væru „dyraverðir“ sem stýrðu út frá hvaða sjónarhóli mál væru rædd. Þar sem dómstólar og lögregla væru ekki með fræðslufulltrúa væri fjölmiðlum gefnar frjálsar hendur í umfjöllun sinni um dóms- mál. Hildigunnur ræddi um markmið refsinga og hvernig fjölmiðlar gætu þyngt refsingu með umfjöllun sinni. Oft á tíðum væri umfjöllunin jafnvel ýkt þannig að brotamenn þekktu ekki sjálfa sig í lýsingum fjölmiðla. Sigurður Tómas Magnússon, formaður Dóm- stólaráðs, fjallaði um hlutverk fjölmiðla í opin- berri málsmeðferð, hvaða heimildir væru til að takmarka hana og hvert markmið hennar væri. Hinn upphaflegi tilgangur opinberrar málsmeð- ferðar væri að vernda sakborning en gæti snúist upp í andhverfu sína, orðið þungbær fyrir sak- borninga og virkað sem viðbótarrefsing. Einnig gæti opinber málsmeðferð verið þungbær fyrir brotaþola og fælt hann frá því að kæra. Þannig væru margar hliðar á umfjöllun um sakamál í fjöl- miðlum en almenningur ætti rétt á upplýsingum og fjölmiðlar gegndu þar mikilvægu hlutverki. Sigurður Tómas sagði að margir innan dómskerf- isins væru óánægðir með umræðuna og teldu hana oft ónákvæma og villandi. Þá fjallaði hann um myndatökur af sakamönnum, brotaþolum og vitnum í dómhúsum og á leið að og frá dómhúsum og benti á að Danir og Norðmenn hefðu þegar lög- 2 / 2 0 0 5 Mannlegur harmleikur í sviðsljósinu – frá málþingi Biskupsstofu, Blaðamannafélags Íslands, Dómstólaráðs og LMFÍ 10. mars sl.

x

Lögmannablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-2689
Tungumál:
Árgangar:
30
Fjöldi tölublaða/hefta:
116
Skráðar greinar:
699
Gefið út:
1995-í dag
Myndað til:
2024
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Lögmannablaðið inniheldur greinar um lagaleg málefni, fréttir og tilkynningar frá Lögmannafélagi Íslands og er sent til allra félagsmanna. Útgáfudagar blaðsins eru í mars, júní, október og desember

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.06.2005)
https://timarit.is/issue/384271

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.06.2005)

Aðgerðir: